blaðið - 16.08.2006, Qupperneq 6

blaðið - 16.08.2006, Qupperneq 6
6IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaðið Borgarstjóri New York: Ræðst gegn reykingum Michael Bloomberg, borgar- stjóri New York-borgar, hefur ákveðið að baráttuna reyk- ingum í Bandaríkjunum með rúmlega eins milljarðs króna framlagi. Féð kemur úr eigin sjóðum Bloombergs, sem er mikill baráttumaður gegn reykingum. Að sögn Bloombergs mun féð renna til ýmissa hópa sem vinna að tóbaksforvörnum og berjast fyrir hertri tóbakslögjöf. Vestfirðir: Kennarar læra aga Kennarar og skólastjórar í vestfirskum grunnskólum sátu í gær aganámskeið. Ekki var ætlunin að aga kennarana og skólastjórana heldur að kenna þeim hvernig best væri að halda uppi aga í kennslustofunni. Námskeiðið er á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Frá þessu er sagt á vef Bæjar- ins besta. Þar segir jafnframt að námskeiðið sé samið af heimamönnum. Miðausturlönd: Iranar og Sýrlendingar fagna ■ Forseti Sýrlands segir ekki hægt að semja um frið við Bush ■ Gagnrýnir Arabaríki Bashar Assad, forseti Sýrlands, lýsti því yfir í gær að árangur skæru- liða Hizballah í baráttunni gegn ísra- elsmönnum markaði hrun áætlana George Bush, forseta Bandaríkjanna, um „nýMið-Austurlönd.” Assad sagði ennfremur við fjölmiðla í gær að af- rek Hizballah hefðu breytt ástandinu á svæðinu og sýn Bandaríkjamanna á svæðið væri nú ímyndun ein. Forsetinn sagði einnig að ísraelar þyrftu að semja frið ellegar verða yf- irbugaðir í framtíðinni. Hann sagði nauðsynlegt að Bandaríkjamenn kæmu að friðarsamkomulagi en sagði ekki væri hægt að semja frið meðan George Bush færi með völd í Washington og þar af leiðandi væri ekki útlit fyrir frið í fyrirsjáanlegri framtið. Segir sökina liggja hjá Bandaríkja- mönnum < Bashar Assad, 'L forseti Sýrlands Bashar Assad fordæmdi þau Araba- ríki sem gagnrýndu Hizballah fyrir að hafa komið af stað átökunum með því að ræna tveim hermönnum við landamæri fsraels og Líbanons þann tólfta júlí. Hann sagðist ekki biðja nein ríki um að berjast með eða fyrir málstað Sýrlendinga en fordæmdi að sumar ríkisstjórnir á svæðinu skuli hafa haft samúð með sjónarmiðum óvinarins. Þrátt fyrir að forsetinn nefndi ekki ríkin á nafn er Ijóst að A leið heim Libanar snúa heim eftir að vopnahléid gekk i gildi. Á bílnum er mynd af Sheik Hassan Nasr allah, leiðtoga Hizballah. hann á við stjórnvöld í Sádí-Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu. Mahmoud Ahmadinejad, forseti f r- ans, fagnaði einnig „sigri” Hizbollah í Líbanon og sagði hann vera upp- fyllingu á loforði æðri máttarvalda. Ahmad Khatami, einn af helstu klerkum frans, sagði einnig í gær að franar myndu svara eldflaugaárás á Tel Aviv í fsrael, yrði gripið til hern- aðaraðgerða gegn fran að undirlagi Vesturlanda. Tzipi Livni, utanríkisráðherra ísra- els, sagði í gær að niðurstaða átakanna og vopnahléið sem samið hefur verið um þýði að Sýrlendingar muni ekki geta lengur haft áhrif á gang mála gegnum vígamenn Hizballah í Líb- anon ogstjórnvöld í Damaskus þyrftu að gerasér grein fyrir því að þeir gætu ekki lengur beitt sér 1 Líbanon. fsraelar hófu að draga hluta af her- liði sínu úr suðurhluta Líbanons í gær eins og vopnahléssamkomulagið gerir ráð fyrir. Á sama tíma er koma alþjóðlegs herliðs og líbanskra her- manna á svæðið yfirvofandi. ðldungadsild MH Viltu læra eitthvað nýtt og spennandi? Viltu gæða kennslu? Viltu styrkja undirstöðuna? Skelltu þér þá í skemmtilegt og fjölbreytt nám hjá okkur. Innritað verður dagana 16.