blaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 bla6iö
Reuters
Upp upp
mín sál
Allir ungir drengir ganga í gegn-
um tímabil þar sem fátt er jafn
spennandi en sá gjörningur að
klifra sem hæst upp í næsta
tré. Þessir kambódísku drengir
eru þar greinilega engin und-
antekning, og kepptust þeir
um að komast sem hæst upp (
þetta pálmatré sem stendur á
hrísgrjónaakri sunnan við höf-
uðborgina, Phnom Pehn.
Félag íslenskra lýtalækna and-
vígt aðgerðum á ungum stúlkum
Formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ekki leggja blessun sína yfir aðgerðir á
stúlkum undir átján ára aldri. Hann segir álit sálfræðings ekki nóg eitt og sér.
Eftir Val Grettisson
Formaður Felags íslenskra lýta-
lækna segir að það sé ekki nóg að
sálfræðingur vísi ungum stúlkum
til lýtalækna til þess að fara í fegr-
unaraðgerð. Fimmtán ára stúlka
sem Blaðið náði tali af fór í brjósta-
stækkun. Stúlkan er sautján ára
gömul í dag. Hún sagði í viðtali að
stundum færu stúlkur í slíkar að-
gerðir af læknisástæðum en vildi
ekki gefa upp ástæður þess að hún
fór í fegrunaraðgerðina. Móðir
stúlkunnar gaf skriflegt leyfi fyrir
brjóstastækkuninni.
Samkvæmt Guðmundi Má Stefáns-
syni lýtalækni munu slíkar aðgerðir
stundum vera framkvæmdar þegar
ungum stúlkum er beint til lýta-
lækna af sálfræðingum. Fegrunarað-
gerðir af þessu tagi eru hugsanlega
framkvæmdar einu sinni á fimm
ára fresti samkvæmt Guðmundi Má
og því afar fátíðar.
Ótímabærar fegrunaraðgerðir
,Við leggjum ekki blessun okkar yfir
aðgerðir á svona ungum stúlkum,"
segir Kári Knútsson, formaður Fé-
lags íslenskra lýtalækna. Hann segir
að til séu undantekningartilfelli eins
og þegar svo ungar stúlkur eru með
vanskapað brjóst eða annað lýti. Að
öðrum kosti nægi ekki að taka ein-
göngu mið af áliti sálfræðinga.
Að hans sögn eru mjög góðar
ástæður fyrir því að stúlkur eigi
ekki að fara í fegrunaraðgerðir svo
ungar. Hann segir að líkaminn
þroskist mjög mikið frá fimmtán til
átján ára aldurs.
Rætt á stjórnarfundi
,Þetta verður rætt á næsta stjórnar-
fundi,“ segir Kári, en ekki liggur
fyrir hvenær sá fundur verður. Kári
segir að ekki verði gefin út efnis-
leg ályktun félagsins ' í kjölfarið
heldur vilji hann frekar leysa málið
innanhúss.
Ekkert eftirlit er með fegrunarað-
gerðum og segir Kári að það sé al-
farið undir hverjum og einum lækni
komið á hverjum þeir geri aðgerðir
og hversu gömlum. Hann segist ekki
vilja herða eftirlit með aðgerðunum
heldur vill hann frekar treysta á
dómgreind hvers læknis fyrir sig.
Kári bendir á að það séu óskrif-
aðar reglur á meðal lýtalækna að
ekki séu gerðar fegrunaraðgerðir á
svo ungum stúlkum.
Aðspurður segist hann aldrei hafa
orðið var við svona mál áður. Sjálfur
segist hann aldrei hafa framkvæmt
fegrunaraðgerð á svo ungum
stúlkum nema um einhversskonar
lýti væri að ræða og aðgerðin væri
nauðsynleg.
valur@bladid.net
Tyax Comp EBj
Frábært fjallahjól fyrir
kröfuharða
Einnig til með kvk stelli.
Mischief 20
FREESTYLE
alvöru fjallahjól
www.gap.is
IN FAXAFENI 7
.. 9-18. LAU. |<t7^ 0-1-6 \ V
Réttarstaða samkyn-
hneigðra leiórétt
Lög gengu í gær í gildi sem tryggja að samkyn-
hneigðir sitja við sama borð og gagnkynhneigðir.
Eftir Atla fsleifsson
Lög sem
leiðrétta rétt-
arstöðu sam-
kynhneigðra
á íslandi tóku
gildi í gær á al-
þjóðlegum bar-
áttudegi sam-
kynhneigðra,
sem kenndur
er við átökin
í Christopher
Street í New Gunnarsdóttir.
York árið 1969.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for-
maður Samtakanna 78, segir að
með þessari leiðréttingu sé Island
komið í fremstu röð þegar kemur
að réttindum samkynhneigðra.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um réttarstöðu samkynhneigðra
varð að lögum í byrjun mánaðarins.
Frumvarpið var samþykkt með 41
atkvæði, en 22 þingmenn voru fjar-
verandi við atkvæðagreiðsluna.
Hrafnhildur segir að verið sé
að leiðrétta hátt í 40 lagagreinar.
.Stærstu réttarbæturnar eru þær að
nú geta samkynhneigð pör fengið
sambúð sina skráða í þjóðskrá eins
og gagnkynhneigð pör. Ég þekki til
fjölda samkynhneigðra para sem
hafa verið lengi í sambúð og nýttu
daginn í gær til að skrá sig. Þannig
munu þau njóta sömu réttinda og
lúta sömu skyldum og gagnkyn-
hneigðir hvað varðar skattamál,
almannatryggingar, lífeyrismál,
erfðamál og fleira, að því tilskildu
að pörin skrái sig í óvígða sambúð
hjá Hagstofunni.“
Frumættleiðingar og
tæknifrjóvganir
Hrafnhildur segir að samkyn-
hneigðir sitji nú víða við sama
borð og gagnkynhneigðir. „Leið-
réttingarnar ná einnig til annarra
málefna, svo sem frumættleiðinga
og tæknifrjóvgana. Það er ekki
lengur hægt að mismuna þar vegna
kynhneigðar. Þau pör sem uppfylla
ákveðin skilyrði sitja nú við sama
borð og gagnkynhneigðir. Aðstæð-
urnar eru nú kannaðar hverju sinni,
bæði hjá gagnkynhneigðum og
samkynhneigðum, til að sjá hvort
þau uppfylli öll skilyrði fyrir frum-
ættleiðingar og tæknifrjóvganir.“
Að sögn Hrafnhildar er konu
í sambúð eða staðfestri samvist
með annarri konu nú heimilt að
njóta réttar til tæknifrjóvgunar
með gjafasæði á opinberum sjúkra-
stofnunum. „Sömu reglur gilda nú
fyrir samkynhneigðar og gagnkyn-
hneigðar konur í sambandi, hvað
þetta varðar. Jafnframt eru tekin
af öll tvímæli gagnvart lögum
um töku fæðingar- og foreldraor-
lofs sem á að auðvelda báðum for-
eldrum að vera í samvistum við ný-
fætt barn sitt,“ segir meðal annars
á heimasiðu Samtakanna 78.
Hátíðarhöld
Hrafnhildur segir þó iafnréttinu
ekki að fullu náð. „Islendingar
standa mjög framarlega í saman-
burði við þau ríki sem við berum
okkur saman við. Það er þó eitt at-
riði sem upp á vantar og það er það
að vígslumenn safnaða hafi rétt
til að framkvæma löggjörninginn
staðfest samvist eða gefið saman
samkynhneigð pör.“
atlii@bladid.net
I
I
I