blaðið - 14.06.2006, Page 14

blaðið - 14.06.2006, Page 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. VILJINN TIL KYRRSTÖÐU Fréttir af brjálsemislegu matvælaverði á íslandi eru hættar að vekja athygli. Þjóðin sýnist hafa sætt sig við hlutskipti sitt rétt eins og íbúar Sovétríkjanna gerðu þar til örmagna og rökþrota valdastétt komst að eftirfarandi niðurstöðu: „við getum ekki haldið áfram að lifa á þennan veg”. Sennilega þarf hið sama gerast á fslandi áður en fram kemur skýr pólitískur vilji um að lækka verð á nauðsynjum og færa það nær því sem tíðkast í siðmenntuðum ríkjum. Á dögunum var greint frá verðkönnun sem ASf lét framkvæma í öllum höfuðborgum Norðurlanda. Búin var til svonefnd „karfa” þ.e.a.s. sami varningur var keyptur í verslunum í borgunum fimm. Niðurstaðan var kunnugleg; karfan reyndist dýrust á íslandi. í Stokkhólmi kostaði téð karfa helming þess sem fyrir hana þurfti að reiða fram í höfuðstað fs- lands. Og hafa ber í huga að borið saman við Evrópu eru matvæli dýr á Norðurlöndum. Þessi frétt vakti litla athygli. Og vísast er það skiljanlegt. Því verður seint haldið fram að fréttin geti talist ný eða inntak hennar byltingar- kennt. Svona er þetta bara á íslandi, segja sumir. Hinir upplýstu minna á að það sé nú búið að skipa nefnd til að fara yfir málið. Mikið rétt. Nefnd hefur verið skipuð. Það gerði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í janúarmánuði. Nefndinni er ætlað að kanna orsakir þess að matvælaverð er hvergi hærra á byggðu bóli en á íslandi. Telur einhver að nefndin muni leiða í ljós ný og áður óþekkt sannindi í þessu efni? Vitaskuld ekki; nefndir eru enda iðulega skipaðar til að leiða fram hið augljósa. Það er gert til að vinna tíma og fresta óhjákvæmilegum ráðstöfunum. Samþjöppun og fákeppni einkennir matvörumarkaðinn. Um það þarf ekki að deila. Stjórnvöld stuðla hins vegar beinlínis að tryllingslegu mat- vælaverði með innflutningshöftum, verndarstefnu og miklum álögum. Engin þörf er á að skipa nefnd til að leiða þetta í ljós. Og nefndar er ekki þörf til að benda á leiðir til úrbóta. Þær blasa við. I þessu efni skortir pólitískan vilja. Þetta á sérstaklega við um íslenskan landbúnað sem hefur staðið hjá og fylgst með markaðsvæðingu undanliðinna ára úr öruggri fjarlægð. Stjórnmálamenn skortir vilja til að taka á kerfinu. Það er birtingarmynd dapurlegs geðleysis; almennt og yfirleitt er enda best að breyta sem minnstu. Þetta vissu þeir, strákarnir í Sovétríkjunum fyrr á tíð. Og þannig verður þetta þar til nauðsynlegt verður í pólitísku tilliti að rjúfa kyrrstöðuna. Líklega verður sú ákvörðun birtingarmynd pólit- ískrar örvæntingar, trúlega sökum hrakandi stuðnings og vinsælda. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur,com Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaðÍA Vlí^lTiÍNW G/lrÍGfl SaMHfrfrllL TiL rlfiSnJ ffoMf/Gfí Aö flýja sökkvandi skip Mannabreytingar hjá hægri stjórninni, sem nú situr sitt þriðja og vonandi síð- asta kjörtímabil, hafa verið afar tíðar að undanförnu. Má segja að flótti sé brostinn á liðið. Þeir flýja sökkvandi skip eins og rottunar forðum, enda ekki að undra. Fátt annað blasir við fleyinu en botninn. Steininn tók úr þegar formaður Framsóknar elti Árna krónprins. Nú vinna þeir bráðum báðir í banka. Halldór í seðla og Árni í alvöru. Á meðan þessar breytingar allar hafa átt sér stað hefur ríkisstjórnin gerst sek um mikla vanrækslu við stjórn landsins sem birtist nú í hækk- andi verðbólgu og óskýrri framtíð fjölmargra lykilstofnana. Þessi ríkis- stjórn hefur sýnt það aftur og aftur að hún situr ekki til að gera þjóðfélag- inu gagn heldur snýst hún eingöngu í kringum sjálfa sig og völdin. Og við borgum siðan brúsann eftir þetta tilgangslausa brölt. Almannahags- munir eru fyrir borð bornir enda stólar handa fimm prósent Framókn málið. Helmingaskipti um bitlinga og völd. Ot á það gengur hægri stjórnin. Frekari ráðherrabreytingar í ágúst? Á síðustu þremur árum hafa verið hér fjórir utanríkisráðherrar, þrír forsætis- , umhverfis-, og félagsmálaráðherrar, tveir fjármála-, iðnaðar- og viðskipta-, heilbrigðis- og trygginga-, mennta- mála-, og sjávarútvegsráðherrar. I slíkum hringlanda er ekki hægt að gera ráð fyrir því að mikið verk vinn- ist og sjáum við þess nú merki víða í samfélaginu að hér hefur ekki verið stöðug stjórn á mikilvægum málum. Nú hefur Framsóknarflokkurinn ákveðið