blaðið - 14.06.2006, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaðið
•FRUMSÝM
ÁLFABAKKA
SAMl-úmt 1
SHE'STHEMAN 10.350-5^58.1050
SHE'STHEMANVIP KL3J0-5?«5-8-10-.20
P0SEID0N KL 3.-405508-10:10
X-MEN3 KL 350-5:45-8-10:20
AMERJCAN DREAMS 10.550-10:10
SHAGGYDOG KL 3:40550
Ml:3 KL 8-1050
SCAHY MOVIE 4 KL4-8
KRINGLUNNI-—
SáMLhllÆl
SHE'STHEMAN KL 5:45-8-10:15
POSEIDON KL 6-8-10:10
AMERICAN DREAMZ KL8
Ml:3 KLlEklO
SHAGGYDOG KLi
KEFLAVÍK
POSEIDON KL8
X-MEN3 KL8
THE DA VINCICODE KL 10:10
THEINSIDE MAN KLIO
AKUREYRI
lUKtTKI 'nmb
sáminm
SHE'STHEMAN
POSEIDON
KL8-10
KL 8-10
POSEIDON KL 7-9-11
THE DAVINCI CODE KL 6-8-10
Ml:3 KL 5:30-8-10
THE SHAGGY DOG KLi-8
J
smúRn{
kl. 3.40,5.50,8 og 10.10
THEOMEN B.L16ARA
kl. 5.30,8 og 10.30
X-MEN 3B.L12ÁRA
W. 5.40,8 og 10.20
DAVINCICODE
ld. 5,8og 11 B.L 14ÁRA
DAVINCICODE ÍLÍIXUS
kl. 5, 8 og 11 B.L14ÁRA
RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL
kl.3.40
ÍSÖLD 2 ÍSLENSKT TAL
kl.3.40
kl. 5.50,8 og 10.10
THEOMENB116ÁRA
W. 5.30,8 og 10.30
16-BLOCKS
kl. 8 og 10.10 B.L 14 Ara
DAVINCICODE
W. 6og9 B.L14ÁRA
RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL
W.6
THE 0MENB116ARA
W. 5.45,8 og 10.10
16-BLOCKS
W. 6,8og10.10Bl 14ARA
W. 6,8,10
16-BLOCKS
W.8B.L14ARA
X-MEN3B112ARA
W. 6
THE OMEN B.L16ARA
W.10
'Huri/.irlmA
□3 Dolby /DD/
34 I AFPREYING
Hvað er að gerast?
Blaðið vill endilega fjalla um atburði
líðandi stundar. Sendu okkur línu á
gerast@bladid.net.
09.00 - Fyrirlestur
Orkuseminar: Abundant En-
ergy and Decarbonization:
Visions and Available Options.
Fulltrúar frá orkufyrirtækjum
og stofnunum á íslandi flytja
erindi um sjálfbæra nýtingu
orkuauðlindanna.
Háskóli íslands - Hátíðarsalur
10.00 - Arsfundur og málþing
Ársfundur og málþing Stofnunar
fræðasetra Háskóla Islands í
samstarfi við Þróunarfélag og
Fræðslunet Austurlands : Sjálf-
bærni og þekkingarsamfélög
á íslandi. Daginn áður munu
vinnuhópar ræða markmið, þörf
fyrir og mikilvægi þess að byggja
upp þekkingarstarfsemi utan
höfuðborgarsvæðisins.
Eiðar á Fljótsdalshéraði
13.00 - Opnun
Stofnun Sæmundar Fróða um
sjálfbæra þróun og þverfaglegar
rannsóknir verður opnuð af
menntamálaráðherra, Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur. Megin-
hlutverk stofnunarinnar er að
vera vettvangur fyrir þverfræði-
legar rannsóknir, samstarf og
fræðslu um sjálfbæra þróun, um-
hverfi, samfélag og efnahag.
Háskóli fslands - Askja stofa
132
13.00-Sýning
ASf-FRAKTAL-GRILL Huginn
Þór Arason og Unnar Örn J. Auð-
arson unnu sýninguna í samein-
ingu með safnið í huga. Lista-
mennirnir reyna að fletta ofan
af illsýnilegum, óskráðum en
kannski augljósum hliðum þess
samfélags/umhverfis sem þeir
starfa innan.
