blaðið - 26.06.2006, Page 2

blaðið - 26.06.2006, Page 2
2IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaöiö . Heiðskirt'i Léttskýjað «Skýjað Alskýjað^f^4 Rigning JíUlsháttai^Í^ Rigning--^ Súld -■ Snjókoma-^^1* Slydda-^^ SnjóélÉíj-^Skúr I" neilsu- Hei nor ornið Glerártorg Akureyri ‘Fyrir kpnur á breytingaskeiði S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn.is Útsölustaðir m.a: Yggdrasil, Fjarðarkaup, Maður lifandi, Ufsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Árnes apotek Selfossi. Póstsendum um tand allt liiLKjjlj' Algarve 24 Amsterdam 22 Barcelona 27 Berlín 27 Chicago 17 Dublin 13 Frankfurt 23 Glasgow 16 Hamborg 24 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 23 London 15 Madrid 31 Mallorka 30 Montreal 18 NewYork 24 Orlando 23 Osló 19 Paris 21 Stokkhólmur 22 Vín 31 Þórshöfn 10 blaði&= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Hafði aldrei fengið ökuréttindi Mikið bar á hávaða- og ölvunarút- köllum hjá lögreglunni í Keflavík um helgina. Einnig var einn öku- maður gómaður þar sem hann ók bifreið þrátt fyrir að hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Hinsvegar var rólegt hjá lögregl- unni í Hafnarfirði um helgina. Á sunnudagsmorgni var maður tek- inn grunaður um ölvunarakstur en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Einnig bar nokkuð á útköllum vegna há- vaða í samkvæmum. Samkvæmt lögreglunni mun helgin hafa verið nokkuð góð en mikið er af fólki í bænum vegna víkingahá- tíðar sem fram fer á Fjörukránni. Fór allt skemmtanahald slysa- laust fram. Ölvunarakstur í Reykjavík Nokkuð bar á ölvunarakstri í Reykjavík um helgina en tíu manns voru grunaðir um slíkt athæfi. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra á vakt er það nokkuð meira en gengur og ger- ist. Einnig kviknaði í veitinga- staðnum Purple Onion í Hafnar- stræti. Nokkur reykur myndaðist en tjón var óverulegt. Talið er að kviknað hafi í út frá eldofni sem staðurinn notast við. A166 km hraða á Hellisheiði Lögreglan á Selfossi segir að skemmtanahald hafi verið með ró- legasta móti um helgina. Lítið sem ekkert var tilkynnt umpústraeða ryskingar. Ungur maður var þó sviptur ökuréttindum á staðnum þegar lögreglan stöðvaði hann á Hellisheiðinni en hann ók á 166 kílómetra hraða. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu ók maður- inn á Skoda og gera má ráð fyrir að hann hafi svo sannarlega spýtt grjóti í þetta sinn. &KEYPIS TIL 80000 heimila og fyirtækja alla virka daga blaöió Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Reiöi starfsmanna langvinn og frek- ari aögeröir gætu fylgt í kjölfarið Starfsmenn IGS á Keflavíkurflugvelli lögðu niður störf í gærmorgun til að mótmæla lágum launum og lélegri vinnuaðstöðu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir brýnt að ná lausn í málinu. Eftir Aðalbjörn Sigurðsson InnanEússvandamál innan fýrirtæk- isins IGS, sem leiddu til setuverkfalls starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í gær eiga sér langa sögu og því komu aðgerðir starfsmanna Kristjáni Gunnarssyni, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur ekki á óvart. Eins og kunnugt er lögðu starfsmenn fyrirtækisins niður störf í gærmorgun til að leggja áherslur á kröfur sínar um bætt kjör sem og til að krefjast þess að vinnuaðstaða þeirra verði bætt. Tala starfsmenn um mikið vinnuálag sem og ófull- nægjandi aðstöðu hjá fyrirtækinu. „Þarna eru mikil og langvarandi innanhússvandamál sem eru alger- lega heimatilbúin af