blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 14
blaðiö Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulitrúi: Janus Sigurjónsson Á skal að ósi stemma Á dögunum komst upp um samsæri til þess að drýgja enn ein hryðju- verkin, hálfu hryllilegri en þau sem á undan hafa gengið. Fyrir vikið hafa yfirvöld víða um heim aukið viðbúnaðarstig sitt til muna og það á við hér á Islandi líka. Öryggiseftirlit á flugvöllum hefur verið hert, list- inn yfir bannvöru í handfarangri hefur lengst og þar fram eftir götum. Ot af fyrir sig má segja að ráðstafanirnar séu af hinu góða. Þær minnka líkurnar á því að ódæðismönnum, sturluðum af trúarofsa og hatri á vest- rænni siðmenningu, auðnist að slátra saklausu fólki að vild í nafni ríkis guðs á jörðu, en þeir telja sig þess umkomna að boða vilja hans og fram- fylgja með þessum hætti. En þegar öryggisráðstafanirnar eru á góðri leið með að riðla öllum almenningssamgöngum landa á milli er ekki úr vegi að spyrja ýmissa spurninga. Jafnvel þó þær séu óþægilegar. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, er það staðreynd, að hryðjuverkaógnin á rætur sínar að rekja til íslamskra fasista, sem telja einstaklingnum og öllu öðru til fórnandi í þágu hinnar miklu heildar sanntrúaðra. Pólitískur rétttrúnaður, ofurviðkvæmni eða hrein og klár afneitun hefur orðið þess valdandi að á þetta þora menn helst ekki að minnast í opinberri umræðu. Menn óttast að verða sakaðir um fordóma eða jafn- vel að gera sjálfa sig að skotmörkum. Og þá er auðveldara að tala um einhverja óljósa ógn og grípa til svo strangra og almennra öryggisráð- stafana, að sumir freistast til þess að tala um lögregluríki. Ekki þarf að lýsa því hvað leit á öllum flugfarþegum gerir ferðalög tímafrekari og erfiðari. Eða hvað slíkar ráðstafanir eru dýrar. En hver segir að leita þurfi á hverjum einasta farþega? Eru miklar líkur á því að níræð amma frá Hnífsdal sé með eitthvað misjafnt í pokahorninu? Eða fjölskylda frá Milwaukee? Staðreyndin er sú að nær öll hryðjuverk á Vesturlöndum undanfarin ár hafa verið unnin af ungum múslimskum körlum, sem yfirleitt ferðast einir eða í afar smáum hópum jafningja. Sú lýsing á við afar litið brot þeirra milljóna farþega sem nú tefja við örygg- ishliðin á flugvöllum um heim allan. Sérstök öryggisgæsla áhættuhópa ber ekki vott um fordóma, vegna þess að hún er byggð á reynslunni. Og hver hefur sakað yfirvöld um fordóma þegar þau hafa sérstakar gætur á mönnum í fótboltatreyjum ef ástæða er til þess að óttast fótboltabullur? Eða þegar síðhærðir menn í leðurjökkum merktum vítisenglum eru teknir til sérstakrar skoðunar? Það er tími til kominn að láta af tæpitungu og tepruskap. Yfirvöld eiga ekki að hika við að grípa til nauðsynlegra öryggisráðstafana, en þau eiga að láta það nægja sem dugir. Andrés Magnússon Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á f réttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsips Dreifing: (slandspóstur VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR WWW, Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í sima 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaöiö Að kjósa formann Við framsóknarmenn komum saman til flokksþing á heldur óvenju- legum árstíma nú um helgina, þegar fyrir liggur að Halldór Ásgrímsson lætur af embætti formanns flokks- ins. I því felast vitaskuld heilmikil tíðindi og tímamót, því Halldór hefur verið formaður og varafor- maður Framsóknarflokksins allar götur frá árinu 1980, eða í 26 ár og formaður í tólf ár. Stærstan hluta alls þessa tíma hefur Framsóknar- flokkurinn átt aðild að ríkisstjórn og því má segja að fjölmargir telji Halldór samofinn íslenskri stjórn- málasögu á síðari árum, enda hefur hann verið ráðherra í nítján ár og enginn núlifandi alþingismanna hefur setið á þingi lengur en hann. Það eru mikil tíðindi í flokks- starfi að velja nýjan formann. I tilviki okkar framsóknarmanna er sú staða komin upp, að kosn- ingar verða um forystusveitina alla og þegar þetta er ritað, hafa alls níu manns gefið kost á sér í þau þrjú embætti sem skipa for- ystusveitina. Það er því útlit fyrir spennandi kosningar og víst er að lokaspretturinn fram að flokksþinginu á eftir að einkenn- ast afþví. Eiginleikar foringja Hvaða eiginleikar eru það sem forystumaður í stjórnmálaflokki þarf að búa yfir? Jú, hann þarf að búa yfir reynslu og víðsýni, hafa öflugt tengslanet og skynja strauma og stefnur í samfélaginu. Hann þarf aukinheldur að vera vel að sér um ýmsa hluti, geta komið fyrir sig orði og laðað fólk til samstarfs, ekki aðeins sina félaga heldur einnig aðra. Hann þarf að njóta virðingar Klippt & skorið