blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Lög og regla
Löggæslumál orðið æ fyrirferðarmeiri í opinberri umræðu að undan-
förnu. Stjórnskipan lögreglunnar hefur verið til endurskoðunar undan-
farin ár en einnig hefur mun meira verið rætt um það hvernig hún sé
í stakk búin til þess að bregðast við nýjum aðstæðum og horfa menn
þá einkum til skipulagðrar glæpastarfsemi, hugsanlegrar hryðjuverka-
hagttu og efnahagsbrota af áður óþekktri stærðargráðu í takt við öran
vöxt íslensks viðskiptalífs undanfarin ár.
» Síðustu dægrin hafa menn þó einkum rætt hvernig bregðast megi við
auknum fantaskap í samfélaginu, hvort heldur ræðir um ökufanta eða
fanta, sem fara um miðbæinn með fólsku og ofstopa.
Slíkt virðingarleysi gagnvart lögum og reglu er virðingaleysi gagnvart
samborgurunum öllum. Ökuníðingurinn auðsýnir refsivert skeytingar-
leysi um líf og limi samferðamannanna. Áflogahundurinn er svo annað-
hvort fífl eða ómenni, sem gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum gerða
sinna eða stendur hjartanlega á sama um þær. Fyllilega hlýtur að koma
tíl álita að herða á refsingum fyrir slíkt athæfi.
En hér er um dýpri meinsemd að ræða en svo, að henni verði haldið
í skefjum með strangari viðurlögum. Þessi brot varða nefnilega miklu
fleiri en aðeins þá sem eru fórnarlömb fantanna. Þjóðfélagið allt geldur
fyrir þegar menn hætta sér ekki niður í bæ af ótta við að þar fari drukknir
ribbaldar og amfetamínsberserkir sínu fram. Eða þegar um götur og
vegi aka menn á ofsahraða, sem treysta á lukkuna og eigin óskeikulleik
um að enginn verði á vegi þeirra.
Hér þarf að verða hugarfarsbreyting. Bæði hjá borgurum, stjórn-
völdum og löggæslu. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, vék að
því í viðtali í gær, að rétt væri að horfa til þeirra aðferða, sem Rudy Gi-
uliani og William Bratton notuðu til þess að hreinsa til í New York borg
og snarlækka glæpatíðni á nokkrum árum. Vafalaust má nota þær með
góðum árangri í höfuðborginni, en þær einar munu ekki duga til þess
að koma á þeirri hugarfarsbreytingu, sem nauðsynleg er. Þar þurfa for-
eldrar og kennarar að koma að, ekki aðeins sem uppalendur, heldur líka
sem fyrirmyndir. Eins þarf samstarf atvinnulífs og hins opinbera, þvi
bætt umhverfi er ekki síður vænlegt til árangurs en boð og bönn.
Umfram allt þarf þó einhver að taka forystu í þessum efnum. Þar mun
augljóslega reyna á talsvert á hina nýju borgarstjórn, en ekki síður munu
augu manna í auknum mæli beinast að Stefáni Eiríkissyni, hinum nýja
lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Nú er þörf og nú er lag. Það tæki-
færi má ekki fara forgörðum.
Andrés Magnússonxxx
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur
HÚSBYGGJANDANS
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaöiö
f>’
(T
?
I
é
&
Tóirn'i LAbiiiMU TÓK KMHSKi ekkíallt ?ptír Wl ^
'ÍN 'a mEmn ZÍKiM,ÍS1AWP9 SbLmSiö
ŒRVU V<-RJL»tt«N BYLTíHZU oC, Vol
v!W ÓCtPSLfGfl Ci?« 06 e**TA ar etEPt
Óbyggðirnar
„Óbyggðirnar kalla“, sungu þeir KK
og Magnús Eiríksson í einu besta
og vinsælasta dægurlagi síðustu ára.
Það eru orði að sönnu. Um helgina
fór ég ríðandi inn á hálendi Islands,
upp með Þjórsá, í árlegri hestaferð
með bræðrum mínum, frændum og
vinum.
Útreiðar og ferðlalög um óbyggðir
og hálendi Islands eru bókstaflega
óviðjafnaleg lífsreynsla. Þögnin
og alkyrrðin eru yfirþyrmandi og
undraverð. Á baki hestsins í miðjum
óbyggðunum reikar hugurinn til
þeirrar vaxandi og almennu um-
ræðu sem stendur um náttúruvernd
og umhverfismál.
Valdaskeið Framsóknarflokksins
Það var ekki fyrr en eftir að nýtt
valdaskeið Framsóknarflokksins
hófst árið 1995 að kraftur færðist í
umræðuna um verndun umhverfis-
ins og virkjun fallvatnanna. Ekki út
af áherslum Framsóknar á málefni
umhverfisins, heldur þvert á móti
vegna fálætis flokksins í garð þeirra
mála.
Á meðan framsóknarmennirnir
komu sér fyrir í ráðuneytunum
var ljóst að allt kapp yrði lagt á stór-
virkjanir og stórbrotna uppbyggingu
orkufreks iðnaðar. Fljótlega kom á
daginn að engin heilstæð áætlun
var til staðar um hvað skyldi virkja
og hvað vernda og engin á leiðinni.
Markmiðið var, samkvæmt Valgerði
Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á Iðn-
þingi, að tífalda framleiðsluna á áli
þannig að við næðum milljón tonna
markinu innan tíðar.