stjórnendum fyr- irtækisins. Við vorum búnir að vara þá lengi við, enda er mikil ólga og leið- indi í öllum deildum þess. Þessi uppá- koma í gær og þetta ástand sem hefur myndast kemur því ekki á óvart," segir Kristján. Komu ekki nálægt aðgerðunum Hann fullyrðir að verkalýðsfélagið hafi á engan hátt komið nálægt að- gerðum starfsmanna um helgina, en segist þó ekki hafa komist hjá því að vita hvað stæði til. „Við fengum hinsvegar huggulegar kveðjur frá fyrirtækinu á dögunum í formi hótana um málaferli og skaða- bótaskyldu. Það hleypti í okkur illu blóði. Trúnaðarmönnum okkar var einnig hótað og þeir telja sig eiga inni afsökunarbeiðni frá forráða- mönnum fyrirtækisins. Starfsmenn tóku þessum hótunum mjög illa og hafa hótað að leggja niður vinnu fyr- irvaralaust ef ekkert verður að gert," segir Kristján ennfremur. Um sex hundruð hundar tóku þátt í sumarsýningu Hundaræktarfélags (slands sem fram fór í Relðhöllinni Víðidal um helgina. Meðal þátttakenda var hundurinn Rambó sem sat stilltur og prúður eins og alvöru góðhundi sæmir meðan Svava, eigandi hans, gerði hann sýningarhæfan. Starfsmenn fá launahækkun Nú liggur fyrir að starfsmenn IGS munu fá allt að 21 þúsund króna launahækkun á mánuði í tengslum við nýgert samkomulag aðila vinnu- markaðarins frá síðustu viku. „Fólki finnst það hinsvegar alls ekki nóg enda eru starfsmenn að kvarta yfir mun fleiri atriðum en bara laun- unum. Á þessum vinnustað er mikið vinnuálag sem og aðstöðuleysi fyrir starfsmenn. Þetta hefur verið svona í langan tíma, þannig að reiðin sem fékk útrás núna um helgina er bæði djúpstæð og langvinn. Ég held að þetta sé bara byrjunin, og við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum," segir Kristján. Ekki miklartafir Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS segir að aðgerðir helgarinnar hafi ekki kostað miklar tafir í Leifsstöð. „Þetta var í raun nokkuð lítilfjör- legt og slapp vel. Hvað niðurstöðu að- gerðanna varðar þá kom í sjálfu sér ekki annað út úr þeim en að menn ætla að tala saman á næstu dögum. Það þarf augljóslega að höggva á Aðgerðir starfsmanna IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ollu ekki miklum seinkunum á flugi, eins og óttast hafði verið. þann hnút sem upp er kominn. Það þarf að finna einhvern flöt á mál- inu svo sátt náist á vinnustaðnum," segir Gunnar. Hann segir hinsvegar fráleitt að trúnaðarmönnum á vinnustaðnum hafi verið hótað. „Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að menn segi að trúnaðar- mönnum hafi verið hótað. Það er verið að leita að sátt en ekki að hóta mönnum. Við munum ræða við starfsmenn næstu daga og fara betur yfir málið og í framhaldi af því sjá hvort ekki sé hægt að koma málinu í þann farveg að allir geti unað sáttir við sitt," segir Gunnar. adalbjorn@bladid.net Snyrtur fyrir sýningu Saddam Hussein er ekki lengur í hungurverkfalli. Stutt hungur- verkfall Meint hungurverkfall Saddams Husseins, fyrrum forseta Iraks, stóð stutt yfir í síðustu viku. Hussein neitaði að þiggja hádeg- isverð á fimmtudag í fangelsinu sem hann situr í til að mótmæla því að einn af lögfræðingum hans hafi verið skotinn til bana en var orðinn svangur um kvöldið og borðaði kvöldmat. Réttað er yfir Saddam Hus- sein vegna ásakana um glæpi gegn mannkyni. Ennfremur er réttað yfir nokkrum samstarfs- mönnum Saddams, og fóru þeir einnig í hungurverkfall í síðustu viku. Þeir héldu það heldur lengur út, slepptu þremur máltíðum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.