blaðið - 19.08.2006, Page 22

blaðið - 19.08.2006, Page 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST2006 blaðiö r<Eg held að það sé mjög mikilvægt að viöurkenna sorgina, taka á móti henni og ekki streitast á móti henni. Láta hana koma." lýsa því og einstaklega hjartagóðar. 1 þessu starfi fékk ég útrás fyrir löngun mína til að starfa með fólki og ég lærði gífurlega mikið. Lög- reglustarfið var eins og aukanám við guðfræðideildina. Þar lærði ég verklega guðfræði.“ Þú ert fyrsti kvenprestur ís- lands. Hvernig gekk þér að öðlast viðurkenningu? „Það höfðu orðið miklar deilur um kvenpresta í Svíþjóð. En á ís- landi voru lög frá 1911 sem kváðu á um að konur hefðu rétt til náms og embætta og þar með að verða prestar. Þau skiptu öllu. Til að geta verið starfandi prestur varð ég að fá söfnuð til að kjósa mig en það gekk illa. Ég hafði lögin með mér en þurfti söfnuð. Söfnuðurinn í Súgandafirði tók svo á móti mér sem presti sínum og braut ísinn eins og ekkert væri. Eftir það sótti ég margoft um prest- störf í Reykjavík og nágrenni en söfn- uðirnir vildu menn en ekki konu. En mennirnir sem þeir kusu voru auð- vitað hinir ágætustu menn.“ Þér hlýtur að hafa liðið eins og undirmálsmanneskju? „Ég fann að ég var ekki tekin gild. En ég vissi samt vel sjálf að ég var prýðilega gjaldgeng.“ Hvað með viðmót karlkyns- prestanna? „Þar mætti ég bara velvild. Ég fann aldrei nokkurs staðar fyrir and- stöðu þeirra. Það getur vel verið að einhverjir þeirra hafi haft neikvætt viðhorf en ég fann það aldrei.“ Að taka á móti sorginni Ég hef verið við jarðarfarir þar sem þú hefur jarðsungið og þar hefur verið skellt upp úr af því þú hefur verið skemmtileg í lík- ræðu. Af hverju ertu skemmtileg á sorgarstund? „Upprisan er grundvöllur allrar boðunar kirkjunnar fyrr og síðar. Mér finnst að það sé svo gott fyrir okkur að hafa þann grundvöll ríkj- andi í jarðarförinni, hversu sorglegt sem fráfallið er og hversu mikill sem söknuðurinn er. Þótt við missum fólkið okkar þá vitum við að við munum hittast aftur af því við eigum upprisuna vísa. 1 vissu þess getum við i söknuði okkar glaðst og rifjað upp góðar minningar. Minningin er svo mikilvæg og minningin um þá gleði sem þau sem við kveðjum áttu og minningin um gleðina sem við áttum með þeim. Það er svo mik- ilvægt að rifja það upp til að hugga okkur.“ En hvað geturðu sagt viðfólk sem hefur misst börn eða maka ogeryfir- komið af sorg og efast um Guð? „Ég get ekki sagt annað en að við skiljum þetta ekki en við verðum að taka á móti sorginni og samt sem áður muni birta aftur í lífinu. Það er ekki bara af því að tíminn líður heldur af því að Guð er hjá okkur og læknar okkur. Og af því að Jesús sagði sjálfur að hann færi burt að búa okkur stað og kæmi aftur til að sækja okkur af því að honum fynd- ist við svo yndisleg.“ Finnst þér mikilvœgt að viður- kenna sorgina? „Já, ég held að það sé mjög mikil- vægt að viðurkenna sorgina, taka á móti henni og ekki streitast á móti henni. Láta hana koma. Svo fer hún og kemur aftur og fjarlægist svo á ný og smám saman nær fólk aftur jafnvægi í hversdagslegu lífi sínu þótt sorgin hverfi aldrei alveg úr lífi þess.“ Hefurðu einhvern tímann efast um tilvist Guðs? „Aldrei nokkurn tímann. Tilvist Guðs er svo áreiðanleg.“ Guð vann umhyggjustörf Þú kvengerir Guð. Skiptir nokkru máli hvort Guð er karl eða kona? Það skiptir gífurlega miklu máli. Þegar við í Kvennakirkjunni tölum um Guð og segjum „hún“ þá hefur það styrkjandi áhrif á okkur. Guð er þá í okkar hópi og hún er með okkur, er vinkona okkar og klár- ust af okkur og gefur okkur ráð. Þetta styrkir okkur. Ég held að það styrki líka menn að tala um Guð í kvenkyni." Áttu þér eftirlætiskafla í Biblíunni? „Já, borðræður Jesú í Jóhannesar- guðspjalli þegar hann kvaddi vin- konur sínar og vini. Ég er handviss um að stelpurnar voru þarna með honum í síðustu kvöldmáltíðinni, alveg eins og strákarnir. Það er margt sem er svo yndislegt í þessum köflum, eins og til dæmis orðin: Ef þú trúir á mig þá er ég í hjarta þínu og: Þið skuluð vera hvert öðru væn og þá sjá allar manneskjur hvað það er gott að vera í ykkar hópi.“ Þú trúir á upprisuna. Hvað með eigin dauða, er hann ekkert sem þú óttast? „Ég kvíði alls ekki dauðanum en ég vildi ekki þurfa að bíða hans í miklum sjúkdómum. Það getur vel verið að ég verði að gera það því ekkert okkar ræður nokkru um það. En þegar á ævi okkar líður sjáum við alvöru og mikilvægið í þeim miklu verkefnum að annast vel um þau sem ekki geta bjargað sér sjálf. Okkur ber skylda til að sinna þessu starfi." Hefurðu einhverjar tillögur? „Ég held við gerum það með því að sjá hvað það er merkilegt að vinna fyrir annað fólk og hvað það er skemmtilegt. Guð vann um- hyggjustörf. Konur hafa alltaf unnið umhyggjustörf. Ég held að það sé óendanlega mikilvægt í kvenna- baráttunni að við tökum þessa um- hyggju með inn á nýju sviðin þar sem við stjórnum og tökum miklar ákvarðanir. Mér skilst að núna eigi að taka föstum tökum stuðninginn og hvatninguna og kauphækkan- irnar við þau sem sinna umhyggju- störfunum. Ég held að þau sem vinna störfin og stjórna þeim og þau sem kunna best að skipuleggja námið og hvatningu viti best í sam- einingu hvernig á að fara að þessu. Ég treysti þeim til þess.“ kolbrun@bladid.net Mambó Tjútt Freestyle Footloose Salsa BrúÖarvals Barnadansar Samkvæmisdansar SérnámskeiÖ fyrir hópa Nýjustu tískudansarnir Börn - Unglingar - FullorÖnir Ýmis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. DANSSKÓU Jóns Pfeturs og Köru Dansráö íslands | Faglæröir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reylgavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.