blaðið


blaðið - 26.06.2006, Qupperneq 1

blaðið - 26.06.2006, Qupperneq 1
b ■ TÓNLIST: The Guardian boðar Jakobínu rínu í viðtal Ný plata og tónleikaferð til London fram- undan | SlÐA 28 Frjálst, óháð & ókeypis! Hraðahemlar til skoðunar? Um helgina kastaði samgöngu- ráðherra fram hugmynd um að setja hraðahemla í alla bíla, til að tryggja að ökumenn keyrðu ekki of hratt. Upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu seg- ir slíkt vel koma til greina og vill kanna hvaða útfærslur eru mögulegar. Ritstjóri FÍB-blaðs- ins er hinsvegar iangt í frá ánægður með hugmyndina. Hann segir að hver ökumaður eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér. „Það þarf enga hraðahemla ef allt helst í hendur; góðir bílar, góðir vegir, góð ökukennsla, gott uppeldi og ábyrgir og góðirökumenn." | SÍÐA4 Fullur pelíkani í umferðaróhappi Pelíkanar hafa valdið töluverðum usla á Laguna-strönd í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu. Á dögunum flaug fullur pelíkani á framrúðu bíls. Slíkt er afar fátítt enda eru pelíkanar með ákaflega góða sjón. Pelíkaninn er nú í haldi yfirvalda sem láta gera að sárum hans. Hann er grunaður um ölvun. Dýraverndunaryfirvöldum á svæðinu hefur borist fjöldi tilkynn- inga um pelíkana sem hegða sér einkennilega og ráfa um ofurölvi. Ástæðan fyrir ástandi fuglanna er talin sú að þeir hafi komist í eitraða þörunga í fjörunni sem hafa ölvun- aráhrif séu þeir étnir. Óttast er að eitruðu þörungarnir geti leitt til fjöldaárása sjófugla á menn og fer- fætlinga. Slíkt gerðist árið 1961 þegar þúsundir ölvaðra fugla réðust á bæ- inn Capitola. Sú árás varð leikstjór- anum Alfred Hitchcock innblástur fyrir kvikmyndina The Birds sem byggir lauslega á atburðunum. Fullir pelíkanar geta verið hættulegir í umferðinni. Sérblað um bíla fylgir Blaðinu í dag | SlÐUR 13TIL20 Blaöiö/Frikki Sniglarnir voru með bifhjól sín til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum I gær. Fjöldi barna á öllum aldri fékk þar tækifæri til að fara á bak fákunum og sniglast um stiga garðsins. Sjúkraflutningamenn verða fyrir alvarlegu ónæði við störf sín Sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn verða fyrir síauknu ónæði þegar þeir sinna störfum sínum í mið- borg Reykjavíkur. Dæmi er um handalögmál milli ölvaðra einstaklinga og sjúkraflutningamanna. EftirVal Grettisson Sjúkraflutningamenn hafa orðið fyrir alvarlegu ónæði og jafnvel lent í ryskingum þegar þeir hafa hugað að sjúklingum i miðbæ Reykjavíkur um helgar að sögn Árna Oddssonar varðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur. Einnig ber á meira ónæði þegar slökkviliðið athafnar sig í miðborg- inni. Slíkt gerðist einmitt aðfara- nótt sunnudags þegar kviknaði í matsölustaðnum Purple Onion. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem virtu ekki afmarkað svæði slökkvi- liðsmanna. Árni telur vandamálið ekki alvarlegt en segir að tilfinning slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna sé sú að næði þeirra hafi minnkað undanfarin ár. Sjúkraflutningamenn truflaðir ,Það hefur komið fyrir að sjúkra- flutningamenn hafa verið truflaðir alvarlega og jafnvel lent í handalög- málumsegir Árni. Hann bendir á að minni viðbúnaður sé hjá lög- reglu þegar slökkviðilið athafni sig í miðborginni um kvöld og nætur, en þegar sjúkraflutningamenn séu þar að störfum. Árni tekur þó sérstak- lega fram að verulega gott samstarf sé milli allra þessara aðila. Hann segir ennfremur að ennþá hafi ekki komið upp tilfelli þar sem heilsu manna hafi verið stofnað í hættu. „Við erum ekki að skoða þetta til- tekna vandamál sérstaklega en við erum meðvitaðir um það,“ segir Árni, enda komi slík tilfelli blessun- arlega ekki oft upp. Hann telur ekki að fólk sé orðið fjandsamlegra gagn vart sjúkraflutninga- og slökkviliðs- mönnumenbendiráað hugsanlega megi rekja þessa þróun til þess að skemmtistaðir séu opnir lengur og að kannski sé virðingaleysi orðið al- mennara en áður var í samfélaginu. Ekki þörf á breyttu verklagi Árni tekur fram að slökkviliðið og lögreglan séu sífellt með það til end- urskoðunar hvernig þessir aðilar vinni saman sem og hvernig best sé að haga málum á vettvangi. Þó sé ekki á döfinni að breyta núverandi verklagi enn sem komið er. Hann biður fólk hinsvegar um að virða vinnuaðstæður þessara hópa hvar og hvenær sem er. Samkvæmt upplýsingum frá Lög- reglunni í Reykjavík verða lögreglu- þjónar reglulega fyrir áreiti þegar þeir koma a vettvang og reyna að tryggja svæði fyrir sjúkraflutninga- menn og slökkviliðið. Á síðasta ári gerðist það meðal annars að rænt var úr sjúkrabíl í Breiðholt- inu meðan sjúkraflutningamenn sinntu skyldustörfum. Var þá úlpa sjúkraflutningamanns tekin ásamt sjúkratösku. Segir lögreglan að það sé sorgleg staða þegar sjúkraflutningamenn og lögregla þurfi að hafa sérstakt eft- irlit með bílnum á meðan þeir sinni útkalli. valur@bladid.net UTI LÆGRI VEXTIR BILALAN Finndu bara bílinn sem þig dreymir um og við sjáum um fjármögnunina. Reiknaðu lániö þitt á www.frjalsi.is. hringdu í síma 540 5000 eða sendu okkur línu á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að þú komist sem lengst! FRJÁLSI r|ÁRFESTINGARBA\KINN

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.