blaðið - 26.06.2006, Qupperneq 22
38 IFÓLK
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaöiö
UTAN VIÐ SIG OG
ÓMÖGULEGUR
Smáborgarinn erfarinn að hafa áhyggjur
af hegðun sinni enda er hún til háborinn-
ar skammar. Það sem veldur Smáborgar-
anum áhyggjum er ekki drykkjulæti, leti
eða dónaskapur. Nei, þvert á móti. Hins
vegar er Smáborgarinn svo utan við
sig að það heyrir til vandræða. Margir
samborgarar Smáborgarans eiga vafa-
laust við sama vandamál að stríða og til
dæmis er fjölskylda Smáborgarans alveg
jafn slæm og hann sjálfur. Ætli þetta sé
genatengt? Kannski er þetta einhver sjúk-
dómur eða heilahrörnun? Smáborgarinn
er þvi með áhyggjuraf heilsufari sínu.
Símaskrá í frysti
Allir kannast við að henda óvart skeiðinni
en setja tóma jógúrtdós í ísskápinn. Smá-
borgarinn gengur aðeins lengra þegar
hann er utan við sig og til dæmis hefur
hann fundið óhreinan disk með áhöldum
inni í ísskáp svo ekki sé minnst á símaskrá
í frystinum. Enn þann dag í dag hefur
Smáborgarinn enga hugmynd um hvern-
ig blessuð símaskráin endaði i frystinum.
Steininn tók þó úr um daginn þegar Smá-
borgarinn var að koma heim, yfirgaf bíl
sinn og ætlaði að ganga inn á heimili sitt.
Engir voru þá lyklarnir og eftir nokkurra
minútna leit i veskinu fór Smáborgarinn
aftur út í bíl sem var þá vitanlega ennþá
í gangi og lyklarnir sátu rólegir í kveikju-
lásnum. Smáborgarinn getur þó huggað
sig við það að systir hans er verri, ef það
er þá hægt.
Gleraugu og sígaretta
Systir Smáborgarans tók bilprófið tölu-
vert seinna en flestir og var því ansi vön
að láta keyra sig út um allt. Kvöld eitt
eftir að hún fékk bilprófið skrapp hún
út í búð. Eftir verslunarferðina settist
hún í farþegasætið eins og vanalega og
beið róleg. Eftir nokkrar minútur, þegar
hún var einmitt byrjuð að pirra sig vegna
þess hvað ökumaðurinn var lengi inni í
búðinni, fattaði hún að hún væri sjálf öku-
maðurinn. Skömmustuleg læddist hún í
ökumannssætið og keyrði af stað. Þetta
eru reyndar saklaus og jafnvel fyndin
mistök. Annað dæmi um hve utan við sig
fjölskylda Smáborgarans er hefði getað
orðið dýrt ævintýri. Móðir Smáborgarans
notar gleraugu og hefur auk þess þann
leiðinlega ávana að reykja. I eitt skiptið
þegar móðir Smáborgarans var að keyra
ætlaði hún að henda sígarettunni út um
gluggann. Það vildi ekki betur til en svo
að hún tók gleraugun í stað sígarettunn-
ar og henti þeim út um gluggann. Geri
aðrir betur!
BlaÖiÖ/Frikki
HVAÐ FINNST ÞER?
Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og veiðimaður.
Verður þetta gott veiðisumar?
Já, ég held að þetta verði mjög gott veiðisumar og að það sé mikið af fiski
sem gangi. Það eina sem maður hefur áhyggjur af, enn einu sinni, er að
það virðist vera mjög lítið af stórlaxi í ánum.
Laxveiðitímabilið er nú hafið af fullum krafti og þær veiðiár sem ekki hafa þegar verið opnaðar fyrir veiði munu verða það á
allra næstu dögum.
Myndir/ÞÖK
Langþráðum áfanga náð
Brautskráning kandídatafrá Háskóla íslands fór fram í Laugardalshöll á
laugardaginn að viðstöddumfjöldagesta. Að þessu sinni luku 957 nemendur
námi. Sir David Attenborough var sœmdur heiðurdoktorsnafnbót við
Háskóla íslands og ávarpaði hann samkomunafrá Galapagos eyjum.
SERBLAÐ
Sumarið & garðurinn
Miðvikudaginn 28. júní
blaóió
Auglýsendur, upplýsingar veita:
eftir Jim Únger
C Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001
HEYRST HEFUR...
Pað er ekki ofsögum sagt
að hin íslenska tónlistar-
útrás standi nú sem hæst og
fjölmargarís-
lenskar sveit-
ir ferðast nú
um heiminn
þveran og
endilangan
í von um
heimsfrægð.
Þetta er tals-
verð breyting frá því sem áður
var þegar Björk Guðmunds-
dótti r var eini íslenski tónlistar-
maðurinn sem náði einhverri
athygli erlendis. Sagt var frá af-
rekum hennar á ítarlegan hátt
í íslenskum fjölmiðlum og ef
einhver annar tónlistarmaður
hlaut minnstu athygli erlendu
tónlistarpressunnar var það
blásið upp og íslensku fréttirn-
ar af því urðu langtum lengri
og itarlegri en oft stuttaraleg
umfjöllun hins erlenda miðils.
Mú eru tímarnir hinsvegar
breyttir og hljómsveitir
á borð við Ampop, Diktu, Mín-
us og Sigur
Rós spjara
sig vel ytra
um þessar
mundir. Is-
lendingar
eru orðnir
svo vanir
þessari vel-
gengni að
íslenskir fjölmiðlar láta sér t.d.
ekki detta til hugar að segja frá
umfjöllun um þá síðastnefndu
í júlíhefti hins virta tónlistar-
tímaritis Q. Sigur Rós spilaði á
dögunum á tónlistarhátíðinni
Coachella í
Kaliforníu.
Á hátíðinni
kom fram
fjöldinn all-
ur af heims-
frægumsveit-
um á borð
við Depeche
Mode, Yeah Yeah Yeahs og
Scissor Sisters. Q hefur hins-
vegar greinilega mikinn áhuga
á íslensku drengjunum í Sigur
Rós. Á einni
rsíðu þar sem
fjallað er um
hátíðina má
finna risa-
stóra mynd
af söngvara
sveitarinnar,
Jónsa, þar
sem hann spilar með fiðluboga
á gítar sinn. Þar til hliðar er
mun minni mynd af nokkuð
þekktri söngkonu sem margir
kannast við - sjálfri Madonnu.
En Sigur Rós er ekki eina
sveitin sem Q fjallar um
í nýjasta hefti sínu. Þar fellur
einnig dóm-
ur um nýj-
ustu afurð
sveitarinn-
ar Trabant,
Emotional.
Þar segir að
á Islandi sé
sveitin „stærri“ en Coldplay
og er henni síðan líkt við „hina
skrýtnu evrópsku frænku sína,
Scissor Sisters,“ eins og það er
orðað. Rýnir Q virðist nokkuð
hrifinn af „Emotional" og gef-
ur plötunni þrjár stjörnur af
fimm mögulegum. Ekki slæmt
það!
adalbjorn@bladid.net
Hann horfði á hjartaflutning í sjónvarpinu
fyrir þremur dögum og er enn að ná sér.