Klippt & skorið
Forsíða OV um helgina var undirlögð
af frú Dorrit Moussaiev, forsetafrú
og nýbökuðum ríkisborgara lýðveld-
isins. Var það vendilega merkt „einkaviðtal"
svo ekki færi fram hjá
neinum að um stórvið-
burð væri að ræða. Nú
er það raunar svo að
einkaviðtöl eru þannig
merkt til aðgreiningar
frá viðtölum á blaða-
mannafundum eða
þegar viðtöl eru seld til fleiri en eins fjölmið-
ils, sem tæpast eru nokkur dæmi um hér á
landi. En þegar viðtallð var skoðað kom á
daginn að einkaviðtalið mikla voru aðeins
nokkrar setningar, sem hafðar voru eftir
henni um að forsetafrúnni myndi hugnast að
eldast á íslandi. Heldur þunnur þrettándi.
Þetta er kjarninn í byggða- og
atvinnustefnu ríkisstjórna þeirra
Davfðs Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar. Nú Geirs H. og Guðna.
Því verður aldrei neitað að inntak
valdatíma þessara flokka var veruleg
og óafturkræf uppbygging álverk-
smiðja og stórra virkjana. Síðan er
hægt að fella sig við það eða harma
áherslurnar. Afleiðingarnar af stór-
iðjuáratugnum eru margvíslegar,
en felast fyrst og fremst í glötuðum
Björgvin G. Sigurðsson
tækifærum. I stað þess að fjárfesta í
hugviti og menntun fórum við hina
leiðina undir leiðsögn Framsóknar-
flokksins. Stóriðjuleiðina.
Grænir guðir - og hægri menn
Inntak umhverfismála er ekki
bundið við harkalega vinstri stefnu.
Þó sú staðreynd liggi fyrir að hægri
menn kæra sig yfirleitt lítið um nátt-
túrunverndarmál. Það blasir við ef
litið er til systurflokkanna Sjálfstæð-
isflokksins á Islandi og Repúblíkana-
flokksins í Bandaríkjunum. Innan
þessara tveggja hægri flokka eiga
umhverfisverndarsjónarmið lítinn
Tónleikar Sigur Rósar á Klambratúni
þóttu takast með eindæmum vel og
mátti heyra yfirskilvitlega tóna sveitar-
innar um alla Reykjavík. Páll Ásgeir Ásgeirs-
son skrifar á blogg sinn
(malbein.net/pallasgeir)
ágæta tónleikagagnrýni:
Þettavarskemmtileg
stemningogsennilega
hafa ekki áðurkomið
samansvomargirá
Klambratúni frá þvi að
það vargertað útivistarsvæði fyrirum 40 árum
en gerð þess er reyndar ekki lokið enn. Ég hef
aldrei almennilega náð sambandi við þessa
erkitónlistkrúttkynslóðarinnarengetsvosem
alveg sett upp lopahúfu ágóðum degi og horft
dreymandi og álfslega útí loftið meðan ofur-
hægir spiladósartónar líðaumloftið.Égheldað
kalla
hljómgrunn. Varlega til orða tekið.
Á þessu eru þó vissulega heiðar-
legar undantekningar og nú gerast
guðirnir grænir. Til dæmis um það
er grein Illuga Gunnarssonar hag-
fræðings og hægrimanns í Lesbók
Moggans um helgina.
I ágætri grein skrifar Illugi með
trúverðugum hætti um náttúru-
verndarmál í víðum skilningi út frá
sjónarhóli hægrimannsins. Þessi fyr-
sta alvarlega tilraun hægrimanns á
Islandi til að fjalla um náttúruvernd-
armál er fagnaðarefni og færir um-
ræðuna um þau á hærra plan og frá
jaðrinum. Þó niðurstaðan sé nokkuð
skýr; hagvöxturinn ræður för en ekki
óspillt náttúra.
Þó register Sjálfstæðisfloksins sé
afar dapurlegt í umhverfismálum
þá þarf það ekki að vísa veginn til
framtíðar eða vera hinn endanlegi
dómur um skeytingarleysi flokksins
í þessum málum. Því boðar grein 111-
uga vonandi betri tíð í þeim efnum.
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér að
verða stjórntækur með öðrum en
Framsókn á næstu árum á hann
hinsvegar mikla vinnu óunna við að
koma sér upp boðlegri stefnu í um-
hverfismálum þar sem hann er eitt
stórt pass.
„Hik þú veist er sama og tap“, söng
Ellen Kristjánsdóttir í öðru frábæru
lagi eftir Magnús Eiríksson. Það á
einnig vel við nú. Flokkarnir sem
hika eitt augnablik við að svara kalli
tímans í náttúruverndarmálum tapa.
Svoeinfalt er það.
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í
þegar verður gerð kvikmynd við tónlist afþessu
tagiþá muni hún fjalla um átakanlega sorglegt
liflitillar fatiaðrarhafmeyjar sem getur ekki
syntnemai hringi. Myndin geristi angurværum
draumi neðansjávarog ersýndmjög mjög hægt.
Klipparl les í Morgunblaðinu f gær, að
bjartsýni borgi sig. Er þar í heilsudálki
fjallað um hvernig bjartsýnum er síður
hættvið hjartaáföllum samkvæmt einhverjum
könnunum og fylgja uppástungur um hvernig
hún sé best ræktuð, t.d. með því að fara á nota-
leg kaffihús. Með fylgdi mynd, sem tekin var af
ungu og nánast parísku pari á stéttinni á Cafá
Paris, hann með alpahúfu og gáfusvip, en hún
á kápu með rauðan varalit. Og þarna ræktuðu
þau heilsuna með kaffi, kóki og sígarettu!
andres.magnusson@bladid.net