blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaðiö Vestmannaeyjar: Sveppir í eyjum Rúmlega tuttugu grömm af hassi, amfetamíni og sveppum fundust i heimahúsi í Vest- mannaeyjum á föstudagskvöld. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið og játuðu þeir að eiga efnið. Mest var af hassinu og segja mennirnir að efnin hafi verið ætluð til eigin neyslu. Mönnunum var sleppt eftir yfir- heyrslur og málið telst upplýst. Bólivía: Forsetinn nefbrotnaði Evo Morales, forseti Bólivíu, nefbrotnaði um helgina eftir að hann lenti í samstuði við markmann í knattspyrnuleik. Morales verður á hliðarlínunni næstu tvo daga og mun ekki sinna embættisverkum forseta á meðan. Morales er mikill knattspyrnu- áhugamaður og leikur gjarnan með félögum sínum um helgar. Meiðslin koma á slæmum tíma fyrir Morales því að hann hugð- ist taka þátt í knattspyrnuleik næstkomandi sunnudag en í þeim leik munu Lula da Silva, forseti Brasilíu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, meðal annarra leika listir sínar. Efnt er til leiks- ins í tilefni þess að stjórnarskrár- þing Bólivíu er í þann mund að hefja störf við endurskoðun á stjórnarskrá landsins. Deila hart um greiðslurnar Deila hart um greiðslurnar ■ Miklu munar á greiðslum úr ríkissjóði til Hrafnistu og Sóltúns ■ Stofnunum mismunað segir stjórnarformaður Hrafnistu ■ Krafist meiri þjónustu segir hjúkrunarforstjóri Sóltúns Guðmundur Hallvarðsson: Allir sitji við sama borð „Á meðan Sóltún er að fá sautján þúsund krónur á dag á hvern einstakling og mjög há gjöld til að mæta byggingarkostnaði þá eru önnur hjúkrunarheimili að fá þrettán þúsund. Mismununin er algerlega óviðunandi í ljósi þess frelsis sem Anna Birna vill að viðhaft sé,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, í samtali við Blaðið. Guðmundur segir að verið sé að mismuna öldrunarstofnunum með ýmsum hætti. „Mismun- unin lýsir sér í mismun á dag- gjöldum og á greiðslum húsnæð- iskostnaðar á hvern fermeter. Aukþess greiðir ríkið til Sóltúns allan lyfja- kostnað við þann einstak- ling ef ígildi þess kostnaðar nemur hærri upphæð en tuttugu og einu daggjaldi. Slík greiðsla þekkist ekki til annarra hjúkrunarheimila.“ Að sögn Guðmundar er lítill sem enginn munur á þessum sjálfseignarstofnunum. „Það er sama þjónusta á Sóltúni og Hrafnistu. Eini munurinn er að herbergin á Sóltúni eru aðeins stærri en á Hrafnistu. Ef eitthvað er þá er þjónustan betri á Hrafn- istu, þar sem er leikfimisalur, sundlaug og góð aðstaða fyrir sjúkraþjálfun." Guðmundur tekur ekki undir að reynslan af Sóltúni hafi skipt sköpum í viðhorfsbreytingu fyrir bættum aðbúnaði eldri borgara eins og Anna Birna heldur fram. Nú vill ráðuneytið fara aðrar leiðir en þessar hefðbundnu. Stefnt er að því að fara sömu leið og í Danmörku, það er að einstaklingurinn njóti þess áfram að vera einstaklingur, þó að hann sé kominn inn á „hjúkrunarheim- ili“, sem er þó með öðrum hætti en nú er,“ segir Guðmundur og segir að allir eigi að sitja við sama borð. „Fyrir hönd Hrafnistuheim- ilanna vil ég fá að setjast við borð heilbrigðisráðherra og gera samn- inga á sama grunni og Sóltún." Anna Birna Jensdóttir: Auknar kröfur gerðar til þjónustu „í útboðinu á sínum tíma var gert ráð fyrir að þetta hjúkrunar- heimili okkar yrði með veikara fólk heldur en almennt gerist á íslenskum hjúkrunarheimilum. Raunin varð sú að við tókum við fólki sem átti ekki innangengt inn á önnur hjúkrunarheimili," segir Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Öldungs og hjúkrunarforstjóri á Sóltúni. „Daggjöld eru greidd í sam- ræmi við hjúkrunarþyngd og daggjöldin okkar miðast við þessi verkefni. Að þessu leyti er því ekki verið að mismuna hjúkrun- arheimilum. Sömu lögmál gilda inni á sjúkrahúsum, þar sem legu- dagurinn á gjörgæslu er til dæmis mun dýrari en á akút lyfjadeild,“ segir Anna Birna. Anna Birna segist spyrja hví Hrafnista hafi á sínum tíma hætt við að bjóða í verkefnið „Hjúkr- unarheimili- einkaframkvæmd“. „Mér finnst það liggja í augum uppi að þeim líkaði ekki þau skil- yrði sem voru sett. Eitt atriði sem má ekki gleyma í þessari umræðu er að mikill mismunur er á okkur og hjúkrunarheimili Hkt og Hrafn- istu. Við ráðum nánast engu hverjir koma inn til okkar, öfugt við Hrafnistu sem getur valið og hafnað.“ Að sögn Önnu Birnu hafa kröfur aukist í þessum mála- flokki eftir að Sóltún tók til starfa, hvað varðar aðbúnað og þjónustu. „Búið er að breyta viðhorfinu. Þar ber að hrósa ríkisstjórninni sem stóð fyrir Sóltúns-útboðinu. Við buðum í verkefnið og svo er verið að skamma okkur fyrir það eitt að vanda okkur að framfylgja gerðum samningi. Ég botna ekkert í slíkri röksemdafærslu, en Guðmundur virðist ekki geta fjallað um sitt eigið heimili, án þess að fjalla um okkar líka.“ Anna Birna fagnar því að Hrafn- ista hafi með nýrri álmu sinni, verið að færast nær þeim megin- hugmyndum sem Sóltún byggir á. „Þar eru ein- staklingsher- bergi, betri þjónusta og aðbúnaður en áður. Þeir hafaverið að færa sig nær nútíma- kröfum og mannskiln- ingi.“ n Þar sem gæðagleraugu... ....kosta minna Sólgleraugu fyrir konur og karla Líklega hlýlegasta gleraugnaverslun norðan Alpafjalla Reykavíkurvegi 22 220 Hafnarfírði 565-5970 www.sjonarholl. is íranar hefja málverndarátak: Banna málslettur Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Irans, hefur gefið út tilskipun sem bannar landsmönnum að nota erlendar málslettur. For- setinn skipaði á dögunum þeim ríkisstofnunum sem sinna menn- ingarmálum að gefa út lista yfir persnesk orð sem landsmenn eiga í nota stað erlendra orða. Til að mynda er bannað að nota ítalska orðið „pizza“ en í stað þess eru ír- anar hvattir til þess að nota pers- neskt orð sem merkir „teygjanlegt brauð.” í samtarfi við ríkisstjórn lands- ins hafa menningarmálastofn- anir gefið út lista yfir tvö þúsund orð sem hægt er að nota í stað er- lendra slettna. Flest orðin sem rík- isstjórnin hefur horn í síðu koma fransforseti Margir telja til séu orð á persnesku um allt sem er hugsað á jörðu. úr evrópskum tungumálum, en ískum slettum þar sem að Kóran- hún hefur minni áhyggjur af arab- inn er skrifaður á þeirri tungu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.