blaðið - 19.08.2006, Qupperneq 21
blaðið LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST2006
VIÐTALI 21
Ætli trúin sé í
genum mínum.
Eg held að ég
hefði alltaf
orðið prestur,"
segir Auður
Eir Vilhjálms-
dóttir prestur, en 32 ár eru síðan
hún var vígður fyrsti kvenprestur fs-
lands. „Ég bjó á æskuárum mínum
á Grundarstíg rétt hjá sunnudaga-
skóla KFUM og KFUK á Amtmanns-
stíg og þangað fóru allir krakkar í
hverfinu. Þar lærði ég góða kristna
guðfræði. Æskuheimili mitt var
venjulegt íslenskt heimili sem
byggði á kristnum grundvelli. Það
voru alltaf beðnar bænir með okkur
krökkunum.Ég var barn sem lifði
og hrærðist í umhverfinu, bærðist
með því og naut þess. Við krakk-
arnir lásum og lékum okkur. Þetta
var þægileg tilvera. Menningin sveif
yfir Tjörninni og umhverfinu þar
í kring. Það var menning sem var
byggð á kristinni trú. Trúin var alls
staðar.“
Er ekki fremur óvenjulegt að
barn skynji trúna alls staðar í
umhverfinu?
„Ekki held ég það. Ég hugsa að það
séu margir sem skynji trúna þannig
án þess að skilgreina það kannski
fyrir sér. Allt þjóðlíf okkar er byggt
á kristnum grundvelli. Það er gott
og við eigum svo gott að við tökum
ekki eftir því.“
Mikilvægi gamla bæjarins
Faðir þinn Vilhjálmur Þ. Gísla-
son var útvarpsstjóri. Ég geri ráð
fyrir að þú hafir alist upp við mikla
útvarpshlustun.
„Jú, það hefur mótað mig. Á morgn-
ana vaknaði ég við lög sem voru eins
konar einkennislög Ríkisútvarpsins,
svo var hlustað á fréttir og veður-
fregnir og á kvöldin voru útvarps-
sögur og þættir. Ég hlustaði á þetta
allt saman. Mér eru leikritin á laug-
ardagskvöldunum fyrir páska sér-
staklega minnisstæð. Þá var búið að
steikja lambalærið, það var steikt á
pönnu og síðan pottsteikt. Við systk-
inin vorum nýbúin að fara í bað og
steikarilmurinn fyllti húsið. Svo
kom að flutningi leikritsins, sem var
kannski trúarlegt leikrit eftir Kaj
Munk, og við sátum og hlustuðum.
Hátíðleikinn var yndislegur.
Mér finnst enn að gjöf allra daga
sé að fá að mótast af hlutum í hvers-
dagslífinu. Mér finnst til dæmis mik-
ils virði að fá að vakna á morgana og
koma á Laugaveginn því þar er svo
mikið líf. Mér þykir vænt um miðbæ-
inn og finnst skipta miklu máli að
snúa aftur til þess tíma þegar gamli
bærinn var gamli bærinn. Það er
skelfileg hugmynd að byggja háhýsi
við Laugaveginn. Ég er samt búin að
sætta mig við það því ef þau verða
byggð þá veit ég að þau verða rifin
aftur og hús byggð sem eru í sama
stíl og timburhúsin við Laugaveg-
inn. Svo á eftir að byggja upp Hverfis-
götuna og ég tel að það eigi að byggja
hana upp sem íbúðabyggð. Einnig
þarf að efla möguleika verslunar-
innar í miðbænum til að fólk njóti
hennar bæði um sumar og vetur og
þar séu alls kyns verslanir, eins og
eru í stórmörkuðum.
Það ætti að byggja Reykjavík
þannig að hvert hverfi hennar verði
þorp og í hverju þorpi sé allt það
sem börn þurfa að hafa. Um leið
verður hvert hverfi nægilegt fyrir
sjálft sig. Þá mætti dreifa skemmt-
analífinu inn í hverfin, en ekki láta
það allt eiga sér stað á einu svæði í
miðbænum.
Þetta eru hugmyndir mínar
um uppbyggingu borgarinnar en
þær eru ekki allar komnar frá mér.
Margar þeirra eru komnar úr skírn-
arveislum þar sem fólk ræðir saman
um borgina.“
Prýðilega gjaldgeng
Snúum aftur aðpreststarfinu. Hve-
nær ákvaðstu að verða prestur?
„Ég held að hugmyndin um að
verða prestur hafi vaknað snemma
án þess að ég hafi gert mér grein
fyrir því. Eftir nám í Verzlunarskól-
anum ákvað ég að fara í guðfræði-
deild Háskólans. Á sama tíma og
ég var í guðfræðinámi vann ég í
kvenlögreglunni. Við lögreglukon-
urnar unnum við að aðstoða konur
á öllum aldri sem áttu í basli. Við
vorum eins konar félagsráðgjafar og
störfuðum með barnaverndarnefnd.
Þetta voru konur sem voru beittar
ofbeldi eða áttu við áfengisfanga-
mál að stríða eða glímdu við önnur
vandamál. Margar þeirra áttu mjög
erfitt og auðvitað tók ég vandamál
þeirra inn á mig en svo sannarlega
var reynt að koma þeim til hjálpar.
Verst var þegar ekkert var hægt að
gera. Mörg mál var þó hægt að leysa.
Sem betur fer. Ég minnist alltaf þess-
arra kvenna af því að mér þóttu þær
merkar og duglegar að komast af
við lífið og sumar þeirra voru svo
skemmtilegar að ekki er hægt að
Framhald á næstu síðu
Karolin 3ja sæta svefnsófi
Tilboö
kr.110.000.-
Lugano
sjálfstæð fjöðrun
Tilboðsdagar
Caleido
Stærð 205x270 cm
TILBOÐ kr.145.000
7 svæða late
pokagormadýn
Canett
Eikarlína
£ ££ J^5 svæða pokagormadýna
v - - og botn
* * .
140x200cm 68.7(
im 68.700-
I^ÖxWð’cnrST'.'öfo -
2+H+2 / 196x196 verð 99.000,-
3+H+2 / 196x242 verð 109.000,-
Rafstillanleg rúm
80x200 áWBTSfrloT nú kr. 84.510-
m 1015 Casper
kr 9.800,- tilboð kr. 39.000,-
90x200 áöur 43.300,- / nú 37.315,-
120x200 áður 56.820.- / nú 47.770,-
140x200 áður öO.COO.- / nú 51.000.-
160x200 áöur 72.SÖ0.- / nú 61.965.-
Mikið úrval af stökum dýnum
HÚSGA6NAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FÁST &NNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
www.toscana.is