blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaöið Kortanotkun í útlöndum Ef peningur er tekin út í hraðbanka erlendis með debetkorti gildir almennt gengi gjaldmiðla auk 2% þóknun. Ef kreditkortið er hins vegar notað í hrað- banka erlendis leggst 2,5% þóknun á upphæðina. Ef kreditkort er notað i versl- _ unum erlendis leggst engin þóknun á upphæðina á móti 1% þóknun ef debetkort neytendumDladianet er notað. Ódýrara aðnota kreditkort i verslunum en að taka út úr hraðbanka. Skil á vörum: Skilarétturinn er takmarkaðri hér Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Kaupendur hafa ekki rétt til endurgreiðslu þegar ógallaðri vöru er skilað og reglulega berast Neytenda- samtökunum ábendingar vegna þess að ekki fást end- urgreiðslur þegar skilað er. I stað endurgreiðslu þurfa kaupendur oft að sætta sig við inneignarnótu hjá við- komandi fyrirtæki, sem gildir í ákveðinn tíma, og inneignar- nótu má iðulega ekki leysa út á meðan útsölum stendur. Mega gera við vöruna Kristín H. Einarsdóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtökunum, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár. Hún segir að neytendur séu ekki í stöðu til að semja um endurgreiðslu við seljenda og að verslunareigendur séu flestir með þær verklagsreglur að gefa strax út inneignarnótu í stað endurgreiðslu. „Neytendur hafa alls engan rétt hvað þetta varðar, það er ef varan er ógölluð. Til að vera i fullum rétti til endurgreiðslu er gott að semja um ALGENGUSTU ATHUGASEMDiR SEM BERAST NEYTENDASAMTÖKUNUM FJÖLDI ATHUGASEMDA Bifreiðar 409 Inneignarnótur 369 Raftæki 355 Tölvur og hugbúnaður 330 Húsgðgn 317 Lögfræðileg réðgjðf 315 Ferðamál 314 Skilaréttur 274 Póstur og fjarskipti 264 Verðlag og auglýsingar 263 Verklagsreglur viöskipta- ráðuneytisins INNEIGNARNÓTUR 5. gr. Verði ekki samið um end- urgreiðslu eða nýja vöru í stað þeirrar sem skilað er á neyt- andi rétt á inneignarnótu. Með inneignarnótu er átt við heimild til úttektar ótilgreindrar vöru fyrir tiltekna fjárhæð. Gildistími inneignarnótu gagnvart selj- anda og þeim sem hann kann að framselja verslunarrekstur sinn til er fjögur ár nema annað sé tekið fram á inneignarnót- unni, þó aldrei skemmri en eitt ár. skilaréttinn fyrirfram, t.d. með því að leggja fram kreditkortafærslu sem tryggingu og fá vilyrði fyrir því að fá endurgreitt ef þú skilar,“ segir Kristín. „Ef vara er gölluð þá ber seljanda að láta þig fá nýja eða endurgreiða. Þegar um galla er að ræða þá hafa verslanir ekki rétt á að afhenda inneignarnótu í stað- inn en hins vegar hafa eigendur rétt á að gera við hana í sumum tilvikum. Þá er verið að tala um ef gallinn reynist smávægilegur og ekki sé því sanngjarnt gagnvart selj- anda að skipta vörunni út.“ Sönnunarbyrði Margar flökkusögur ganga manna á milli þess efnis að iðulega lendi fólk í vandræðum þegar gall- aðri vöru er skilað og þurfi að sanna með einhverjum hætti að það hafi ekki sjálft valdið skaðanum. Þannig sé kaupendum stillt upp við vegg og fái þá tilfinningu að litið sé á þá sem lygara. Staðreyndin er sú að fyrstu sex mánuðina eftir að vara er keypt þá liggur sönnunarbyrði hjá selj- anda en eftir það er hún í höndum kaupanda. „Ef við tökum dæmi með einstak- ling sem kaupir farsíma og hann reynist gallaður. Viðkomandi leitar til seljanda og óskar eftir nýrri vöru eða endurgreiðslu en seljandi þarf á jörðu Kristín. s frá á að galli vörunnar hafi orðið til eftir kaupin, til dæmis fallið eða blotnað," segir en það er alltaf bundið ákveðnum tímaramma. Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið gaf út verklagsreglur fyrir þjónustuaðila varð- andi skilarétt og inneignanótur og margar versl- anir vinna sam- kvæmt þeim. „Skilaréttur hér á landi er mjög takmarkaður miðað við víða erlendis og fólk sem hefur búið úti er aldeilis hissa á þessum verklagsreglum þjónustuaðila. Svo virðist sem erlendis sé algengara að þjónustuaðilar endurgreiði við skil í stað inneignanótna. Stærstu málin sem lenda inná borði hjá okkur eru bíla- og fasteignaviðskipti en al- gengustu málin tengjast raftækjum,“ segir Kristín. Aðpurð segir Kristín að neytendur verði aðallega að gæta réttar síns þegar kemur að gölluðum vörum og sætta sig ekki við að fá inn- eignanótu ef ekki fæst ný vara. Varð- andi gallaða vöru þá geta neytendur firrað sig ábyrð á gallanum ef ekki er sannanlega hægt að rekja hann til misrækslu kaupanda