blaðið - 16.08.2006, Page 25

blaðið - 16.08.2006, Page 25
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 37 Afmæhsborn dagsms MADONNA POPPSTJARNA, 1958 MENACHEM BEGIN ÍSRAELSKUR FORSÆTISRÁÐHERRA, 1913 SHIMON PERES ISRAELSKUR FORSÆTISRÁÐHERRA, 1923 kolbrun@bladid.net M Penguin fellur fyrir bók Hugleiks jpv útgáfa hefur gengið frá samningi við Penguin útgáfuna um enska út- gáfu á Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Penguin er sennilega virtasta útgáfufyrirtæki heims. Penguin kaupir enskumælandi rétt fyrir allan heiminn að Islandi undanskildu þar sem JPV hefur nýlega gefið bókina út á ensku fyrir Islandsmarkað. Bókin kemur út í vandaðri innbundinni útgáfu hjá þeim strax í haust undir merki Michael Joseph sem er eitt af útgáfunöfnum Penguin. Útgáfustjóri Penguin, Alex Clarke, segir að bók Hugleiks sé algjör- lega ómótstæðileg og skemmti- legasta bók sem hann hafi lesið í háa herrans tíð. Penguin óskaði jafnframt eftir að annast sölu þýðingarréttinda bókarinnar um allan heim en þeir hafa á að skipa einhverri sterk- ustu söludeild erlendra réttinda ( veröldinni. Eftir viðræður á undan- förnum vikum um kjör vegna slíks samnings hefur JPV gengið til samninga við þá um að þeir ann- ist alla réttindasölu bókarinnar. Agnar Jón og hluti af leikhópi hans. ,Maður gefur þeim taeknileg ráö en venjulega er það þannig að þegar þau gera eins og þau vilja, frá hjartanu, þá er útkoman best, “ segir Agnar Jón. Nýtt barxialeikrit frumsýnt MyndÆyþór Grimmt, glatt og hlýtt Wladimir Kaminer kemur til íslands Wladimir Kaminer, höfundur bókarinnar Plötusnúður Rauða hersins, kemur til íslands á Menningarnótt í boði Goethe-lns- titut og Eddu útgáfu. Hann les úr skáldsögunni Plötusnúður Rauða hersins og fleiri bókum sínum í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 laugardaginn 19. ágúst kl. 21.00, en íslenskur lestur verður í höndum Þorsteins Guð- mundssonar leikara, rithöfundar og uppistandara. Edda útgáfa gaf Plötusnúð Rauða hersins nýverið út í þýðingu Magnúsar Þórs Þorbergssonar. Uppákomur Kaminers eru jafnan stórbrotnar og hann spjallar frjálslega við áheyrendur sína á mörgum tungumálum um leið hann skýrir út hvernig það var að vera ung- lingur í Sovétríkjunum sálugu eða hvernig best er að best er að sletta í form (alræðiseldhúsinu, en nýverið gaf hann út kokkabók með safni gamalla kommúnista- rétta í félagi við konu sína Olgu. Kaminer kemur til landsins í fylgd Olgu Kaminer en saman mynda þau ásamt fleirum plötusnúða- teymi og útgáfu sem gengur undir nafninu Russendisko. Þau halda Rússadiskó á NASA föstudags- kvöldið 18. ágúst sem hefst kl. 23.00 og er aðgangseyrir kr. 500. Þar verða íslendingar kynntir fyrir einstökum tónlistarstefnum sem jafnvel staurfætur fá ekki staðist. Einnig munu þau kynna Rússa- diskó-diska sína í versluninni 12 tónar föstudaginn 18. ágúst. Á Menningarnótt, 19. ágúst klukk- an 15:00, verður frumsýnt ( Austur- bæ barnaleikritið Drekaskógur eftir Agnar Jón Egilsson. Nýstofnað leik- félag barna og unglinga setur upp leikritið. Leikendur eru á aldrinum 9-17 ára. Stökkpallur fyrir unga leikara Höfundur og leikstjóri verksins, Agnar Jón, átti hugmyndina að stofn- un leikfélags barna og unglinga. „Ég hef mjög víða kennt leikíist frá því ég útskrifaðist sem leikari fyrir níu árum. Mig hafði lengi langað til að búa til gulrót fyrir börn, það er að segja skapa stökkpall fyrir þau í leik- listinni þannig að þau geti sífellt ver- ið að vinna sig upp. Það má segja að ég hugsi þetta eins og unglingalands- liðið í fótbolta. Mig langar til að skapa