blaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 22
30 IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaöiö SMÁ borgarinn SAMTÖK VAN- TRÚAÐRA Smáborgarinn er vantrúaður á allar skýringarsem ganga út á það að ekki sá vísindalega hægt að sanna tilvist guðs. I Bandaríkjunum hefur harkalega verið tekist á um hvort kenna ætti sköpun- arsöguna samhliða þróunarkenningu Darwins. Til að réttlæta þá skoðun vísa sköpunarsinnar í ýmis vísindaleg rök til að styðja mál sitt. Andstæðing- ar þessara sjónarmiða grípa þá einnig til vísindalegra raka til að afsanna þá kenningu. Þannig eru tvær fylkingar að keppast við að sanna eða afsanna tilvist guðs. Smáborgaranum er nokk sama hvort fólk trúir að Guð sé til eður ei. Smáborgarinn telur aftur á móti að trúin gegni mikilvægu hlutverki í nú- tímanum. Gikkurinn og byssan Bæði sjónarmið falla um sjálf sig sök- um þess að þau ganga þvert á afl trú- arinnar sem er fyrst og fremst trú. Hug- myndakerfi sem þróast hefur í gegnum aldirnar og mótað vestræna heimspeki og hugsun. Kennisetningar hafa verið túlkaðar í gegnum aldirnar og ekkert nema gott um það að segja. Margir sækja styrk í trúna og hún getur verið persónulegt leiðarstef án þess að gera fólk kreddufullt og auðtrúa. Það er ekk- ert að trúarbrögðum en það er ýmislegt að fólki sem óhjákvæmilega túlkar þau. öfug formerki Samtökin Vantrú halda úti heimasíðu bar sem rætt er opinskátt um trúmál. I málflutningi vantrúarfólks kemur ósjaldan fram að fátt sé heimskulegra en að trúa á guð og öll vísindaleg rök og skynsemisrök hnígi að hinu gagn- stæða. Oft er þessi málflutningur sótt- ur af svo miklu offorsi að halda mætti að pennarnir væru innblásnir af vanheil- ögum anda. Svo mikil er heiftin og það sem meira er: Sannleikurinn er á bandi hinna vantrúuðu. Vantrú er nefnilega ekki samfélag trúlausra, þau eru ná- kvæmlega samtök vantrúaðra, trúar- samtök með öfugum formerkjum. Það er sjálfsagt að takast á um hlutverk trúarinnar í síbreytilegum heimi en það er gjörsamlega tilgangslaust að fá úr því skorið hvort guð sé til eða ekki. Hvort sem hann er til eða ekki þá hefur hugmyndin áhrif á fullt affólki, bæði til góðs og ills. HVAÐ FINNST ÞÉR? Mynd Golli Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Má myrkva Reykjavík? „í stuttan, afmarkaðan tíma væri allt í lagi að prófa það. Frekar er ég nú mótfallinn svona uppátækjum en lögregl- an mun ekki setja sig upp á móti pessu svo fremi sem önnur yfirvöld seu þvi sammála.“ Aðstandendur Alþjóðlegu kvikmyndahátlðarinnar sem haldin verður í Reykjavík í lok september hafa farið fram á að slökkt verði á öllum götuljósum í borginni við upphaf hátíðarinnar. Brautskráning Kennaraáskóla íslands Á laugardaginn síðasta brautskráðust 565 kandídatar frá Kennaraháskóla íslands við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Úr grunndeild var brautskráður 481 nemandi og úr framhaldsdeild 84 nemendur. Aldrei hafafleiri kandídatar verið brautskráðir í einufrá skólanum. í ávarpi sínu gerði dr. Ólafur Proppé, rektor, lengingu kennaranáms og breyt- ingar á starfsnámi við Kennaraháskólann að umrceðuefni. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt f reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers n(u reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 6 8 4 7 2 9 1 3 5 2 7 9 5 3 1 6 4 8 1 3 5 6 4 8 2 7 9 7 2 3 8 1 4 9 5 6 4 9 1 2 5 6 7 8 3 5 6 8 9 7 3 4 1 2 8 4 2 1 6 5 3 9 7 9 1 6 3 8 7 5 2 4 3 5 7 4 9 2 8 6 1 6 8 4 7 2 9 1 3 5 2 7 9 5 3 1 6 4 8 1 3 5 6 4 8 2 7 9 7 2 3 8 1 4 9 5 6 4 9 1 2 5 6 7 8 3 5 6 8 9 7 3 4 1 2 8 4 2 1 6 5 3 9 7 9 1 6 3 8 7 5 2 4 3 5 7 4 9 2 8 6 1 eftir Jim Unger Þau ætla að gista HEYRST HEFUR... Slúðrið á götum Reykjavík- ur segir að Rökkurbarn- um hafi verið lokað. Barinn var opnað- ur í kjölfar lokunar á Kaffi Aust- u r s t r æ t i en margir svokallað- ir ógæfu- m e n n vöndu komur sínar þangað. Lalli Johns og fleiri sátu oft á Rökkurbarnum á góðum síð- kvöldum og skeggræddu menn og málefni. Mikill missir mun vera að barnum samkvæmt heimildum og erfitt fyrir fasta- gesti að finna annað eins at- hvarf. Eyjólfur Sæmundsson, bæj- arfulltrúi Hafnarfjarðar, rauk í gær af bæjarstjórnar- fundi Hafn- arfjarðar vegna eitur- efnaslyssins á Eskifirði en hann er forstjóri Vinnueftir- lits ríkisins. Ekki er vitað til þess að maður hafi áður þurft að yfirgefa bæj- arstjórnafund í Hafnarfirði vegna neyðarástands. Heyrst hefur að eftir að fjár- svikamálið komst upp hjá Tryggingastofnun ríkisins s t r e y m i m ú g u r og marg- m e n n i þangað en fréttatil- kynningin sem stofn- unin sendi frá sér var dálítið ruglandi. 1 fyrstu leit svo út sem einhver góðhjartaður starfsmaður Tryggingastofnunnar hefði ekki haft hjarta í sér til þess að segja nei við þá sem eru þurfandi, heldur látið þá fá það fé sem þeir báðu um. Ýmsir höfðu orð á því að þarna væri ekki um fjársvik að ræða held- ur góðgerðastarfsemi sem ein- hverskonar Hrói Höttur stæði fyrir. Hörkufjör verður í Banda- ríkjunum á þjóðhátíðar- deginum 4. júlí og ísland fer ekki var- hluta af partíhald- inu því sendiráð B a n d a - ríkjanna á íslandi mun fagna með látum. Þeir eru þegar farnir að senda út boðskort og má finna það á heimasíðu al- þingismanns Vinstri grænna, Ógmundar Jónssonar. Það vekur þó athygli að á kortinu má finna þau fyrirtæki sem styrkja skemmtunina en þar má meðal annars nefna Dom- ino’s-Pizza og Seglagerðina Ægi. Þá er bara spurning hvort fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna kíki við ásamt Ólafi Ragn- ari forseta og Dorrit eiginkonu hans. valur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.