blaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaðiö 8IFRÉT Akstur á stofnleið fjög- ur tryggður í sumar Búið er að tryggja akstur á stofn- leið fjögur í sumar að sögn Ás- geirs Eiríkssonar, framkvæmda- stjóra Strætó. „Uppi voru áform um að leggja niður akstur á tveimur leiðum vegna erfiðleika við að fá bílstjóra í störfin. Um var að ræða stofnleiðir fjögur og fimm, en nú er búið að tryggja akstur á annarri leiðinni. Við erum að vinna í því að tryggja akstur á hinni leiðinni. Eg er hæfilega bjartsýnn á að það tak- ist,“ segir Ásgeir. Kofar eyði- lagðir í Vest- mannaeyjum Kofar sem börn smíðuðu í Bjarnaborg í Vestmannaeyjum voru skemmdir á föstudags- kvöld. Talið er að ungmenni beri ábyrgð á skemmdunum en kofarnir voru brotnir og bramlaðir. Lögreglan segir þetta miður enda börnin búin að leggja mikið á sig til þess að reisa kofana og því kvikindislegt að sögn lögreglu að eyðileggja þá. Lögreglan segir að hingað til hafi kofaborgin fengið að standa í friði og almennt sé lítið um skemmdaverk í bænum. Bush fer hamförum gegn bandarískum dagblöðum Hart deilt um frelsi fjölmiðla vestra í kjölfar þess að birtar voru upplýsingar um eftirlit stjórnvalda með peningasendingum. Dagblöð sökuð um að vinna gegn framgangi „hryðjuverkastríðsins”. George Bush, forseti Bandaríkjanna, fær gítarinn Lucille að gjöf frá blúsgoðinu B.B King. Blúsarinn lék í Hvíta húsinu á mánudag í tilefni hátíðarhalda vegna framlags svartra tónlistarmanna til bandarískrar menningar. Forsetinn hefur sakað dagblöð í Bandaríkj- unum um að vinna gegn framgangi„stríðsins gegn hryðjuverkaógninni". George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur sakað dagblöð vestra um að vinna gegn fram- gangi „stríðsins gegn hryðju- verkaógninni”. Þetta gerði for- setinn í kjölfar þess að dagblöð birtu upplýsingar um leynilega áætlun sem miðar að því að fylgj- ast með peningasendingum. George W. Bush segir áætlun- ina yfir alla gagnrýni hafna og „skammarlegt" af hálfu dagblaða að segja frá henni. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrði í liðinni viku frá því að Bandaríkjastjórn fylgdist með peningasendingum um heim allan og nyti við það aðstoðar alþjóðlegs fjármálafyrirtækis sem sérhæfir sig í slíkum tilflutningum. Blaðið segist hafa birt þessar upplýsingar í nafni almannahagsmuna. Vegna þessa hefur nú blossað upp gífur- lega hörð umræða í Bandaríkjunum um frelsi fjölmiðla. Nokkrir hægri- sinnaðir stjórnmálamenn vilja að ritstjórar The New York Times verði ákærðir fyrir landráð en ólíklegt er talið að af því verði. The New York Times hefur lengi verið talið andstætt stjórn Bush for- seta. Blaðið fékk m.a. hin virtu Pu- litzer-verðlaun fyrir að skýra frá því að ríkisstjórnin léti fylgjast með sím- tölum í nafni „hnattræna stríðsins gegn hryðjuverkaógninni”. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, tók undir ummæli Bush og sagði að The New York Times hefði tvívegis skýrt frá leynilegum aðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir að embættismenn hefðu ráðlagt rit- stjórum blaðsins að gera það ekki. í frétt The New York Times í lið- inni viku sagði m.a. að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði fengið að- gang að upplýsingum varðandi pen- ingasendingar. Stjórnin hefði nýtt sér heimild í lögum til að þvinga fjármálafyrirtækið Swift (Society for Worldwide Interbank Financial Telecommunication) sem er leiðandi á þessu sviði í heiminum til að láta af hendi gögn. í frétt blaðsins kom fram að þetta hefði leitt til þess að meintir liðsmenn al-Qaeda-hryðju- verkanetsins hefðu verið handteknir. „Við eigum í stríði" Bush forseti sagði að upplýsingar sem birtar hefðu verið gerðu að verkum að erfiðara yrði „að sigra í þessu hryðjuverkastríði”. „Við eigum í stríði við hóp fólks sem vill skaða Bandaríkin. Og að menn skuli leka upplýsingum og að dag- blað skuli birta þær skaðar stórlega Bandaríki Norður-Ameríku,” sagði forsetinn og bætti við að áætlun stjórnvalda varðandi eftirlit með peningasendingum væri á allan hátt lögleg. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa á undanförnum dögum hvergi dregið undan í gagnrýni sinni á The New York Times og önnur dagblöð sem tóku fréttina upp. Formaður nefndar fulltrúadeildarinnar um heimavarnir sagði að kæra ætti rit- stjóra The New York Times fyrir birtinguna. Ritstjórar blaðsins segja að hlustað hafi verið á rök stjórnvalda í málinu. Ákveðið hafi verið að birta upplýsingar þessar þar sem þær ættu erindi við almenning. f frétt blaðsins væri engin afstaða tekin til þess hvort áætlun þessi væri lögleg eða líkleg til að skila ár- angri. Hins vegar kæmu þar fram sterkar röksemdir fyrir því að sú væri raunin. t- Hýdrófíl Karbamíð rakakrem 3% Hýdrófíl rakakrem með karbamíð. Kremið eykur rakadrægni húðarinnar. Hentar vel á þurrar hendurog á mjög þurra bletti í andliti. n, m Milt rakakrem sem hentar vel fyrir andlit og líkama. Gefur mikinn raka, er ekki feitt og fer vel inn í húðina. Kremið hentar öllum húðgerðum og er ágætt undir farða. Kremið inniheldur hvorki ilmefni né litarefni og hefur pH gildi 5,5. Fæst einnig án rotvarnarefna. Joo laj >*.«. 351 Karbamíð rakakrem 10% Hentar vel á þurra fætur og mjög þurrar hendur. Kremið má ekki nota i andlit. Reuters Api og boli gera allt vitlaust Api ríöur bola I tilefni Santa Ana hátíðarinnar í Níkaragva í gær. Eins og sjá má á myndinni var bolinn allt annað en vingjarnlegur þar sem hann þeyttist og reyndi að losa sig við þennan óvenjulega knapa. Kínversk stjórnvöld herða á ritskoðun Kínverski kommúnistaflokkurinn ætlar að setja lög sem heimila stjórn- völdum að sekta fjölmiðla fyrir að segja frá óvæntum tíðindum án leyfis stjórnvalda. Um er að ræða fréttir af tíðindum eins og verkföllum, upp- þotum, mótmælum og stórslysum og öðrum þeim sem embættismenn telja skaðlega fyrir ímynd ríkisins og geti hugsanlega ógnað „pólitískum stöðugleika” í landinu. Fyrirhuguð lagasetning skil- greinir ekki hvaða hugsanlegu óvæntu tíðindi fjölmiðlar þurfa að fá leyfi frá stjórnvöldum til að fjalla um. Dagblaðið International Her- ald Tribune hefur eftir kínverskum blaðamönnum að lögin verði væntan- lega túlkuð þannig af yfirvöldum að þau banni fréttaflutning af málum sem þau telja vandræðaleg. Á síðasta ári leyfðu stjórnvöld fjölmiðlum að fjalla um hugsan- legar náttúruhamfarir, þar á meðal hversu margir látast í þeim, en fram að þeim tima höfðu þær upplýsingar flokkast undir ríkisleyndarmál. Var litið á þessa ákvörðun sem mikil- vægt skref í átt að auknu frelsi fjöl- miðla í landinu. Hin fyrirhugaða löggjöf mun hinsvegar takmarka aftur umfjöllun fjölmiðla þar sem að yfirvöld þurfa á ný að veita leyfi fyrir henni. Umtalsverð ritskoðun er stunduð af kínverskum stjórnvöldum. Yfir- völd áróðursmála í landinu senda daglega frá sér lista til helstu fjöl- miðla um hvað þeir mega og mega ekki fjalla um. Sá listi hefur farið stækkandi síðustu ár. Eitthvað hefur borið á því undanfarin ár að nokkur dagblöð og tímarit hafi farið gegn þeim tilmælum. Með nýju lög- unum er hægt að sekta þau brjóti þau lögin. Samkvæmt kínverskum ríkisfjölmiðlum nema sektirnar á bilinu 50 til 100 þúsund fyrir hvert skipti sem fjallað er um atburð án leyfis stjórnvalda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.