Lesa mátti í Morgunblaðinu í gær fregn af sviptingum á dönskum blaðamarkaði vegna hins nýja fríblaðs Baugs I landi lítilla sanda og lítilla sæva. Fyrirsögnin kom sannarlega blóðinu á hreyfingu: „Danskt fri- blaðastríð krefst fórnarlamba." Og jæja. En hitt ersvo annað mál að nú mun verulega reyna á það hversu djúpir vasar Gunnars Smára Egilssonar og Dagsbrúnar- manna reynast, því það kostar skildinginn að hleypa slíku blaði af stokkunum. Fréttablaðið hérlenda hafði vissulega árangur sem erfiði f annarri tilraun eftir að þolinmóðir eigendur fundust (þó þeir hafi nú ekki viljað gefa sig fram). Aðstæður í Danmörku eru hins vegar allt aðrar en hér á landi, því þar ráða eig- endurnir ekki yfir helstu auglýsendum, sem geta niðurgreitt Nyhedsavisen eftir þörfum. flokkssystkina sinna, vera leiðtogi í þeirra röðum og hafa skýrt umboð. Þá er mikilvægt að formaðurinn sé líklegur til þess að geta unnið með öðrum stjórnmálaöflum, sé tilgang- urinn sá að hafa einhver áhrif í stjórnmálastarfinu. Það þýðir að við- komandi þarf að njóta trausts langt út fyrir raðir sínseigin flokks. Þetta er ekki síst mikilvægt í Fram- sóknarflokknum sem hefur lengst af öldinni verið i ríkisstjórn Islands og stýrt þar að auki flestum sveitar- Björn Ingi Hrafnsson félögum í félagi við aðra flokka um langt árabil. Steingrímur Hermanns- son naut slíkrar virðingar og það gerði Halldór Ásgrímsson einnig. Hann myndaði ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum árið 1995 og hún endurnýjaði samstarf sitt tvisvar sinnum, fyrst árið 1999 og svo 2003. Halldór tók svo við sem forsætisráð- herra 15. september 2004 og gegndi því þar til í byrjun sumars að hann kaus sjálfur að segja af sér embætti og draga sig út úr stjórnmálum. Sóknarglaðan fyrirlið Við framsóknarmenn þurfum því að velta nokkrum grundvallarspurn- Ekki síður kann hitt þó að skipta máli, að þar- lendir prentmiðlar grípa ekki aðeins til varna, heldur blása til sóknar gegn nýliðunum. Eftir á að hyggja telja margir að vöxtur Fréttablaðs- ins hefði ekki orðið jafnör og raun bar vitni ef Morgunblaðið hefði tekið samkeppnina alvar- lega í tíma. Yfirlýsingar Einars Odds Kristjánssonar um fjárlögin og hvernig ríkisstofnanir og ráðuneyti fara eins og ekkert sé fram úr fjárheimildum sínum, hafa vakið verulega athygli. Einar Oddur, sem á sínum tíma var nefndur bjargvætturinn að vestan vegna að- komu hans að þjóðarsáttinni góðu, er helsti sérfræðingur sjálfstæðismanna í ríkisfjár- málum og einn allt of fárra þingmanna, sem jafnan tekurvörn skattborgara í viðureigninni við eyðsluklær hins opinbera og sérhagsmuna- ingum fyrir okkur í aðdraganda flokksþings. Hver er líklegastur til að sameina flokkinn okkar til sóknar á kosningavetri? Hver er lík- legastur til að miðla málum milli ólíkra sjónarmiða í flokknum okkar, verða sameiningartákn í stórum hópi og leiða starfið framundan. Skýra stefnuna, móta baráttaað- ferðirnar, byggja upp flokksstarfið? Hver er líklegastur til að ná góðum árangri í næstu kosningum og leiða flokkinn áfram til áhrifa í íslensku samfélagi? Framsóknarflokkurinn stendur nú á tímamótum. Tækifærin blasa við, en hætturnar leynast þó víða. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og standa betur saman. Við verðum að skýra betur stefnu okkar, þróa hugmyndafræðina og vera óhrædd við að taka áhættu og koma fram með nýjungar. Við verðum að endurspegla fólkið i land- inu, horfast í augu við breytingar sem hafa orðið á samfélaginu, horf- ast í augu við slæmar skoðanakann- anir og leitast við að gera betur. Við eigum að gera betur. Ég er þeirrar skoðunar að Fram- sóknarflokkurinn eigi brýnt erindi við íslenskan samtíma. Hann þarf að viðhalda sinni stöðu sem öflugt mótvægi á miðjunni, laus við kreddu- kenningar og kennisetningar sem passa ekki við íslenskan raunveru- leika. Val á forystumönnum skiptir miklu máli í þessu sambandi og mikilvægt er að vel takist um helg- ina hjá okkur framsóknarmönnum. Það getur raunar ráðið úrslitum um framhaldið. Höfundur er borgarfulltrúi framsóknarmanna. hópa, sem telja sjálfsagt að aðrir borgi fyrir áhugamál sín. Umræður um ofurlaunin eru í rénun, enda varla ómaksins virði ef horft er fram hjá Hreiðari Má Sigurðssyni í KB banka. En hvernig stendur á þvi að eng- inn hefur minnst á fólk eins og Björk Guðmundsdóttur og Eið Smára Guðjohnsen? Þess verður tæpast langt að bíða að stjórnvitringar landsins keppist um að hvetja þau til þess að afsala sér lunganum af launum sfnum í nafni launajöfnuðar. Því verður ekki trúað að þar búi að baki jafnlágkúrulegar hvatir og öfund eða lýðskrum. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.