blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 blaðið órg Þorsteinsdóttir fræðslufulltrúi Það sem fyrst kom upp í hugann þegar ég var spurð þessarar spurn- ingar var litla húsið mitt. Litla húsið kom inn í líf mitt árið 1989 og þar hef ég dvalist mikið - stundum stutt, stundum lengi - stundum með fáum, stundum mörgum - stundum á sumrin, stundum á veturna - stund- um leið, stundum kát og svona gæti ég lengi talið. Litla húsið stendur undir Hestfjalli í Grímsnesi. Litla hús segi ég - þegar ég kom í húsið nýrisið 1989 þá hafði ég aldrei komið í stærri sumarbú- stað. Núna er hann með þeim minni í landinu. Ég hvílist alveg hreint ótrúlega vel þarna því við fjölskyld- an erum ekki haldin of mikilli fram- kvæmda- eða skógræktargleði. Svo er þetta himnaríki hinnar hysknu húsmóður því ekki þarf annað en að hugsa um tiltekt, þá er allt orðið fínt. Litla hús - sjáumst brátt. Svavarsdóttir borgarfulltrúi •mmmmm ffjfM 11 ZjÆ Svandís f o fJJJL Morgunstund með fjölskyldunni Samvera með fjölskyldu Mér líður best þegar konan er enn sofandi við hliðina á mér og dóttir okkar sefur vært í vöggunni á meðan dagurinn er enn þá rólegur og fallegur og skarkalinn og amstrið ekki farið af stað. Þetta er það sem lætur mér líða vel. Ég hef ekki mikinn tíma til að sinna fjölskyldunni og því held ég mjög mikið upp á þau augnablik sem gefast. Ég vil hafa frið til að sinna þeim og þá líður mér best. Mér líður einnig vel þegar vel gengur í þeim störfum sem ég tek mér fyrir hendur og allir eru ánægðir sem vinna með mér. Það starfsumhverfi sem mér finnst skemmtilegast að vinna í er þegar listrænn árang- ur er augljós, framfarir nást í sköpun og einhver fjárhagslegur ávinningur fylgir. Þetta getur verið í misjöfnum hlutföllum en þegar maður hittir á það að viðburðurinn er arðbær, farsæll og krefjandi sköpun- arlega séð þá er maður voðalega ánægður. Þá smellur allt saman. Af stöðum sem hafa góð áhrif á mig má nefna Vest- urbæinn eins og hann leggur sig, Austfirðina og auðvitað heimabæinn Selfoss enda er þar mjög rólegt og afslappað andrúmsloft. Mér líður best með fólkinu mínu, vin- um mínum og fjölskyldu. Að borða með vinum og fjölskyldu, að elda mat, gleðjast yfir fjölbreyttu bragði, spjall og hlátur, söngur og samvera. Eg á létt með að gera ekkert og lætur Hka vel að gera mikið á stuttum tíma. Þess vegna líður mér vel þegar ég er í fríi og ekkert er framundan, ekkert stendur til og hægt er að spinna daginn jafnóðum en líka þegar allt er á fullu, þegar ég get breytt, haft áhrif og bætt. Það skiptir mig miklu máli að missa ekki sjónar á því að njóta hamingjuaugnablika þegar þau koma og þá gjarna án þess að gera boð á undan sér. Stundum er hamingjan og vellíðanin best í hversdagslífinu, þegar maður hættir að vera meðvit- aður um eigin tilveru. Vellíðan og hamingja eru sennilega systur. Einar Bárðarson umboðsmaður Margir þættir hafa áhrif á daglega líð- an okkar svo sem samferðafólk okkar, umhverfi, störfog áhugamál. Lyklarnir að hamingju og vellíð- an eru líklega jafnmargir fólkinu sem byggir jörðina. Hvernig líður þér best? Blaðið lagði þessa spurningu fyrir fimm valinkunna íslendinga. Sambúðarvandi við Elli kerlingu Ég bý eiginlega við dálítið erfiðan sambúðar- vanda. Það er ekki vegna minnar heittelskuðu sem ég er búinn að vera með í fimmtíu ár heldur er sambúðarvandinn við Elli kerlingu. Mér gengur illa að lynda við hana og hún er stundum að gera mig alveg vitlausan. Þó að það sé bjánalegt að segja það þá líður mér yfirleitt best þegar mér líður ekki of djöfullega. Ég er í frekar vondu standi til sálar og líkama fyrst á morgnana, er þá oft með þyngsli fyrir brjóstinu og alveg hreint að drep- ast á sálinni. Mér líður eiginlega best þegar ég er kominn fram úr og núna í morgun vaknaði ég til dæm- is við það að ég heyrði mannamál frammi í eldhúsi og þar var kominn mikill vinur minn frá fornu fari, skólabróðir og aldavinur sem ég sé ekki nema alltof sjaldan og ég fann alveg hvernig öll ólundin og öll líkamshörmungin fór í samt lag á samri stundu. Mér líður því alveg ágætlega núna eftir að hafa hitt þennan gamla vin minn og hans fólk. Mér finnst ekki gaman að vera á kjaftaþingi við fólk sem mér þykir ekki skemmtilegt en þegar gamlir skemmtilegir vinir mínir koma lífgast ég allur upp og mér finnst ég vera 30 árum yngri. Líður best með manninum Vellíðan hefur mörg stig. Nákvæmlega þegar hringt var í mig gekk ung kona fram hjá hinum megin á götunni klædd mjög fallegri gráblárri dragt sem náði niðrá miðja kálfa. Hún hélt á hvítum hatti í annarri hendinni. Svarthærð og klippt algjörlega í 1940-tisku. Svona sjón skapar vellíðan hjá mér. Ég hrífst af fólki sem leggur alúð og natni í tilveruna og nennir að hafa fyrir henni. Þess háttar fólk skapar hjá mér vellíðan. Annars líður mér dags daglega langbest með manninum mínum. Við erum miklir og ein- lægir vinir og njótum samverunnar og eyðum eins miklum tíma saman og við getum. Við látum samverustundirnar vera ráðandi í lífi okkar, ferðumst mikið saman og það er dásamlegt því hann er geipilega vel lesinn, fróður og stálminnnugur. Þegar ég er einn líður mér langbest við að yrkja ljóð sem síðan verður söngur. Það er mér skemmtileg glíma sem útheimtir ein- beitni og rannsóknarvinnu. Að semja sögu á agaðan hátt er áskorun sem þroskar mig, fræðir og örvar. Gjöf sem unun er að gefa víðar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.