blaðið - 14.06.2006, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöið
38 I fói
AF HERNAÐAR-
AÐGERÐUM
Smáborgarinn er ekkert sérlega vel að
sér í hernaðaraðgerðum. Smáborgarinn
er yfirlýstur friðarsinni og telur að leysa
megi úr málum án þess að til handalög-
mála komi. Vissulega geta menn æst sig
eins og gerist og gengur þegar öndverðir
pólar mætast en siðaðir menn leysa sinn
ágreining með siðvöndum hætti.
Smáborgarinn hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að stríð snúist um græðgi.
Burt séð frá því hvernig menn kjósa að
skilgreina styrjaldirþærsem þeirreka.Stríð-
ið sem fslendingar studdu svo dyggilega, á
lista hinna staðföstu þjóða, hefur verið skil-
greint af Bandaríkjamönnum með margvís-
legum hætti.
Ein er sú, og margfræg orðin, að stund-
um verði menn að fara í stríð til að varð-
veita friðinn. Stríð og friður hafa enda alltaf
verið andstæður í huga Smáborgarans en
það er liklega hægt að fá sprenglærða hern-
aðarsérfræðinga, já eða áróðursmeistara
til að útskýra lögmálið að baki henni með
óútskýranlegum en næstum sennilegum
hætti.
Önnur skýring á innrás Bandaríkja-
mann í Irak er sú að nauðsynlegt hafi verið
að breiða út lýðræðishugsjónina í þessum
heimshluta. Hann hefur í gegnum árin hall-
ast á þá skýringu að lýðræði sé bara ein leið
til að skipta um valdhafa án þess að þurfa
að drepa þá. Stríðið í Irak gæti reyndar enn
fallið undir þá skýringu.
Það sem Smáborgarinn á þó óskaplega
erfitt með að kokgleypa er að þrjú sjálfsvíg,
sjálfsvíg fanga (hámarks öryggisfanglesi,
sem setið hafa á bakvið lás og slá án nokk-
urra ákæra í fjögur ár, geti talist hernaðar-
aðgerð.
Þegar Smáborgarinn heyrði þá skýringu
á sjálfsvígunum fór um hann ógeðshrollur.
Vissulega er ekki hjá því litið að menn sem
lýsa yfir stríði gagnvart öðrum þjóðum
hljóta, eðli málsins samkvæmt, að bera tak-
markaða virðingu fyrir mannslífum. Smá-
borgarinn getur jafnvel gengið svo langt að
segja að þjóðarleiðtogi sem lýsir yfir stríði
hefur algerlega brugðist hlutverki sínu,
enda er stríð óregla og meginhlutverk þjóð-
arleiðtoga erað halda uppi reglu.
Smáborgarinn er töluvert meira en
hugsi yfir útskýringum ráðamanna á sjálfs-
vígunum í Guantanamo-búðunum. Hann
er orðinn verulega reiður og fullur fyrirlitn-
ingar á skeytingaleysinu sem heimurinn
hefur sýnt gagnvart þeirri gagnrýni sem
Bandaríkjamenn hafa sætt vegna þessara
ógeðfelldu búða þarsem mannréttindi eru
ár eftir ár virt að vettugi. En kannski veit
Smáborgarinn bara ekki neitt. Sjálfsvíg
hafa jú verið hluti af hernaðaraðgerðum
um árabil. Það bara rímar ekki þegar þeir
semfalla erufangar.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Er lítið að gera á skrifstofunni?
„Það hagar þannig til að við erum þessa stundina að innleiða breytt
lög um atvinnuleysistryggingar sem taka gildi í. júlí nk. en frá
þeim tíma munu atvinnulausir fá tekjutengdar bætur. Það má segja
að við séum á haus við að gera þær breytingar sem gera þarf. Það er
auðvitað gott að atvinnuleysi er lítið, og í ofanálag vinnur það með
okkur í þessum breytingum.”
Atvinnuleysi mældist aðeins 1,3% hér á landi annan mánuðinn í röð, og hefur ekki verið jafn lítið árum saman.
Zappa allra kynslóða
Um síðustu helgifórufram tónleikar hljómsveitarinnar Zappa plays Zappa. Það eru synir
Frank Zappa, þeir Dweezil ogAhmet, sem standa aðframtakinu en Dweezil erjafnframt
gítarleikari sveitarinnar. Þeir hafafengið til liðs við sig öfluga tónlistarmenn á horð við
trommuleikarann Terry Bozzio, gítarleikarann Steve Vai og saxófónleikarann ogsöngvar-
ann Napoleon Murphy Brock. Það var þéttsetið í Hafnarhúsinu og virtust tónleikagestir
aföllum aldri skemmta sér vel. Það kom reyndar á óvart hversu margir á staðnum voru
augljóslega ekkifœddir þegar Frank Zappa var upp á sitt besta.