-18. ágúst í skólanum frá kl. 16-19, í síma frá kl. 9-15 og yfir netið allan sólarhringinn. Áfangar í boði á haustönn 2006 \NN V//j Danska íslenska Norska Sænska DAN1036 ÍSL 1036 NOR 1036 SÆN 1036 ÍSL 2036 NOR 3036 SÆN 2036 Eðlisfraeöi ÍSL 3036 SÆN 3036 NÁT 1336 ÍSL 3224 Saga EÐL 1036 ÍSL 3736 SAG 1036 Tölvufræði ÍSL 4036 SAG 3036 TÖL 1036 Efnafræði ÍSL 4224 SAG 3836 (Dreifnám) EFN 2036 ÍSL 5036 TÖL 1136 NÁT 1236 Sálfræði (Dreifnám) ítalska sál 1036 Enska ÍTA 1036 sál 2036 Þýska ENS 1036 ÍTA 3036 ÞÝS 1036 ENS 3036 ÍTA 4036 Spænska ÞÝS 3036 ENS 4036 spæ 1036 ÞÝS5136 Jarðfræði spæ 3036 Félagsfræði NÁT1136 FÉL 1036 NÁT 1036 Stærðfræði (dreifnám) STÆ 1036 FÉL 2036 Líffræði STÆ 2636 (dreifnám) NÁT1036 STÆ 3036 FÉL 2636 LÍF 1036 STÆ 5036 STÆSTO Franska Náttúrufræði (Stoðtími) FRA 1036 NÁT1036 FRA 3036 NÁT 1136 Hagfræði NÁT1236 ÞJÖ1036 NÁT 1336 Nánari upplýsingar á heimasíðu MH www.mh.is. Borgarfjarðarbrúin Fær einungis tvær stjörnur í gæðamati EuroRap Könnun á gæðum vega: Borgarfjarðarbrúin fær tvær stjörnur Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Heildareinkunn Reykjanesbrautar er þrjár stjörnur af fjórum mögulegum samkvæmt gæðamati EuroRap. Á stuttum hluta i gegnum Hafnarfjörð fær Reykjanesbrautin hins vegar fjórar stjörnur, en á nokkrum stöðum tvær stjörnur svo sem í nágrenni við álverið í Straumsvík. Til að meta gæði íslenskra vega var gerð athugun á um 175 kílómetrum á Reykjanesbraut, hluta Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar. Unnið var að staðlaðri gæða- og öryggiskönnun undir merkjum EuroRap, en niður- stöður voru kynntar í gær. FÍB sá um framkvæmdina með stuðningi samgönguráðuneytisins, en Um- ferðarstofa annaðist fjármögnun verkefnisins. Heildareinkunn Suðurlandsvegar var þrjár stjörnur, en á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss fær vegur- inn aðeins tvær stjörnur, meðal ann- ars vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Vesturlandsvegur fær í heildina þrjár stjörnur. Sumstaðar nær hann aðeins tveimur stjörnum og dæmi um það eru vegbrúnir uppfylling- arinnar sem liggja að Borgarfjarð- arbrúnni en þar hafa verið settir stórir grjóthnullungar til þess að varna því að ökutæki hafni úti í sjó í stað þess að sett séu upp vegrið. „Af- leiðingar þess að ökutæki hafnar á grjótgarðinum eru mun alvarlegri en ef það hafnar á vegriði. Nýi tvö- faldi veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mos- fellsbæjar er mjög nálægt því að fá fjórar stjörnur," segir í frétt frá Um- ferðarstofu. Þar segir jafnframt að umhverfi vegarins sé til fyrirmyndar og gatnamót eru sett i hringtorg, en þar vantar hins vegar vegrið milli ak- brauta til að vegurinn fái allra hæstu einkunn.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.