hæfileikaríkum börnum svig- rúm til að þroska hæfileika sína. Þegar ég var ellefu ára tróð ég mér inn í Leikfélag Mosfellsbæjar og stuttu seinna var ég kominn með hlutverk og orðinn sviðsstjóri í Dag- bókinni hans Dadda. Ef ég hefði ekki verið svona frekur þá hefði ég aldrei komist þangað inn. I sumar voru haldin leiklistar- námskeið fyrir krakka hér í Aust- urbæ. Þangað komu krakkar sem hafa virkilegan áhuga á leiklist og vilja starfa við hana. í lok sumars var valið úr þeim hópi i hlutverk í Drekaskógi. Auðvitað var sárt að þurfa að velja úr hópnum en það var samt nauðsynlegt. Eg segi stundum að það sé ekki sænskasta hugmynda- fræði í heimi að þeir bestu fái meira en hinir en lífið er bara þannig. Val eins og þetta býður upp á það að ein- staklingar leggi meira á sig af því það er eitthvað í húfi. Uppeldislega held ég að það sé mjög gott að börn kynnist því.“ Barátta góðs og ills Þegar Agnar Jón er spurður um leikritið Drekaskóg segir hann: „Fyrir allnokkrum árum skrifaði ég leikrit sem ég var ánægður með. Þeg- ar ég fór að vinna með krökkunum á leiklistarnámskeiðinu veltum við því fyrir okkur hvað við ættum að gera og ákváðum að við yrðum að setja á svið klassískt leikrit. Ég tók þetta leikrit, Drekaskóg, og vann upp úr því nýja rúmlega klukku- tíma leikgerð. Leikritið fjallar um klassíska baráttu góðs og ills. Þar eru börn dregin inn í hættulegan og myrkan álagaskóg. Þau flækjast i átök skógardísa, eldflugna og svart- álfa og leita lausna hjá dreka sem býr íhelli. Hópurinn hefur talað mikið um ævintýri og við erum sammála um að það sé búið að útvatna hluti fyrir börn. Það er ekki gert í þessu leikriti og þess vegna er það bæði grimmt, glatt og hlýtt sem eru þær öfgar sem ævintýrin eiga að hafa. Eitt af því sem er dásamlegt að upplifa í sambandi við svona hóp er að þegar nfu og tíu ára börn fara að leika trúa þau því að þrettán til fimmtán ára krakkarnir séu foreldr- ar þeirra. Á æfingatímabilinu verða til frábær tengsl. Svo eru þetta þræl- góðir leikarar. Maður gefur þeim tæknileg ráð en venjulega er það þannig að þegar þau gera eins og þau vilja, frá hjartanu, þá er útkom- an best.“ Hús fyrir hæfileikabörn Frumsýning verður á Menningar- nótt. Sama dag verður forsýning á frumsömdu leikriti eftir Agnar Jón á annarri hæð í Austurbæ. Leikritið heitir Afgangar og fjallar að sögn Agnars um ástina og hversu erfitt er að veðja á hamingjuna. Leikritið verður frumsýnt 3. september. Barnaleikritið Drekaskógur verð- ur sýnt eitthvað fram í september- mánuð. f byrjun september hefjast svo leiklistarnámskeiðin að nýju. „Hæfileikakrakkarnir úti í bæ verða að láta vita af því að þeir séu til,“ segir Agnar Jón. „Við erum húsið þeirra.“ menningarmolinn Elvis Presley deyr Á þessum degi árið 1977 lést Elvis Presley í Memphis, Tennessee. Hann var 42 ára gamall. Læknar sögðu að hann hefði látist af völdum hjarta- áfalls vegna langtfmanotkunar ró- andi lyfja. Presley er einn vinsælasti skemmti- kraftur sögunnar. Hann átti fjölda laga á metsölulistum og lék í vinsæl- um kvikmyndum. Eftir glæstan fer- il tók andlegri og líkamlegri heilsu Presleys að hnigna um miðjan átt- unda áratuginn. Hann var háður ró- andi lyfjum, nærðist svo til eingöngu á ruslfæði og varð afmyndaður af spiki. Síðustu tvö árin sem hann lifði bjó hann svo að segja í algjörri einangrun. Síðdegis hinn 16. ágúst 1977 var komið að honum meðvitund- arlausum á heimili sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Heimili hans Graceland er gríðarlega vinsæll ferða- mannastaður.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.