Eyðslusöm
konungsfjölskylda
Sœnska konungsfjölskyldan eyddi meira en hundr
að milljónum islenskra
ferðalög á síðasta ári.
Gustaf Adolf Svíakonungur og
drottning hans, Silvia, lögðu á
mánudag fram ársskýrslu sænsku
konungsfjölskyldunnar. Þar kemur
fram að konungsfjölskyldan eyddi
litlum 1,2 miljónum evra sem eru
meira en 113.000.000 íslenskra
króna í skemmtanir og ferðalög á
árinu 2005.
Meirihluti þess kostnaðar sem
sænskir skattgreiðendur bera vegna
konungsfjölskyldunnar fer í viðhald
á sænsku konungshöllinni og hús-
eignum tengdum fjölskyldunni. Sá
kostnaður er alls 10.3 miljónir evra.
Þessi gríðarlegu útgjöld hinna
konungbornu Svía fara fyrir brjóst-
ið mörgum. Margir benda á að fjöl-
margir viðburðir, svo sem skemmt-
anir á vegum banka og annarra
fyrirtækja, séu haldnir í konungs-
höllinni og kostaðir af konungsfjöl-
skyldunni og þar með skattgreiðend-
króna í skemmtanir og
um. Þetta þykir mörgum Svíum afar
óviðeigandi og vilja þeir að bankarn-
ir haldi sínar skemmtanir sjálfir eða
að minsta kost greiði fyrir þær.
© Jlm Ungar/dlsl. by United Media, 2001
eftir Jim Unger
Geturðu skipt 50-kalli? Ég þarf að
skilja eftir eitthvert þjórfé.
8-21
HEYRST HEFUR...
Tónleikar Roger Waters í Eg-
ilshöll á mánudagskvöldið
voru vel
sóttir, og
slá talsvert
á þær sögu-
sagnir sem
g e n g i ð
hafa, að
tónleika-
framboð
hér á landi
sé of mikið
og almenn-
ingur því hættur að mæta á
þessar uppákomur. Augljós-
lega mættu fjölmargir af þekkt-
ari íslendingum á tónleikana,
þar á meðal var Skúli Helgason
framkvæmda-
stjóri Samfylk-
ingarinnar, en
í fylgd með
honum var
Snorri Már
Skúlason, fót-
boltaáhuga- og
sjónvarpsmaður. Aðrir sem
létu sjá sig voru til að mynda
Hannes Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka
Atvinnulífsins, en þeir sem til
þekkja segja að hann láti fáa
tónleika hér á landi framhjá
sér fara. Ennfremur sást til
Jóhannsar Sigurðssonar, leik-
ara í áhorfendaþvögunni, sem
og Begga úr Söldögg. Eins og
listinn hér að
ofan ber með
sér voru karl-
menn á besta
aldri fjölmenn-
ir á tónleikum
meistara Wat-
ers, en það
þýddi ekki að
kvenþjóðin léti sig algerlega
vanta. Meðal þeirra kvenna
sem mættu til að hlýða á kapp-
ann var borgarfulltrúinn Björk
Vilhelmsdóttir.
Waters var ákaflega pólit-
ískur í flutningi sínum
og flutti meðal annars nýtt lag
þar sem stríðið í Irak er gagn-
rýnt harðléga. Virtust tónleika-
gestir taka boðskap lagsins vel
og mikil fagnaðarlæti brutust
út á nokkrum stöðum í laginu,
sér í lagi þegar Bush Banda-
ríkjaforseti og hlutdeild hans í
stríðinu var sérstaklega nefnd
þar á nafn. Gera má ráð fyrir
að Davíð Oddsyni og Halldóri
Ásgrímssyni
hefði ekki
liðið neitt
sérlega vel á
þeim hluta
tónleikanna,
hefðu þeir
kosið að láta
sjá sig í Egils-
höllinni í fyrradag.
Og áfram um tónlist. Þegar
tilkynnt var hverjir skipa
munu nýja ríkisstjórn kom
í Ijós að hinn geðþekki fram-
sóknarmaður, Magnús Stefáns-
son, mun taka
við embætti
félagsmála-
ráðherra. Það
vita kannski
ekki allir en
sá kappi barði
húðir og söng
í þeirri marg-
frægu sveit
Uppliftingu, við góðan orðstír.
Þeirra stærsti smellur í gegn-
um árin hlýtur að teljast lag-
ið „Traustur vinur“. Nú velta
menn því fyrir sér hvort Magn-
ús hafi lært eitthvað af flutn-
ingi þessa frábæra dægurlags
og muni reynast hópum á borð
við öryrkja og aldraða traustur
vinur.