blaðið - 16.08.2006, Qupperneq 15
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
27
matur
matur@bladid.net
ís í sólinni
Fátt jafnast á við að gæða sér á is á hlýjum
sumardegi þegar sólin leikur við mann og
vart bærist hár á höfði. Jógúrtis er málið. t
Skyndibiti þarf ekki
endilega að vera óhollur
Skyndibitastaðir voru ekki margir
í Reykjavík fyrir 20 til 30 árum. Nú
á dögum eru þeir nánast á hverju
götuhorni. Börn og unglingar neyta
í auknum mæli skyndibitafæðis og
sú þróun vekur upp margar spurn-
ingar um matarvenjur landsmanna
og hvort þær séu hugsanlega að
breytast til hins verra.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk-
efnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, leggur
áherslu á að skyndibiti og skyndibiti
sé ekki það sama heldur skipti máli
hvað verður fyrir valinu. „f grunn-
inn er þetta oft hollur matur úr
brauði, grænmeti og kjöti. Þú getur
til dæmis fengið þér hamborgara
með fullt af grænmeti og smá sósu
og er hann þá hinn hollasti matur.
Með því að fá þér þrjár matskeiðar
af kokteilsósu tvöfaldarðu orkuinni-
hald máltíðarinnar. Þegar við bæt-
ist svo stór skammtur af frönskum
kartöflum og hálfur lítri af gosi
er hollustan farin fyrir lítið,“ segir
Hólmfríður.
Pítsan þjóðarrétturinn
f landskönnun sem Manneldisráð
gerði á mataræði íslendinga árið
2002 kom í ljós að neysla unglinga á
pítsumhafðiaukist ogmásemdæmi
nefna að strákar borðuðu að með-
altali 120 grömm, sem samsvarar
einni stórri sneið, af flatbökum á
degi hverjum. „Pítsan er orðin þjóð-
arréttur ungra fslendinga í staðinn
fyrir fiskinn. Þróunin hefur gerst
hægt og sígandi og er ekki góð, enda
er fiskurinn svo mikil hollustuvara,"
segir Hólmfríður.
Hún segir að full ástæða sé til að
hafa áhyggjur af því hvernig matar-
venjur ungu kynslóðarinnar þróast.
Ágeng markaðssetning
Skyndibitastaðir reyna að höfða til
barna og unglinga með auglýsingum
og markaðsstarfi og sums staðar fá
þau leikföng eða annað slíkt með
máltíðum.
„Það þarf að reyna að temja ung-
viðinu hollar neysluvenjur, en það
getur verið erfitt að standast ágenga
markaðssetningu,” segir Hólmfríður
og bætir við: „Auka þarf framboð
á hollum skyndibitum, bjóða til
dæmis upp á fituminni sósur, ískalt
Höfða til barna og unglinga Skyndibitastaðir reyna að höfða til bama og
unglinga með ágengum auglýsingum og markaösstarfi.
vatn, nóg af grænmeti og ávöxtum
og gróf brauð, því eins og komið
hefur fram þurfa skyndibitar ekki
að vera óhollir. Einnig þarf að hefja
heimilismáltíðirnar til vegs og virð-
ingar og vekja fólk til umhugsunar
um að ekki þurfi að taka langan tíma
að elda góða fiskmáltíð.“ Aðgengi að
hollum mat þurfi að vera gott þannig
að holla valið verði auðvelda valið.
' Verðlaun MNl Fjöreggið
er veitt þeim sem hafa sýnt
fmmkvæði eða stuðlað að
*—" öflugum matvælaiðnaði.
Fjöreggiö 2006
Verðlaunanefnd óskar eftir tilnefn-
ingum til Fjöreggs Matvæla- og
næringarfræðafélags ísland (MNl)
2006. Tilnefningar þurfa að berast
fyrir 15. september.
Matvæladagur Matvæla- og nær-
ingarfræðafélags ísland verður
haldinn í 14. skipti 20. október
næstkomandi. A Matvæladeg-
inum verða veitt árleg verðlaun,
„FJÖREGG MNl“, fyrir lofsvert
framtak á matvæla- og næringar-
sviði. „Fjöreggið", sem er íslenskt
glerlistaverk, er veitt með stuðn-
ingi frá Samtökum iðnaðarins.
