blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 39

blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 39
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 FÓLKi 39 Nýtt lag með Bríeti Sunnu komið í spilun: Ung og upprenn- andi kántrískvís Platan er að verða tilbúin, ég er búin að syngja inn öll lögin og nú er bara verið að fínpússa hana en hún kemur ekki fyrr en í haust,“ segir Bríet Sunna Valdi- marsdóttir sem fangaði hug og hjörtu Islendinga í Idol stjörnuleit og náði alla leið í 3. sætið. Eftir Idol stjörnuleit hefur Bríet Sunna haft í nógu að snúast. Með því að vinna við gerð sinnar fyrstu plötu hefur hún skemmt vítt og breitt um landið og notið mikilla vinsælda hvar sem hún kemur. Lagið sem nú er að koma í spilun með Bríeti Sunnu heitir Bara ef þú kemur með. Lagið er erlent og var upprunalega flutt af söngkonunni Lee Ann Womack en íslenskur texti er eftir Stefán Hilm- arsson sem syngur lagið með Bríeti Sunnu. Þeim tekst vel upp með lagið enda tveir frábærir tónlistamenn hér á ferð. „Lagið sem komið er í spilun er svona kántrípopp. Þetta var eigin- lega meira kántrí áður en íslenski textinn kom. Svo þegar Stebbi var búinn að semja textann og syngja þetta með mér varð þetta eitthvað örlítið poppaðra en við bjuggumst við í fyrstu. Útkoman er hins veg- ar mjög góð og ég er mjög ánægð með þetta,“ segir Bríet sem er mjög ánægð í tónlistargeiranum. Óskar Páll stýrir upptökum Einn af færustu upptökustjór- um landsins, Óskar Páll Sveinsson, stýrir upptökum á plötunni. Óskar Páll hefur starfað um árabil við upp- tökur í Bretlandi en flutti nýlega aftur heim. Hljóðfæraleikarnir á plötunni eru Jóhann Hjörleifsson trommari, Guðmundur Péturson gítarleikari, Þórir Úlfarsson pianó- leikari og Valdimar Kolbeinn Krist- insson bassaleikari. Það má því með sanni segja að einvala lið komi að plötunni og eru hljóðfæraleikar- arnir meðal þeirra bestu á landinu. Verður í Galtalæk Aðdáendur Bríetar geta tekið gleði sína því sunnudaginn 6. ágúst mun hún skemmta gestum á Fjöl- SMÁAUGLÝ SINGAR 3103733 blaðiöa SMAAUGLYSINGARSBLADID.NET skylduhátíðinni í Galtalæk. Bríet Sunna er ein af fjölmörgum tónlista- mönnum sem mun skemmta í Galta- læk um verslunarmannahelgina, en aðrir sem munu koma fram þar eru t.d. Stuðmenn og Birgitta, Sumar- gleðin, Papar, Snorri og Nylon svo einhverjir séu nefndir. „Það verður brjálað stuð í Galtalæk og ég mun taka einhver lög af nýju plötunni í bland við eitthvað úr idolinu," segir Bríet Sunna. kristin@bladid.net Myndarleg Bríet Surma söng sig inn í hug og hjörtu Islendinga i Idolinu og hefur nú lokið við aö syngja inn á nýja plötu. ▲ fjÉífc UTSALA ERUM ENN AÐ BÆTA VID VÖRUM Fatnaður á alla fjölskylduna í tugþúsundatali fýrir spott-prís Jakkaföt - Stakir jakkar - Frakkar - Buxur - Skyrtur - Bindi Bolir Peysur - Kápur - Blússur - Pils - Kjólar - Toppar - Sokkar Hanskar - Treflar - Vettlingar - Húfur - Nærfatnaður á alla ÍÍÓÉ fjölskylduna - Sængurföt - Lök og handklæði ....................... Fyllið fataskápinn fyrir smápening! Næg Opið: Virka daga 11-19 Laugardaga og sunnudaga 12-18 bílastæði /T ítítii fmm m m ABAKKI 9

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.