blaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 19
blaöió MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
MENNING I 27
Mikil gróska i
islensku listalífi
Við opnun á sumarsýningu í
Listasafni Reykjavíkur - Kjar-
valsstöðum á laugardag fór
fram afhending úr Listasjóði
Guðmundu S. Kristinsdóttur. Að
þessu sinni hlaut Hekla Dögg
Jónsdóttir myndlistarkona viður-
kenninguna fyrir framlag sitt til
íslenskrar myndlistar.
Listasjóður Guðmundu S. Kristins-
dóttur frá Miðengi var stofnaður
í tilefni af gjöf Errós á andvirði
íbúðar að Freyjugötu 34 sem Guð-
munda hafði arfleitt hann að.
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun
í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur
og hafa margar mikilsmetnar lista-
konur hlotið viðurkenninguna á
síðustu árum, m.a. þær Ólöf Nor-
dal, Finna Birna Steinsson, Katrín
Sigurðardóttir, Gabriela Friðriks-
dóttir, Sara Björnsdóttir og Þóra
Þórsdóttir.
„Mikill heiður"
Hekla Dögg lauk prófi úr fjöltækni-
deild Myndlista- og handíðaskól-
ans árið 1994. Hún hélt svo til
náms til Frankfurt í Þýskalandi
og einnig nam hún við California
Institute of the Arts í LA 1996-1999.
Hún hefur sett upp fjölmargar sýn-
ingar á verkum sínum hér heima
og erlendis aukþess sem hún hefur
mikið starfað við sýningahald.
„Það er mikill heiður fyrir mig að
fá þessa viðurkenningu og gaman
að Erró skyldi stofna þennan sjóð
í minningu frænku sinnar sem
studdi hann með ráðum og dáð
þegar hann var að stiga sín fyrstu
skref í myndlistinni," segir Hekla
Dögg.
„Með sjóðnum lætur Erró þennan
stuðning ganga áfram til ungra
listamanna og sá stuðningur er
alls ekki bara fjárhagslegur heldur
er sá hugur sem fylgir máli sérlega
dýrmætur - sú hugmynd að ein-
hver styðji við bakið á þér og hafi
trú á því sem þú ert að gera. Ég er
mjög stolt af því að slást í þennan
friða hóp kvenna sem áður hefur
fengið viðurkenningu úr sjóðnum.“
Skúlptúrar, Ijósmyndir og vídeó
Hekla Dögg hefur unnið með fjöl-
breytt efni síðustu ár og verið iðin
við sýningahald.
„Ég vinn aðallega með skúlptúra,
ljósmyndir og vídeó og tengi þessa
þætti mjög gjarnan saman. Ég
sýndi mikið hér á landi í fyrra og á
þessu ári hef ég verið að sýna í Kan-
ada, á Spáni og í Þýskaiandi. Ég
kom heim frá námi sumarið 2000,
en hef verið með annan fótinn í LA
og New York og hef fylgst vel með
listalífinu þar. Ég stefni að því að
halda sýningu á eigin verkum i
LA í haust og er að undirbúa hana
þessa dagana.“
Listakonan unga er ekki í vafa
um að íslenskt listalíf standi
sterkum fótum um þessar mundir.
„Það eru breytingar að eiga sér
stað í íslensku listalífi og ég upp-
lifi mikla grósku. Það hafa verið
opnuð mörg ný gallerí og einnig
hafa orðið þó nokkrar mannabreyt-
ingar í listheiminum hér. Þetta
hristir upp í svo litlu samfélagi og
ný kynslóð er að ryðja sér til rúms
á öllum sviðum. Ég held að þessar
breytingar séu að mörgu leyti já-
kvæðar og að þær opni nýja mögu-
leika fyrir yngri listamenn,“ segir
Hekla Dögg.
„Stundum basl"
Þó svo að líf listamannsins sé ekki
dans á rósum alla daga þá hefur
Hekla Dögg aldrei verið í vafa um
að hún valdi rétt. „Það er auðvitað
erfitt að hefja störf sem ungur lista-
maður á tslandi. Þú þarft að leggja
mikið á þig og jafnvel vinna fulla
vinnu með til þess að sjá fyrir þér.
En viðurkenningar og styrkir sem
maður fær gefa manni heilmikinn
kraft til þess að halda áfram, auk
þess sem munar mikið um peninga-
verðlaun. Þó upphæðirnar séu ekki
endilega háar þá eru listamenn oft-
ast mjög úrræðagott fólk og litlar
upphæðir koma manni oft langt.
Ég hef aldrei efast um að ég væri á
réttri hillu i lífinu þó líf listamanns-
ins sé stundum eilítið basl,“ segir
Hekla Dögg, kát með viðurkenn-
inguna út Listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur.
hilma@bladid. net
Hekla Dögg Jónsdóttir hlaut viðurkenningu úr sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sl. laugardag
Æfingar hafnar á
ný á Penetrator
Það væri synd að segja að leikhús
landsins loguðu af lífi yfir sumar-
mánuðina þó sá tími sé síst verri
en annar til þess að njóta góðra
leikverka. Leikhúsunnendur
þurfa þó ekki að örvænta því
hinn kraftmikli leikhópur Vér
morðingjar mun á ný hefja sýn-
ingar á verkinu Penetrator eftir
Skotann Anthony Neilson.