Listasafn ASÍ, Freyjugata 41
16.00 - Fyrirlestur
Maria Cauhépé meistarverkefni
sitt Integrated Coastal Manage-
ment in Reykjavík.
Háskóli íslands - Oddi stofa
101
16.00 -Fyrirlestur
Silja Dögg Andradóttir gengst
undir meistarapróf við Lækna-
deild Háskóla Islands og halda
fyrirlestur um verkefni sitt:
Áhrif Sprouty-genafjölskyld-
unnar á virkni PDGFþR-tengdra
æxlisgena.
Háskóli íslands
- Læknagarður
17.30-Jóga
Hláturkætiklúbburinn verður
með opinn hláturjógatíma. Um-
sjón hefur Ásta Valdimarsdóttir
hláturjógaleiðbeinandi. Allir vel-
komnir. Aðgangseyrir 1000 kr.
Borgartúni 24,105 Reykjavík
20.00 -Tónlist
Píanótónleikar Pianistic Portaits
Salurinn
Miðasala á midi.is
20.00 -Tónlist
Steini (úr Hjálmum) og Sig-
ríður Eyþórsdóttir spila á kaffi
Hljómalind í kvöld. Ekkert
aldurstakmark.
Kaffi Hljómalind, lífrænt
kaffihús
20.30 -Tónlist
Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík halda tónleika í kvöld.
Hljómsveitir undir stjórn Guð-
mundar Samúelssonar og Reynis
Jónassonar, ásamt einleikurum
leika fjölbreytta harmonikutón-
list við allra hæfi. Miðasala við
innganginn.
Tónlistarskóli Garðabæjar
Ham spilar á Nasa
Ham kemur núfram íþriðja skiptið síðan 1994 og verða stórtónleikar
þann 29. júní. Þetta er ein afmerkilegri hljómsveitum íslenskrar tón-
listarsögu og ásamt Ham munu drengirnir í 9/11’s troða upp.
Ham þarf vart að kynna fyrir
landsmönnum en sveitin hóf feril
sinn árið 1988. Sveitin málaði bæ-
inn rauðan með tónleikahaldi og
krafti næstu ár. Það eru ugglaust
margir sem ósjálfrátt fara að
hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu
þegar þeir rifja um tónleika í
Norðurkjallara MH eða á Duus
húsi.
Nasa er svipað Tunglinu
Ham heldur tónleika á Nasa í lok
mánaðarins, þann 29. júní.
„Þetta eru ekkilokatónleikar eða eitt-
hvað svoleiðis, ég held að þeim hafi
einfaldlega fundist svona skemmti-
legt að spila saman í Höllinni í janúar
og séu þess vegna að koma saman
núna. Þeir hafa verið að æfa eitthvað
nýtt efni en vilja lítið gefa út um hvað
það sé,“ segir Grímur Atlason tón-
leikahaldari. „Nasa er einmitt rétti
staðurinn fyrir hljómsveit eins og
Ham, honum svipar til Tunglsins þar
sem þeir spiluðu mest hér áður fyrr,“
segir Grímur ennfremur.
Langur ferill en lítið
spilað undanfarið
Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og
er hún fyrir margar sakir merkileg.
Þar má finna lög eins og: Hold, Svín,
Auður Sif, Transylvanía og Trúboðss-
leikjari. Buffalo Virgin kom út ári
síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt
fyrir hæfileika, frábært efni og síðast
en ekki síst frábæra sviðsframkomu
varð ekkert úr heimsfrægð Ham.
Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins
1988 til 1993, Dauður Hestur og fleiri
tónleikaplötur.
Ný lög í bland við gömul
Ham lagðist í dvala eftir magnaða
tónleika í Tunglinu þann 4. júní 1994.
Hún hefur komið fram í kringum
tvo viðburði síðan. Fyrst þegar
Rammstein komu til landsins árið
2001 og síðan á Hætta tónleikum í
Laugardalshöllinni þann 7. janúar sl.
