blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 38
38
LAUGARDAGUR 19. AGÚST 2006 blaðið
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Fer þetta ekki að verða dálítið dýrt hlaup? || ¥
„Þetta eru miklirpeningar semfara íþörfmálefni til að bæta
okkar samfélag. "
l'
Bjanii Ánnannssou,
bankastjóri Glitnis
Glitnir er aðalstyrktaraðili Reykjavíkurmara-
þons í dsg. Til viðbótar ákvað bankinn að
hei._. 3.000 krónum á hvern kílómetra sem
starfsmenn bankans hlaupa og söfnuðu þeir
áheitum fyrir riflega 20 milljónir.
Smáborgarinn
Frekir íslendingar
(slendingar eru með eindæmum ókurteis
og illa upp alin þjóð að mati Smáborgarans.
Þetta slæma uppeldi á sér birtingarmynd
víða en einkennist að öllu jöfnu af frekju og
eiginhagsmunastefnu. (umferð er Smáborg-
aranum til að mynda sjaldan gefið tækifæri
til að skipta um akrein án þess að það valdi
meiriháttar vandræðum. Þrátt fyrir að gefið
sé stefnuljós og allt samkvæmt bókinni þá
virðist ökumaðurinn við hliðiná aldrei vilja
gefa pláss. (flestum tilvikum stígur hann
bensíngjöfina niður í stað þess - sem ein-
faldara væri - að hægja örlítið á ferðinni og
skapa rými.
Sumir finnast þeir vera
svo ómissandi og mik-
ilvægir að þeim finnst
ekkert eðlilegra en að
þeir fái tvö hundruð
sinnum hærri mánaðar-
laun en aðrir.
Um daginn var Smáborgarinn á mynd-
bandaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Þar inni
stóð stór hópur viðskiptavina og beið eftir
afgreiðslu. Þrír starfsmenn voru á svæðinu
en öll þeirra athygli snerist í kringum einn
viðskiptavin sem átti í erfiðleikum með að
velja sér mynd. Sá var í beinu farsímasam-
bandi við einhvern sem heima beið og ýtti
frá sér þeim myndum sem starfsmennirnir
báruaðhonum.
„Nei, hann er búinn að sjá þessa. Áttu ekki
eitthvað með þessum leikara?"
(raun var þetta kostulegt á að sjá og
minnti helst á einhverja senu þar sem und-
irgefnir þjónar bera mismunandi rétti fyrir
konung sem hafnar þeim síðan undantekn-
ingarlaust.
En á meðan þetta fórfram biðu aðrirvið-
skiptavinir óþreyjufullir og stöðugt bættust
fleiri í hópinn. Aldrei datt þeim í hug sem
um símann hélt að fleiri þyrftu afgreiðslu
nema hann.
(raun haga (slendingar sér alltaf eins og
einhverjir smákóngar og vafalaust skynja
þeir ekki samborgara sína sem jafningja.
Heldur frekar sem eitthvert lið sem þvælist
fyrir. Tekur akreinina frá þeim eða kemur
veg fyrirað þeirfá óskipta athygli allra starfs-
manna í einhverri tiltekinni verslun.
Þetta sama einkenni veldur því að sumir
finnast þeirvera svo ómissandi og mikilvæg-
ir að þeim finnst ekkert eðlilegra en að þeir
fái tvö hundruð sinnum hærri mánaðarlaun
en aðrir. Verða bara hissa og sármóðgaðir ef
einhver gerir athugasemd við það.
365 myndir á 365 dögum
Hjónin Ásta Júlía Guðjónsdótt-
ir og Haukur Hrafnsson tóku 365
myndir af Laugarveginum á einu
ári. Afraksturinn verður til sýnis í
kvöld.
Hvað stendur til hjá ykkur hjón-
um um helgina?
„Við Haukur maðurinn minn ætl-
um að opna sýningu í Gallerí Gel á
Hverfisgötu í kvöld, en hún ber yf-
irskriftina Út og inn um gluggann.
Þetta eru 365 Ijósmyndir sem hafa
verið teknar á einu ári út um stofu-
gluggann hjá okkur, þannig að við
verðum alveg rosalega upptekin við
að klára undirbúninginn þangað til
klukkan átta í kvöld.“
Hvaða myndefni ber fyrir augu?
„Við búum sko á Laugaveginum
þannig að þetta eru fyrst og fremst
myndir af götunni sjálfri og fólki
sem hefur átt leið fram hjá stofu-
glugganum. Hann er á horni svo
það er alltaf nóg að sjá út um hann.
Það eru til dæmis margar skemmti-
legar myndir sem hafa verið teknar
snemma á sunnudagsmorgnum.
Fólk að koma heim eða flækjast um
eftir skemmtanir. Svo fylgdumst við
með því þegar jólaseríur voru hengd-
ar upp með tilheyrandi kranabílum
og þar af leiðandi umferðartöfum.
Svo eru það skrúðgöngur... Fyrstu
myndina tókum við reyndar á Gay
Pride-hátíðinni í fyrra og síðustu
tókum við svo núna á Gay Pride há-
tíðinni. Síðan er þetta bara allt þar á
milli. Vetur, sumar, vor og haust.“
Gerðuð þið þetta samvisku-
samlega á hverjum degi?