og þá þurfa selj- endur að bera skaðann. „Seljendur mega ekki afhenda inn- eignanótur ef vara reynist gölluð og ekki fæst ný í staðinn. Þá verða þeir að endurgreiða. Hins vegar er mikilvægt að fólk passi vel inneign- arnótur sem það fær því ef þær týn- ast er viðkomandi réttlaus með öllu,“ bætir Kristín við. Víða pottur brotinn Sumar verslanir hafa gefið út þær verklagsreglur að skila megi ógallaðri vöru og fá endurgreitt Meginatriði verklagsreglna um skilarétt Réttur til að skila ógallaðri vöru er a.m.k. 14 dagar frá afhendingu. Vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil. Inneignanótur skulu miðast við upprunalegt verð vöru. Gjafabréf og inneignanótur gilda í allt að 4 ár frá útgáfudegi. Skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru. Kassakvittanir úr sjóðsvélum: Kvittanir þar sem letriö hverfur Borið hefur á því að fólk lendi í vandræðum vegna kvittana sem fást úr sjóðsvélum þjónustuaðila því að letrið getur með tímanum hreinlega afmáöst. Þetta getur verið'hvimleitt í Ijósi þess að slíkar kvittanir virka stundum sem ábyrgð- arskírteini eða varðveita skal þær vegna skattframtala. Þetta reynist fyrirtækjum einnig illa því lög gera ráð fyrir því að geyma þurfi bókhaldsgögn síðustu sjö ára á öruggan hátt. Mikilvægt að taka Ijósrit Það er eðlileg krafa neyt- enda að kassakvittanir séu þannig úr gerði að hægt sé að geyma þær án þess að letrið máist út. Á meðan þetta reynist erfiðlega á köflum þá er mikilvægt að fólk hugi að þessu, t.d. með því að taka Ijósrit af kvittuninni eða óska eftir fullnægj- andi kvittun. Það á sér- staklega Elísabet Hrund Salvarsdóttir Hverjii i 9 eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO Sprengisandur 129,40 kr. Kópavogsbraut 129,40 kr. Óseyrarbraut 129,40 kr. ö'eGO Vatnagarðar 129,40 kr. Fellsmúli 129,40 kr. Salavegur 129,40 kr. (0) Ægissíða 130,90kr. Borgartún 130,90 kr. Stóragerði 130,90 kr. RB Álfheimar 130,60 kr. Ananaust 130,90 kr. Gullinbrú 130,40 kr. Eiðistorg 129,30 kr. Ánanaustum 129,30 kr. Skemmuvegur 129,30 kr. 03 édfrtbmin Arnarsmári 129,40 kr. Starengi 129,40 kr. Snorrabraut 129,40 kr. Gylfaflöt 130,50 kr. Bústaðarvegur 130,50 kr. við ef kvittunin á að gilda sem ábyrgðarskírteini eða varðveita skal vegna skattframtala eða bókhalds. Að geyma kassakvittanir á dimmum stað kemur ekki í veg fyrir að letur hverfi. Vandamál hjá SPRON Starfsfólk Spron spari- sjóðs kannast við málið hjá sér og afgreiðslu- kerfi þeirra færir við- skiptavinum kvittanir þar sem áprentunin afmáist. „Það gerist á ein- hverjum árum sem letrið hverfur hjá okkur, við höfum ekki fengið mikið um það að letrið hverfi á skömmum tíma,“ segir Elísabet Hrund Salvars- dóttir, sérfræðingur á markaðssviði SPRON. „Ég vann sjálf í framlínunni og þaðan kannast ég við þetta mál. Þetta hefur verið í einhver ár og vandamálið er pappírinn í vólunum en blekið nær ekki að festast nægj- anlega vel við hann“ Aðspurð segist Elísabet ekki vita til þess að málið sé litið það alvarlegum augum hjá SPRON að verið sé að skipta út afgreiðslukerfi bankans. Brunar á heimilum: Eldavélin er hættulegasta tækið Á hverju ári verður fjöldi heimila fyrir alvarlegu tjóni vegna eldsvoða. í skýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys vegna rafmagns er að finna tölfræðilegar upplýsingar um bruna og þar kemur fram að elda- vélin er algengasta ástæða bruna vegna heimilistækja. Sjöundi hver eldsvoði á heimili er vegna eldavéla og hátt í helmingur allra rafmagns- bruna. Eldavélabrunar eru óþarfir. Þeir verða oftast vegna gleymsku eða aðgæslusleysis. Draga má stórlega úr hættu á eldavélabrunum með því að: 1 Fara aldrei frá heitri hellu - það getur t.d. kviknað i meðan talað er í sima * Halda hreinu - feiti sem ekki er þrlfin af eldavél eða viftu getur valdið eldsvoða ■ Sýna varúð við djúpsteikingu - olían brennur ef hún ofhitnar. Hafa mátulega mikið I pottinum. Ef olían byrjar að rjúka er hún of heit.takið þá pottinn strax af hellunni Muna að eldhúsið er ekki leikvöllur - börn geta kveikt á eldavélum ■ Reyna aðeins að slökkva viðráðanlegan eld - nota pottlokið eða brunateppi og alls ekki vatn. Aldrei snerta pottinn sjálfan, hann brennir > Hafa reykskynjara með rafhlöðum i lagi - það getur bjargað miklu, jafnvel lífi - Bregðast rétt við ef eldur logar - loka dyrum, forða sér og hringja í 112

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.