að kosin verði ný forysta í ág- úst. Valgerður Sverrisdóttir, sem tekur senn við ráðuneyti utanríkismála, hefur líst því yfir að hún sækist ekki eftir formennsku í flokknum. Því má gera ráð fyrir að nýr formaður muni falast eftir utanríkisráðherrasætinu eða trúir einhver að Guðni muni sitja áfram f landbúnaðarráðuneytinu og Katrín Júlíussdóttir láta Valgerði utanríkismálin eftir ef hann verður kjörinn formaður í ágúst? Nei, hver sá sem kjörinn verður mun vilja setjast í stól utanríkisráðherra og því tel ég nokkuð ljóst að enn verði hrókerað í ágúst og að fimmti utanrfk- isráðherrann á kjörtímabilinu taki við. Sem hlýtur að slá allnokkur met! Stórir hópar súpa seyðið afvanrækslunni Á meðan ríkisstjórnin snýst f kringum sjálfa sig þá er verðbólgan hér á bull- andi siglingu uppávið. Stórir hópar súpa nú seyðið af hringlandanum f rík- isstjórninni. Fjölskyldur þessa lands sem eru með miklar skuldir vegna húsnæðislána súpa seyðið af þessari vanrækslu í gegnum verðtrygging- una. Lánin bólgna út og verðbólgan étur upp eignir þessa fólks. Þessi ríkisstjórn hefur ekki sinnt efnahags- málunum og því er nú svona komið. Eldri borgarar súpa seyðið af aðgerða- leysi þessarar ríkistjórnar og er stór hópur þeirra fastur í fátæktargildru tryggingakerfisins. Hækkuð skatt- byrði og frosin skattleysismörk hafa komið harkalega niður á eldri borg- urum. Þessi ríkisstjórn vinnur ekki fyrir fólkið f landinu en hikar ekki við að halda því fram að hér ríki stöðug- leiki og að skattbyrði allra hópa hafi lækkað! Þetta eru hrein og klár ósann- indi sem þessir hópar finna glöggt á eigin skinni. Ærin verkefni jafnaðarmanna Verkefnin sem bíða okkar jafnaðar- manna eftir næstu kosningar eru ærin eins og formaður Samfylkingarinnar fór yfir í ræðu á flokkstjórnarfundi okkar um helgina. Skora ég á alla þá sem finna fyrir þessari vanrækslu rík- isstjórnarinnar á eigin skinni að koma með okkur í það mikilvæga verkefni að byrja að byggja upp raunverulegan stöðugleika og jöfnuð. Það er kominn tfmi til að gefa þessari ríkisstjórn frí því hún er gjörsamlega þrotin af kröftum og hugmyndum. Eini valkost- urinn er öflug Samfylking. Annars situr valdabandalag hægri flokkanna áfram. Og áfram. Klippt & skoríð klipptogskond@vbUs Ohjákvæmilegur fylgifiskur hins annars dásamlega sumars er sum- arafleysingarfólk hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum. Á meðan auðvelt er að koma nýjum starfsmönnum inn í ákveðin störf getur það verið flóknara annarsstaðar. Fréttaskrif á mbl.is eru meðan þeirra starfa þar sem hugsanleg mistök sumarstarfsmanna eru yfirfarin og skoðuð af þúsundum landsmanna á degi hverjum. Hvort sumarstafsmaður skrif- aði eftirfarandi klausu er reyndar ekki vitað, en klippari gerir hinsvegar fastlega ráð fyrir að svo sé.„ Slagsmálbrutust út aðfaranótt laugar- dags á veitingastaðnum Drifanda í Vestmanna- eyjum, en þar höftu dyraverðir staðarins lent í átökum við tvo gesti sem voru með læti þar inni. Var lögreglan kölluð til og þurfti að beita úðavopni og kylfum til að róa mennina niður“. Klippari veit ekki hvaða aöferðir eru notaðar við að róa æsta starfsmenn Morgunblaðsins, en vonar að til þessu séu ekki notaðar kylfur og úðavopn. VAIGERDUR SvERRISDÓITIR mun taka við emb- ætti utanríksiráð- herra á morgun. Það vakt mikla athygli um helgina að frúin tilkynnti að hún hyggð- ist ekki leiða varnarviðræður milli Islands og Bandaríkjanna, heldur mun Geir H. Haarde fá þann „ánægjulega" heiður. Þær skýringar sem gefnar voru þykja ekkert sérlega trúverðuglegar, þ.e. að „með því fái menn samfellu í þessar viðræður" eins og verðandi utanríkisráðherra orðaði það um helgina. Telja menn miklu fremur að ástæðunnar sé að leita í þeirri staðreynd að Valgerður hafi ekki treyst sér til að leiða viðræðurnar, ekki síst í Ijósi þeirrar staðreyndar að hún ku ekkert sérstklega fær í enskunni, sem hlýtur að vera talsverður akkilesarhæll þegar hafa á sam- skipti við ráðamenn í Washington. Klippari veit hinsvegar ekki betur en að Valgerður sé gift Norðmanni og tali það tungumál reiprennandi. Klippari vill því gera það að tillögu sinni að Valgerðurverði eftirallt saman látin stýra varn- arviðræðunum en að rætt verði við aðra aðila en Bandarikjamenn. Norskur her í Keflavik og klippari væri viss um að landinn myndi upplifa sig miklu öruggari en hann gerir í dag.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.