blaðið - 19.08.2006, Page 28
íþróttir
ithrottir@bladid.net
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 blaöiö
Kanu til Portsmouth
Portsmouth hefur gert eins árs samning viö nígeríska sóknarmanninum
Kanu en hann var leystur undan samningi hjá WBA í vor. Kanu varö tvisvar
sinnum Englandsmeistari með Arsenai áður en hann gekk til liös viö WBA
2004. Honum tókst aöeins að skora niu mörk á tveimur tímabilum með
liðinu og vildi Bryan Robson, stjóri WBA, því ekki halda honum.
Skeytin inn
Skeytin inn
1 LÁGMÓLA8-Simí530 2800 2 SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 3 SMÁRAUND • Sími 530 2900 4 AKUREYRI ■ Sími 461 5000 5 KEFLAVlK • Simi 421 1535
Manchester United er
að undirbúa tilboð
í enska landsliðs-
manninn Owen Hargreaves
hjá Bayern Munchen. Þýska
liðið hefur harðneitað því að
selja Hargreaves og er talið að
Rauðu djöflarnir ætli að bjóða
stóra upphæð í miðjumanninn
til að fá Bayern til að snúast
hugur. Hargreaves hefur
neitað því að framlengja samn-
ing sinn við þýsku meistarana
og lýst því yfir að hann vilji
fara til United. Hann sagði við
fjölmiðla í gær að óvissan um
hvort honum yrði leyft að fara
hefði íþyngt honum lengi og
að hann hefði óskað eftir fundi
með stjórnarmönnum Bayern
til að ræða um framtíð sína.
Eftir Björn Braga Arnarsson
bjorn@bladid.net
íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu tekur á móti því tékkneska
á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn
er liður í undankeppni HM, sem
fram fer í Kína á næsta ári, en ís-
lenska liðið á ágæta möguleika á
því að sigra í riðlinum. Leikurinn
hefst klukkan 16 og er frítt inn á
völlinn.
Ætla að hefna
Ásthildur Helgadóttir, leikmaður
Malmö, segir að mikill hugur sé í
íslenska liðinu fyrir leikinn og að
ekkert annað en sigur
komi til greina. „Það a
er mjög góð stemmn- ^fl
ing í hópnum fyrir
þennan leik. Það er
alltaf gaman þegar 5
við komum saman og
það er frábært að spila
leiki sem skipta svona miklu máli,“
segir Ásthildur. Islenska liðið tapaði
fyrir tékknesku stúlkunum 1-0 ytra
og segir fyrirliðinn að mikill hugur
sé í liðsmönnum að hefna fyrir þau
úrslit.
„Við vorum mjög ósáttar við leik-
inn úti og töldum okkur eiga að
gera betur. Við fengum nokkur fín
færi sem við náðum ekki að nýta
og undirbúningurinn fyrir leikinn
var kannski ekki alveg eins og við
vildum hafa hann. Vonandi lærðum
við bara af því,“ segir Ásthildur og
bætir við að ætlunin sé að allt annað
verði uppi á teningnum í Laugar-
dalnum í dag.
„Við ætlum að sýna það að við erum
betri en þetta tékkneska lið. Þær eru
reyndar með sterkt lið, hafa staðið sig
mjög vel í þessum riðli og eru á mik-
illi uppleið. En ef að allt gengur upp
hjá okkur, allir eru að spila sinn besta
leik og við smellum saman sem lið,
þá myndi ég halda að við værum með
sterkari liðsheild,“ segir Ásthildur.
Eittskref íeinu
Hún segir undirbúninginn fyrir
leikinn hafa gengið nokkuð vel. „Við
komum fyrst saman á þriðjudaginn
STAÐAN f RIÐLINUM: L U J T M S
Svíþjóð 6 5 1 0 26:6 16
Tékkland 5 3 1 1 13:4 10
island 5 3 1 1 10:4 10
Hvíta-Rússl. 6 1 1 4 3:18 4
Portúgal 6 0 0 6 2:22 0
og höfum æft daglega
síðan. Við förum svo
saman á hótel á Sel-
fossi og gistum saman
eins og við gerum vana-
lega fyrir leiki,“ segir Ást-
hildur. Hún segir að lítilleg
meiðsli hennar og Guðlaugar Jóns-
dóttur hafi sett strik í reikninginn,
auk þess sem einhverjar landsliðs-
stúlknanna hafi fengið flensu. Hún
segir ástandið þó ekki vera alvarlegt
og að þær verði allar með í dag.