Félagsmenn sem og aðrir eru
eindregið hvattir til að tilnefna
til verðlaunanna vörur eða gott
framtak einstaklinga, stofnana
eða fyrirtækja sem sýnt hafa frum-
kvæði og stuðlað að öflugum mat-
vælaiðnaði. Efni Matvæladagsins
(ár er einmitt „öflugur matvæla-
iðnaður í stöðugri framþróun." Til-
nefningar verða metnar af þriggja
manna dómnefnd fagaðila.
Tilnefningum, ásamt rökstuðningi,
skal annað hvort koma á fram-
færi við undirbúningsnefndina í
gegnum tölvupóst eða í gegnum
heimasíðu MNÍ eigi síðar en 15.
september 2006.
Saltfiskvöfflur slá í gegn
Girnilegar saltfiskvöfflur Úlfar Eysteinsson, matreiöslumeistari á Þremur
Frökkum, á heiðurinn að uppskrift að saltfiskvöfflum sem slógu í gegn á Fiski-
deginum mikla á Datvík um siðustu helgi. Blaðiö/steinarHugi
Sá réttur sem gerði einna mesta
lukku á Fiskideginum mikla á
Dalvík um síðustu helgi voru salt-
fiskvöfflur að hætti Olfars Eysteins-
sonar matreiðslumeistara á Þremur
Frökkum.
Vöfflurnar eru byggðar á upp-
skrift að spænskum saltfiskbollum
og segir Ulfar að upphaflega hafi
þeir ætlað að bjóða upp á þær. Það
reyndist hins vegar hægara sagt en
gert vegna tæknilegra vandamála
enda eru slíkar bollur djúpsteiktar
og erfitt hefði verið að steikja þær í
nógu miklum mæli. Júlíus Júlíusson,
framkvæmdastjóri Fiskidagsins
mikla, kom þá upp með þá snilld-
arhugmynd að steikja bollurnar í
vöfflujárni sem Úlfar sá strax að
myndi ganga upp.
Úlfar segir að gestir á Fiskideg-
mum hafi tekið vöfflunum mjög
vel og 99 prósent þeirra sem próf-
uðu þær hafi hoppað hæð sína af
ánægju.
„Ólafur Ragnar forseti tók heila
vöfflu og setti á hana súrsæta sósu
og hafði einmitt orð á því að þetta
væri snjallræði og bragðgott. Það má
líka setja með þessu spænskt hvít-
lauksmajones (alioli). Rússar borða
vöfflur með kavíar og sjálfur hef ég
prófað þetta með sultu og rjóma. Þá
er ábyggilega gott að setja ost ofan á
þetta og láta hann bráðna. Ekkert er
bannað," segir Úlfar og tekur undir
að fólk sé oft of fast í hefðum þegar
matargerð sé annars vegar.
Saltfiskvöfflur
. Saltfiskur
• Hvítur pipar
. Paprikuduft
•Laukur
. Hvítlaukur smátt saxaður
• Vatn
• Vatnsdeig
Þetta er grunnuppskrift að salt-
fiskvöfflunum en Ulfar hvetur fólk
til að þróa hana áfram og móta að
eigin smekk. „Sumir myndu vilja
setja svolítið oreganó eða karrí, aðrir
myndu vilja sleppa hvítlauknum og
svo framvegis. Aður en við vitum
eigum við til saltfiskvöffludeig á
hverju einasta heimili og hvert með
sínu sniði. Eins og með plokkfisk-
inn verða uppskriftirnar jafnmargar
fjölskyldunum í landinu."
OFNBÖKUÐ ÝSA með indverskum blæ
• 2 ýsuflök, 700-800 g
• 3msk. mangó-cbutney frá Pataka's
• 3 msk.
Roð- og beinhreinsið ýsuflökin og skerið í hæfilega bita. Setjið mangó-chutney í skál
og penslið ýsubitana vel með því á báðum hliðum. Stráið Indversku vel
yfir beggja megin. Setjið í eldfast form. Bakið 1 ofni við 180°C í 15 mín.
Berið fiam med uppáhaldshiísgijónunum ykkai og salati.
\
hH JÁORMSSQN
SAMSUNG
LE32M51BX
32" háskerpu
LCD sjónvarp
SAMSUNG
DVD-125
DVD upptökutœki
og spilari
Verö éður: 264.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 219.900 kr.
Þú sparar: 45.000 kr
Pottar
og pönnur
25-40%
afsláttur
ORMSSON
1. LÁGMÚLA 8 ■ Simi 530 2800 2. SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 3. SMÁRALIND ■ Simi 530 2900 4. AKUREYRI • Simi 461 5000 5. KEFLAVÍK ■ Sími 421 1535 WWW.ORMSSON.IS