En í þetta sinn leikur sveitin ný lög
í bland við gömul og má búast við
sveittu stuði á Nasa. Húsið opnar kl.
21 og stíga 9/11’s á svið kl. 22. Miða-
verð er aðeins 2.000 kr. og mjög tak-
markaður fjöldi miða er i boði. Miða-
sala hefst á morgun 15. júní kl. 10 á
midi.is og í verslunum Skífunnar
auk valdra BT verslana.
kristin@bladid.net
Footloose á Stóra sviði
Borgarleikhússins
Þann 29. júlí verður söngleikurinn Footloose sýndur ífyrsta skipti á
Norðurlöndum.
Footloose er mjög þekkt verk og þó að
það hafi ekki verið sett upp á fjölum
leikhúsannahérálandihefurþaðnotið
vinsælda í Bretlandi, Bandaríkjunum
og víðar. Æfingar eru nú hafnar á
verkinu sem frumsýnt verður á Stóra
sviðinu í Borgarleikhúsinu 29. næsta
mánaðar.
Verkið fjallar um íbúa lítils bæjar
úti á landi þar sem dans hefur verið
bannaður með lögum um ára bil.
Unga fólkið í bænum þarf því að leita
út fyrir bæjarmörkin til að fá útrás
fyrir dansþörfina.
„Þetta breytist þó allt þegar ungur
maðuraðnafniAronflyturtilbæjarins
frá stórborginni þar sem dansæðið er
allsráðandi. Uppreisnarseggurinn
Aron er auk þess ástfanginn af Evu
en hún er dóttir prestsins sem var í
fararbroddi þeirra er vildu banna
dansinn í upphafi. Fjölmargar aðrar
skemmtilegar persónur koma einnig
við sögu og ber þá helst að nefna þau
Mikka og Söru, en samband þeirra
og hnyttin tilsvör vekja oftar en ekki
hlátur vinanna. Áður en langt um
líður er allur bærinn farinn að dansa,
meira að segja presturinn sjálfur,“
segir Rut Reykjalín upplýsingafulltrúi
um söguþráðinn. „Æfingarnar ganga
vel og krakkarnir koma fram á
Grímunni og verða víða með atriði úr
söngleiknum á þjóðhátíðardaginn,“
segir Rut.
Grifflur, ennisband og túberað hár
Flestir sem hafa nokkurn tímann sett
upp grifflur, ennisband eða túberað
á sér hárið muna eftir dansmyndinni
Footloose eftir Dean Pithcford sem
kom út árið 1984. Einum 10 árum
síðar var söngleikurinn síðan settur á
svið á Broadway og hefur hann verið
sýndur víða um heim. Söngleikurinn
er nú í fyrsta sinn settur upp hér
á landi en einnig er um að ræða
fyrstu uppsetningu á Footloose á
Norðurlöndum.
Þorvaldur Davíð og Halla
Sýningin státar af ungum og
upprennandi leikurum, ásamt þeim
eldri og reyndari, en þessi magnaða
sýning er ekki aðeins stútfull
af frábærum dansatriðum, en
danshöfundur er Roine Soderlundh
frá Svíþjóð, heldur innheldur
sýningin fjölmörg lög sem slógu í
gegn á níunda áratugnum. Ber þá
helst að nefna titillagið Footloose,
Holding out for a Hero, Almost
Paradise og Let’s hear it for the Boy.
Tónlistina þekkja flestir enda komust
Halla Vilhjálmsdóttir Mynd/Björg Vigfúsdittlr
leikur eitt aðalhlutverkanna í Footloose
mörg laganna á topp 40 listann í
Bandaríkjunum á sínum tíma og
því er upplagt, nú tuttugu árum
síðar, að dusta rykið af dansskónum,
setja Footloose á fóninn og kveikja í
gömlum dansglæðum.
Leikstjórn er í höndum Unnar
Aspar Stefánsdóttur en með hlutverk
fara meðal annars Þorvaldur Davíð
KristjánssonogHallaVilhjálmsdóttir,
Jóhann Sigurðsson, Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir, Jörundur Ragnarsson og
Aðalbjörg Árnadóttir.