blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 16
24 I MENNING MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaöi6 Sýning á verkum Kandin- skys opnuð í Tate Modern Fátt er ljúfara en að gera sér ferð til Lundúna og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Að venju ættu listunnendur að geta fundið margt við sitt hæfi þessa dagana. Um helgina var opnuð ný sýning á Tate Modern á verkum rússneska málarans Wassily Kandinskys sem enginn áhugamaður um abstraktlist ætti að láta framhjá sér fara Wassily Kandinsky fæddist í Moskvu árið 1866. Hugur hans hneigðist snemma til tónlistar og hann náði fljótt mikilli leikni á hin ýmsu hljóðfæri. Hann gekk mennta- veginn og las lög og hagfræði við Há- skólann í Moskvu. Að námi loknu hóf hann að kenna við lagadeild Háskólans. Hann hafði einnig mik- inn áhuga á andlegum málefnum og skrifaði margar greinar um þau mál. Kandinsky byrjaði seint að mála. Árið 1895 sá hann sýningu á verkum frönsku impressjónistana og urðu verkin honum mjög hugleikin. í kjöl- farið ákvað hann að nema myndlist, þá þrítugur að aldri. Hann hélt til Múnchen til þess að læra grunnat- riðin í teikningu. Fljótlega fór hann að mála myndir sem voru ansi rót- tækar og voru að mörgu leyti miklu nýstárlegri en það sem impressjón- istarnir höfu verið að gera. Umdeildur listamaður Verk Kandinskys voru til sýnis um alla Evrópu frá 1903 og ollu oft miklum deilum, bæði meðal almenn- ings og listgagnrýnenda. Árið 1901 gekk Kandinsky í félag ungra mynd- listamanna sem var kallað Phalanx. Félagið rak listaskóla og skipulagði sýningar sem gáfu ungum lista- mönnum tækifæri til að koma sér á framfæri. Kandinsky sýndi á vegum hópsins, kenndi í skólanum og var forseti félagsskaparins á árunum 1901 - 1903. Á árunum 1903-1908 ferðaðist Kandinsky víða til þess að kynna sér listalíf Vesturlanda. Á ferðalögum sínum vann Kandinsky að hugmyndafræði listar sinnar og gerði ýmsar áhugaverðar tilraunir þar að lútandi. Der Blaue Reiter Kandinsky var einn stofnanda lista- mannasamtakanna Der Blaue Reiter í Munchen sem starfrækt voru á árunum 1911-1914. Auk Kandinskys voru þar ýmsir frægir listamenn inn- anborðs, m.a. Klee, Marc, Macke og Alexei von Jewskei. List þeirra gekk mikið út á samþættingu allra þátta í myndverki uns úr yrði heilstætt og kröftugt myndsvið. Félagið leit ekki bara til málverksins sem slíks heldur tók það heilsteypta afstöðu til allra listgreina og samfélagsins alls. For- svarsmenn Der Blaue Reiter vildu að listirnar kæmu fram sem ein heild og töldu þeir að þannig væri hægt að betrumbæta heiminn. Lögð var áhersla á að miðla hinu innra sjálfi í stað þess að móta verkin eftir ein- hverjum ákveðnum stefnum og stílum. Árið 1914 hraktist Kandin- sky til Rússlands vegna heimsstyrj- aldarinnar fyrri og 1917 réð hin nýja ríkistjórn landsins hann til að taka þátt í uppbyggingu lista í landinu. Það starf náði hápunkti þegar Kand- insky var ráðinn sem prófessor við Háskólann í Moskvu og 1921 vann hann einnig að uppbyggingu Lista- háskólans í Moskvu. Einn mesti áhrifamaður sinnar kynslóðar Árið 1922 hélt hann aftur til Þýska- lands þar sem hann fór að kenna við Bauhausskólann. Hann var einn helsti áhrifamaðurinn þar á árunum 1923-1928 og kenndi hann við skólann uns honum var lokað af nasistum árið 1933. Árið 1933 flutti Kandinsky til Frakklands og settist að í nágrenni Parísar. Þar bjó hann allt til æviloka og sinnti list sinni af miklum móð. Harmsaga móður „Tvö líf tóku enda eina kalda nótt í apríl fyrir þrettán árum. Annað var líf elsta sonar míns. Þú þarft ekki að vera móðir til þess að skilja hvað það þýðir, en kannski geta aðeins foreldrar ímyndað sér þann missi. Sonur minn lét ekki lífið í árekstri eða flugslysi. Hann var myrtur af glæpamönnum, kynþáttahöturum, og þeir kom- ust upp með glæp sinn. Þeir hafa enn í dag ekki hlotið refsingu. Hitt lífið sem rann sitt skeið þennan dag taldi ég vera mitt eigið. Síðan Stephen sonur minn var myrtur af slíkum hroka og fyrirlitningu hef ég lifað allt öðru lífi, lífi sem ég ber varla kennsl á sem mitt eigið.