blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 18
18 I SAKAMÁL LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 blaAÍð ÓVÆNT SJÓN MÆTTl SÓMAKÆRUM FRÚM ÞEGAR ÞÆR VORU f GÖNGUTÚR í ÖSKJUHLÍÐINNI SMEMMSUMARS ÁRIÐ 1938. NAKINN MAÐUR VÉK SÉR AÐ ÞEIM OG BAR UPP ÓVENJULEGT ERINDI Á aðeins sex árum hafði Lárus Jónsson, verkamaður í Reykja- vík, sætt þrjátíu og átta kærum og refsingum. Að mestum hluta sökum ölvunar á almannafæri en einnig fyrir betl og hneykslanlegt framferði. Það var snemmsumars í Reykja- vík árið 1938. Veðrið var gott. Tvær frúr úr Reykjavík nýttu sér góða veðrið og fóru í göngutúr ásamt börnum sínum. Þau gengu í Öskjuhlíðina. Þeim brá mikið skömmu eftir komuna þangað því þar var fyrir kviknakinn maður. Hann var ölv- aður, og gerði fólki ónæði, bæði með nekt sinni og eins með orðum og öðru athæfi. Nakti maðurinn, Lárus Jónsson, hljóp að annarri frúnni sem hafði dregist örlítið aftur úr hópnum og bað hana í sífellu að flengja sig. Hin frúin sá hvað um var að vera og kom að. Lárus sneri sér þá að henni og bað hana þess hins sama - að flengja sig. Eftir orðasennu tókst konunum að losna við Lárus. Hann fór þangað sem fötin hans voru, lá þar eins og skepna og lét eins og brjálaður maður. Konurnar settust niður nokkru frá þeim stað þar sem Lárus hafði angrað þær. Þær höfðu ekki setið lengi þegar hann kom til þeirra, þá klæddur. Þær margbáðu hann að fara en hann fékkst ekki til þess fyrr en þær hótuðu að kalla til lögreglu. Bað um að vera rassskelltur Fyrr þennan sama dag hafði önnur frúin verið á gangi í Austur- stræti og séð Lárus sem var drukk- inn og kallaði þá til hvers manns sem hann mætti: „Viltu flengja mig?“ Eftir að málið komst til lögregl- unnar gaf sig fram kona sem sagði að tveimur árum fyrr hefði Lárus komið inn á saumastofu þar sem hún vann og beðið um að verða rassskelltur. Hálfum mánuði eftir atganginn í Öskjuhlíðinni sá konan sem vann á saumastofunni Lárus skjótast inn í port við Klapparstíg. Skömmu síðar heyrði hún óp í barni og gekk á hljóðið. Þegar hún kom í portið sá hún Lárus með sjö ára stúlkubarn. Hann hafði tekið upp kjól barnsins og var með aðra höndina á buxna- streng þess. Sjálfur var hann með opna buxnaklauf. Hún tók stúlk- lítið sem ekkert muna þar sem hann yrði sljór með víni. Hann sagðist vita að hann ætti til, þegar hann væri drukkinn, að ganga að fólki og biðja það að flengja sig. Lárus sagði að fólk hefði sagt sér frá þessu en sjálfur myndi hann ekki nema lítið af því sem hann að- hefðist með vini. Þá sagði hann að fólk ætti til að minna sig á þessar gerðir sínar á götu úti og oft væri hann kallaður „rassskellir“. Hvað varðar athæfi hans þegar hann fór með sjö ára telpu í port við Klapparstíg sagðist hann ekki muna eftir því. Fyrir þær sakir sem hér er getið var Lárus Jónsson dæmdur til fjög- urra mánaða fangelsisvistar í auka- rétti Reykjavíkur. Hæstiréttur stað- festi dóminn. Eftir orðasennu tókst konunum að losna við Lárus. Hann fór þangað sem fötin hans voru, lá þar eins og skepna og lét eins og brjálaður maður. una af Lárusi og spurði hann hvað hann hefði ætlað sér. Hann sagðist hafa ætlað að flengja stúlkuna. Bar við minnisleysi Lárus var yfirheyrður af lög- reglu og spurður um þær sakir sem á hann voru bornar. Hann sagðist Hugurinn ber þig alla leið Vilttu læra aðferðir sem raunverulega breyta lífi þínu? IVIámskeið í l\ILP tækni. Upplýsingar á www.ckari.com & í síma: 894-E99H V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.