Anthony Neilson hefur getið sér gott
orð undanfarin ár fyrir áleitin leik-
verk sem kljást við samtímann á
frumlegan hátt. Hann fæddist árið
1967 í Edinborg og komst ungur að
árum í kynni við leikhúsið. Faðir
hans, Sandy Neilson, er mikilsmet-
inn leikstjóri og leikari á Bretlandi og
móðir hans, Beth Robbens, er einnig
nokkuð þekkt leikkona. Anthony
Neilson varði því drjúgum hluta barn-
æsku sinnar í leikhúsinu og fylgdist
með starfi foreldra sinna. Neilson
átti fremur erfitt uppdráttar í skóla
og var rekinn úr leiklistarskóla í Ed-
inborg eftir eitt ár. Hann lét þó ekki
deigan síga, fór að skrifa útvarps-
leikrit af miklum móð og náði þeim
árangri að sigra í ungskáldakeppni
sem BBC stóð fyrir.
Anthony Neilson
Hraði og spenna
Fyrsta verkið sem vakti fyrir alvöru
athygli á Anthony Neilson sem leik-
ritaskáldi var leikritið Normal sem
fjallar um fjöldamorðingjann Peter
Kurten sem oft er nefndur Vamp-
íran frá Dússeldorf. Hann var uppi
í Þýskalandi á millistríðsárunum og
myrti fjölda manns á hræðilegan hátt.
Leikritið Normal var sett upp á Edin-
borgarhátíðinni árið 1991 og frægð-
arsól Neilson hefur skinið skært
síðan. Árið 1993 sló hann tóninn
fyrir bresku nýbylgjuna með verkinu
Penetrator og skipaði sér þar með í
flokk með leikskáldunum Söru Kane
og Mark Ravenhill sem enfant terri-
ble bresks leikhúss. Leikrit Neilsons
eiga það flest sameiginlegt að vera
hrá, gróf og hröð og ná oftar en ekki
að koma áhorfendum í opna skjöldu.
Hann hefur nú skrifað á þriðja tug
leikrita fyrir svið og útvarp og vekja
þau hvarvetna mikla athygli. Verkið
The Censor sló í gegn á West End 1993
og vann til fjölmargra verðlauna og
viðurkenninga, þ.á.m. Writer's Guild
verðlaunanna víðfrægu.
Krefjandi spurningar samtímans
The Censor eða Ritskoðarinn var sett
upp af leikhópnum Vér morðingjar á
dögunum í Sjóminjasafninu í Reykja-
vík en sami hópur kveður sér hljóðs á
ný með The Penetrator.
Penetrator var fyrst sett upp í Klink
og Bank sumarið 2005 við góðan
orðstír og fengu þá færri að sjá en
vildu. Vegna mikillar eftispurnar var
ákveðið að setja sýninguna upp aftur
nú í sumar. Hugmyndin með sam-
starfinu árið 2005 var sú að ungir leik-
listarnemar fengju tækifæri til þess
að vinna náið með ungu fólki sem
hefði beint eða óbeint kynnst geðsjúk-
dómum af eigin raun. Þátttakendur
fræddust og deildu reynslu sinni sem
virkir meðlimir í skapandi leikrænu
ferli. Penetrator tekur á mörgum
áleitnum spurningum samtíma
okkar og .fjallar m.a. um geðhvarfa-
svki. meðvirkni. einelti. stiórnun os
stjórnleysi og kúgun. Allur ágóði af
sýningunni rennur í nýstofnaðan
styrktarsjóð leikhópsins Vér morð-
ingja og Hugarafls fyrir ungt fólk
á aldrinum 18-20 ára en sjóðurinn
hefur það að markmiði að styrkja
ungt fólk með geðræn vandamál til
skapandi verkefna. Leikarar eru þeir
Jörundur Ragnarsson, Stefán Hallur
Stefánsson og Vignir Rafn Valþórs-
son. Leikstjórn er í höndum Krist-
ínar Eysteinsdóttur. Sýningar verða
í Sjóminjasafni Reykjavíkur og er
frumsýning áætluð 11. júlí kl. 21:00.
_ , t P77iT W iT T^iT <? ÍCTÍHH
www.bilamarkadurinn.is
SmiBjuvegur 46-e
s: 567-1800 (Kyj[L@£im
PORSCHECAYMANS 02/06
Innflt. NÝR Leður, Navi, 19" 0.FL
VOLVOS70 2,5 03/97 Ek.117
V.890,-Lán 600,kr 21 pr.mán
T0Y. LANDCR 90 GX 33" 1/99
Ek.137 Sjálfsk. 1 Eigandi
FIAT DUCAT0 HÚSBÍLL DfSEL
04/95 ek.105 þ.k Snyrtilegur
FORDF250 Dlsei M/CAMPER
Árg.02 Ek.91þ.km
BMW M5 SHAWD0WLINE 05/99 Ek.119
TILB.3790,stgr. LÍN 6ET. FYLGT
BMW M5 Shadowline 400+ HÖ
Árg. 00 Ek.99þ.km Einn með öilu