blaðið - 14.06.2006, Síða 21

blaðið - 14.06.2006, Síða 21
blaóið MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 FJÖLSKYLDAM I 29 Erfitt en skemmtilegt verkefni Myndir af fjölskyldumeðlimum eru eitt af því dýrmætasta sem hver fjöl- skylda á í fórum sínum. Hin hefð- bundu myndaalbúm með myndum framkölluðum á pappír eru þó á undanhaldi og heimilistölvan er nú oftar en ekki full af þessum ómetan- legu minningum. Sú var tíðin að öll fjölskyldan hóp- aðist til ljósmy ndara við sérstök tilefni. Pabbinn brá sér í betri fötin, mamman fór í lagningu og börnin í jólafötin. Síðan var öllum stillt upp eftir kúnstarinnar reglum. Þessar stundir reyndu oftar en ekki á þolinmæði þeirra sem yngri voru enda snerist málið oft um það að sitja kyrr í lengri tíma. Brosin áttu það til að vera eilítið frosin og fjöl- skyldan stundum alltof bein í baki. Tími hinna stífu brosa er löngu liðinn undir lok. Ljósmyndatökur hjá fag- manni byggjast á einhverju allt öðru en að sitja kyrr og flestar tjölskyldur hafa yfir að ráða öflugum mynda- vélum og foreldrar mynda afkvæmi sín í tíma og ótíma. Nú um stundir tíðkast að mynda lítil börn með engla- vængi og sápukúlur eru oft hluti af bakgrunninum svo fátt eitt sé nefnt. Líklega kannst flestir við ástralska ljós- myndarann Anne Geddes sem hefur hlotið heimsfrægð fyrir myndir sínar af litlum börnum. Hún á það til að koma ungabörnum íyrir í blómahafi, stilla þeim upp í kálgörðum eða búa þau út sem litlar púpur. Stundum gægj- ast börnin ungu glaðhlakkaleg upp úr leirpottum oglíkjast meira sólblómum en börnum. Aðra stundina hjúfra þau sig upp að eplakörfu uppáklædd sem maríubjöllur. Hin ástralska Anne er einnig iðin við það að mynda ófrískar konur við hinar ýmsu aðstæður. Hún hefur undanfarin ár gefið út fjöldann allan af bókum, dagatölum og all- skyns aukahlutum sem skreyttir eru þessum myndum. Góður rómur hefur verið gerður að verkum hennar víða um lönd. Það er óneitanlega eitthvað ákaflega krúttlegt við þessar litskrúð- ugu myndir af værukærum börnum i gervi blóma og skordýra. Það eru tískusveiflur f myndatökum eins og öðru og forvitnilegt að kanna hvernig fagmenn mynda börn á íslandi í dag. „Afslappað samband skiptir mestu máli" Christopher Lund hefur mikið fengist við það að taka myndir af börnum. Hann er með vinnustofu að Hverfis- götu 71 og heldur úti skemmtilegri heimasíðu á slóðinni www.chris.is þar sem hægt er að skoða fjöldann allan af ljósmyndum eftir hann. „Það er erfitt að sérhæfa sig sem ljós- myndari á íslandi en ég hef gert mikið af því að mynda börn. Það er frekar erf- itt að gera þetta vel og mikil áskorun. Ef maður nær góðum myndum sem endurspegla karakter barnsins þá er mikið fengið. Ljósmyndarinn verður að byrja á því að ná góðu sambandi við barnið, ef sambandið er ekki af- slappað nást ekki góðar myndir. Ég legg miklu meiri áherslu á að þetta samband sé gott þegar myndatökur hefjast frekar en matrósafötin séu klár eða hárið vel greitt. Foreldrar eru oft mjög uppteknir af þvf að ná sem flestum myndum og fylla albúmið. Ég segi þeim oftast að það sé mun dýrmæt- ara að ná þessum 2-3 góðu myndum þar sem barnið er afslappað og eðli- legt.“ Chris segir myndatökurnar hafa tekið miklum breytingum síðustu ár vegna aukinnar tækni. „Áður fyrr voru menn að skjóta á stórt filmu- form og gátu ekki verið að elta börnin mikið til þess að ná góðum myndum. Ég fer mikið heim til fólks og mynda börnin gjarnan úti við aðstæður sem þau þeklcja vel. Það koma oft frábærar myndir út úr því,“ segir Chris. Mynd: Christopher Lund Mynd: Harpa Hrund Njálsdóttir um að fjarlægja bólur úr andlitum fermingarbarna og slit á bumbum ófrískra kvenna. Hún verður glöð við þeirri bón og nýtir nýjustu tækni til þess að fegra fólk innan skynsam- legra marka. „Ég læt læknana nú um lýtaaðgerðirnar en ég fjarlægi oft tíma- bundin lýti eins og marbletti eða slit.“ Harpa segir Anne Geddes enn hafa töluverð áhrif. „Ég er enn oft beðin um það að setja börn í blómapotta og bala og mynda þau þannig. Margir for- eldrar vilja fá vængi á börnin og bleika prinsessuskikkjur. Ég er með heilt stúdíó fullt af ævintýraleikföngum til að nota við þessi tilefni," segir Harpa Hrund. „Það er ansi erfitt verkefni að mynda börn en það er jafnframt eitt það skemmtilegasta sem maður tekur að sér og alveg yndislegt þegar vel tekst til.“ Harpa vill benda foreldrum á að síðari hluti sumars henti sérlega vel til þess að koma með börnin í mynda- töku. „Þá eru börnin brún og sælleg eftir sumarið og það kemur afar vel út á myndum,“ segir Harpa Hrund að lokum. Mynd: Christopher Lund Fötin einföld og börnin frjálsieg Harpa Hrund Njálsdóttir lærði ljós- myndum í Sviþjóð og við Iðnskólann í Reykjavík. Hún opnaði nýlega ljós- myndastofu að Fákafeni 11 og heldur úti heimasíðu á slóðinni www.harpa- hrund.is. „Ég hef tölvuvert fengist við það að mynda börn. Það er liðin tíð að börnin sitji kyrr tímunum saman í myndatökum. Þau fá að vera svolitið frjálsleg og eru heldur ekki eins uppá- klædd eins og tíðkaðist áður. Nú eru fötin frekar einföld og látlaus og oft fá tær og berir handleggir að sjást. Stelp- urnar eru oft i ljósum hlírakjólum og strákarnir i gallabuxum og einföldum bolum. Harpa Hrund segir foreldra koma með börn á öllum aldri í mynda- tökur. „Hvert aldurskeið er í sjálfu sér mjög skemmtilegt viðfangsefni. Nýfædd börn búa yfir óstjórnlegum hreyfingum sem gaman getur verið að ná á mynd. Það er líka mjög gaman að mynda börn sem eru nýfarin að ganga. Svo getur verið ótrúlega spennandi að mynda börn um 6 ára aldurinn þegar þau eru búin að missa nokkrar tennur. Ófrískar konur koma nokkuð rnikið til mín í myndatökur. Þær láta bæði mynda sig naktar og í fötum og það er hægt að taka ótrúlega fallegar myndir án þess að það sjáist of mikið af holdi,“ segir Harpa. Harpa Hrund segist oft vera beðin * KRINGLUNNI • SMÁRALIND

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.