“ Á þessum orðum hefst bókin And Still I Rise eftir Doreen Lawrence sem nýlega kom út hjá Faber and Er þór heitt? Skrifstofu- og tölvukœlar líshúsió ehf Si 566 60001 Faber í Bretlandi. 1 apríl árið 1993 var hinn 18 ára Stephen Lawrence myrtur á götu í Lundúnum. Eng- inn var ákærður fyrir morðið. í bókinni And I still Rise segir móðir drengsins, Doreen Lawrence, sögu sína. Hún rekur sögu fjölskyld- unnar, segir frá erfiðri æsku sinni á Jamaíka, lýsir deginum örlagaríka þegar sonur hennar var myrtur og þeirri miklu baráttu sem fylgdi í kjölfarið. Doreen Lawrence lýsir af næmni sársaukanum og reiðinni sem heltók hana þegar ljóst varð að ekkert yrði gert og enginn fengi að gjalda fyrir glæpinn. Doreen Lawrence og eiginmaður hennar Neville hófu mikla baráttu og urðu eins konar holdgervingar mannréttindabaráttublökkumanna á Bretlandi þó það hafi aldrei verið ætlun þeirra í upphafi. Hjónin voru ekki í vafa um það að eina ástæðan fyrir því að lögreglan rannsakaði ekki málið til hlítar var sú að sonur þeirra var blökkumaður. Barátta þeirra fyrir réttlæti varð til þess að breyta ásýnd bresks réttarkerfis til langframa en í kjölfarið lagði ríkis- stjórnin fram áætlun um að breyta aldagömlum breskum lögum sem dore: LAWRÉNCE WLI /&* Setking JmtÍK jor Stepboi kveða á um að ekki megi ákæra mann aftur fyrir glæp sem hann hefur verið sýknaður af i öðrum rétt- arhöldum. Baráttan reyndi þó svo á hjónabandið að Doreen og Neville slitu samvistum árið 2001. And still I Rise kom út hjá Faber and Faber í Lundúnum um miðjan júní og hefur notið mikilla vinsælda. Þó að erfitt sé að tala um einhvern einn upphafsmann abstraktlistar þá er ljóst að Kandinsky hafði mikil áhrif á stefnuna og átti sinn þátt í því hvernig hún hefur verið skilin og upplifuð. Á sýningunni í Tate eru yfir fimmtiu málverk og þrjátíu teikningar - flestar frá yngri árum Kandinskys. Nokkur verkanna hafa aldrei verið sýnd áður og því er þetta einstakt tækifæri til þess að fá að líta þau augum. Ny ævisaga R.S. Thomas Um helgina kemur út á Bret- landi ný ævisaga ljóðskáldsins R.S. Thomas eftir Byron Rogers. Hann hefur löngum verið talinn eitt besta trúarlega ljóðskáld samtímans þó hann hafi ort um allt milli himins og jarðar. Á löngum ferli hlaut hann ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín og má þar m.a. nefna tilnefningu til Nóbelsverðlaunanna. Hans er .þó síðast en ekki síst minnst fyrir það starf sem hann vann í þágu velskrar menningar en hann unni tungumáli Wales- verja ákaflega heitt og má segja að hann sé eins konar þjóðskáld Wa- les. Ronald Stuart Thomas fædd- ist í Cardiff á Englandi árið 1913. Hann gekk menntaveginn, fór í gegnum guðfræðinám og vígð- ist til prests í norð-austur Wales. Hann hóf fljótlega að reyna fyrir sér í ljóðlistinni og orti aðallega á ensku þó velskan kæmi líka við sögu. Thomas varð snemma tölu- vert pólitískur og fremur íhalds- samur í skoðunum. Honum var mjög uppsigað við alla þá sem hánn taldi reyna að vega að velskri menningu og það komst í hámæli MAN í|;HO WEN.T INTO THt WEST . á níunda áratugnum þegar hann hvatti til þess að gerður yrði að- súgur að góðborgunum frá Lund- únum sem áttu sumarhús í Wales. Að öllu jöfnu var Thomas þó ró- lyndismaður sem undi sér best við fuglaskoðun á landsbyggðinni. Ævisagan ber titilinn The Man Who Went into the West: The Life ofR. S. Thomas og kemur út hjá Aurum Press á morgun. SUDOKUta I na þra utir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig aö hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 5 8 7 9 1 1 3 2 1 8 4 4 2 6 6 5 3 1 9 1 5 6 8 4 1 3 9 4 2 8 5 4 3 9 Lausn síðustu gátu 5 2 6 3 1 7 8 4 9 7 3 4 9 2 8 1 5 6 9 1 8 4 5 6 2 3 7 6 8 2 5 9 3 7 1 4 4 5 1 7 6 2 9 8 3 3 7 9 1 8 4 5 6 2 8 9 3 2 4 1 6 7 5 2 6 7 8 3 5 4 9 1 1 4 5 6 7 9 3 2 8

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.