íslenska liðið þarf að sigra Tékka
og þá tvo leiki sem eftir eru, gegn
Svíum heima og Portúgölum ytra,
til að komast á HM. Ásthildur segir
að markmiðið sé að það takist en
segir liðið halda sér á jörðinni og
hugsa aðeins um eitt verkefni í
einu. „Leikurinn gegn Tékkum er
einn liður í því og þess vegna er
fyrsta skrefið náttúrulega að vinna
hann. Við viljum ekkert hugsa um
Svíaleikinn fyrr en þessi leikur er
búinn - fyrst ætlum við að sigra
Tékkana," segir Ásthildur og hvetur
að lokum sem flesta til að mæta og
sýna stuðning.
„Við viljum auðvitað endilega fá
fólk á völlinn. Það voru 12-13 þús-
und manns hjá strákunum á þriðju-
daginn og við viljum að sjálfsögðu
að fólk fjölmenni á leikinn hjá
okkur líka. Þetta er leikur sem að
skiptir þjóðina miklu máli og þess
vegna er mjög mikilvægt að sem
flestir láti sjá sig.“
Ashley Cole verður ekki í
leikmannahópi Arsenal
gegn Aston Villa í dag
þrátt fyrir að segjast vilja
leika. Cole er sagður
vera á leið frá Skytt-
unum og hefur
verið orðaðu
við bæði
Chelsea og
Inter. „Ég
vil ítreka
að ég er alls
ekki ósáttur
við stuðn-
ingsmennina
eða stjórann. Það hafa allir
verið mjög skilnings-
ríkir,“ sagði Cole við
fjölmiðla á fimmtu-
dag. „Hannhefur
fengið leyfi til að fara ef
hann vill, en ef hann og
við fáum ekki gott tilboð
verður hann áfram hjá
okkur. Auðvitað vil ég
hafa Ashley áfram, hann
er frábær leikmaður," sagði
stjórinn Arsene Wenger,
en ákvað að réttast væri að
hann yrði ekki í leikmanna-
hópnum í dag.
HJÁ ORMSSON
Í FIMM VERSLUNUM OG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM
BJÓÐUM STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HEIMILISTÆKJA, VEGGSJÓNVARPA,
HLJÓMTÆKJA O.M.FL. MEÐ 15-40% AFSLÆTTI MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
Enn frekari
verðlækkun
á nýrri sendingu!
miRRl
32” LCD sjónvarp
Verð áður: 1 79.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 149.900 kr.
TILBOÐSVERÐ:
129.900 kr.
Þú sparar: 50.000.- kr
Frábært úrval af DVD
TÓNLEIKADISKUM
20% afsláttur
TÖLVULEIKIR frá 590 kr. stk.
UPPÞVOTTAVEL
EÐ ÍSLENSKU STJÓRNBORÐI
STÁL: 89.000 kr.
HVlT: 79.000 kr.
1700W Turbo ryksuga
Verð éður: 10.990 kr.
TILBOÐSVERÐ: 7.990 kr.
Þú sparar: 3.000.- kr
íer
DCS 353
HEIMABÍÓ
Nýtt
Pottar
og pönnur
Straujárn
20%
afsláttur
ALVÖRU GRÆJUR í BÍLINN
6 x 60W RMS • HDMI útgangur • Spilar alla
DVD og CD diska, MP3, WMA, JPEG og
DivX • USB tengi
VerÖ éöur: 59.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 49.900 kr.
Bíltæki og hátalarar
15% afsláttur
+ úkeypis ísetning
EFnBSOTMSVA
l»All
ÞU GERIR EKKI
BETRI NÉ VANDAÐRI
KAUP
AEC þvottavél
1600 snúninga, 6 kg.,
Islenskt stjórnborð.
AEG þurrkari
mjög hljóðlátur,
fjöldi prógramma, y
fslenskt stjórnborð. V.
Lavatherm 57820
TILBOÐ: KR. 175.000 PARIÐ (Fulltverð: KR. 213.900)
KOMDU OG GERÐU GOÐ KAUP!
ORMSSON