„Það var upprunalega planið en
svo áttum við tvö frekar erfitt með
að vera í þeirri rútínu að gera þetta
á hverjum einasta degi. Stundum
var liðinn heill sólarhringur og þá
uppgötvuðum við að við áttum eft-
ir að smella af mynd. Við leysum
þetta bara með því að setja svartan
ramma í stað myndar á þá daga sem
vantar í safnið.“
Hvað á svo að gera í
framhaldinu?
„Ég hef ekki náð að hugsa svo langt.
Endapunkturinn er bara klukkan
átta í kvöld. Þetta er undirbúningur
sem hefur staðið yfir í heilt ár og síð-
ustu vikur hafa verið vel pakkaðar.
Við höfum ekkert hugsað um hvað
við ætlum að gera eftir 19. ágúst.
Bara reyna að taka á móti gestum.
Ég hef hreinlega ekki hugmynd um
hvað er að gerast annars staðar á
menningarnótt af þvi það hefur ekk-
ert annað komist að en að vinna fulla
vinnu og sinna sýningunni. Ætli ég
reyni ekki bara að slaka rosalega vel
á á morgun. Jafna mig eftir þennan
hasar. Þá getur maður líka leitt hug-
ann meira að næsta verkefni," segir
Ásta að lokum.
margret@bladid.net
Hjónin Haukur og
Ásta sýna 365 myndir
á Gallerí Gel í kvöld.
Myndirnar voru allar _
teknar út um glugga
á Laugaveginum, alla 8
daga vikunnar, allt árið 7
um kring.
Helgin okkar
• -
lí§sfei§$iÉjÉF-
-
s*1 ■ ■
♦**
'ú
-
HEYRST HEFUR...
Meistararnir í Mezzoforte
munu koma fram á tón-
leikum Landsbankans á Menn-
ingarnótt og
JjSHHÉ munu fjöl-
margir sjálf-
_ sagtfagna
því að geta
séðþessa
fornfrægu
sveit enn á
ný. Hins veg-
ar er hætt við því að troðning-
urinn við Landsbankasviðið í
Pósthússtræti geti orðið mikill,
enda þröngt í hjarta miðbæj-
arins. Ekki þurfa menn þó frá
að hverfa, þar sem Björgólfur
Guðmundsson og félagar í
Landsbankanum koma fyrir
risaskjám á Austurvelli svo
allir geti séð barið fusion-goðin
augum. Ekki er vafi á að mikið
stuð verður á tónleikunum, þar
sem fjöldi annara listamanna
kemur einnig fram, en kynnir
á Landsbankatónleikunum er
enginn annar en Gísli S. Ein-
arsson fréttamaður og alvanur
veislustjóri...
Skammt er til skólasetninga
um land allt og nóg að gera
við að búa börnin til þeirrar
göngu í allan vetur, en það get-
ur kostað sitt. Nýja fréttastöðin
(NFS) var með umfjöllun af
þessu tilefni og gerði Lára
Ómarsdóttir litla verðkönnun
fyrir áhorfendur í bóka- og
ritfangaverslunum. Samkvæmt
henni kom Office One best út,
en sumir lyftu eins og annarri
augabrún, minnugir þess að
Lára er fyrrverandi verslunar-
stjóri í Office One...
Sagt var á þessum stað
um daginn, að Kristinn
Björnsson, sem kenndur
var við Skeljung, hafi leitað á
náðir lögmannsins Gests Jóns-
sonar um vörn sína. Þetta var
rangt, það er Ragnar H. Hall,
sem veitir Kristni lögmanns-
þjónustu, en þeir Gestur eru
saman ástofu...
HEYRST HEFUR... FRAMHALD
Íónas Friðrik Jónsson, forstöðu-
maður Fjármálaeftirlitsins (FME),
ter mikinn þessa dagana, en hann
telur að eftirlitið þurfi ljóslega að
ganga mun harðar eftir því að allt sé
með felldu í starfsemi fjársýslustofn-
ana. 1 gær kom fram að FME hyggst
taka upp samstarf við yfirvöld á
Guernsey á Ermarsundi, en sú eyja
er þekkt fyrir að hýsa alls kyns
skúffufyrirtæki þeirra, sem vilja síð-
ur að peningamál sín séu fyrir allra
augum. Þess verður þá varla langt
að bíða að leitað verði hófanna með
svipað eftirlit á eyjum Karíbahafs,
þar sem margir hyggja auð í annars
garði...
Annars þótti
mörgum
sem úrskurður
kærunefndar
FME vegna
skoðunar á
SparisjóðiHafn-
arfjarðar væri
talsvert áfall
fyrir stofnunina. Jónas Friðrik svar-
aði þessu hins vegar fullum hálsi
og telur úrskurðinn á skjön við
fyrri úrskurði og dómsorð. Sagði
hann nefndarmenn fúla yfir að
verið væri að leggja nefndina niður
og um fjörbrot hennar að ræða. í
nefndinni sitja Örn Höskuldsson,
sem kunnur varð af rannsókn Geir-
finnsmálsins, Garðar Valdimars-
son, sérfræðingur í skattaskjólum,
og Jóhann Kristjánsson, lektor...
andres.magnusson@bladid.net
1sfn% §r L étm
eftir Jim Unger
10-23
O Jim Unger/dist. by United Uedla, 2001
Og þeir kalla þetta list!