blaðið


blaðið - 30.08.2006, Qupperneq 2

blaðið - 30.08.2006, Qupperneq 2
2IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blaðift blaðiðm Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Danmörk: íslensk kona beið bana íslensk kona, Hulda Björk Hauksdóttir, lét lífið í bílslysi á suðurhluta Jótlands á mánu- daginn þegar langferðabíll og vörubíll rákust saman í bænum Lögumkloster. Hulda Björk, sem var 22 ára, var farþegi í rútunni. Þrír aðrir farþegar voru fluttir á sjúkra- hús og þar af er einn í lífshættu. Slysið átti sér stað í langri og hættulegri beygju og er talið að mikil rigning hafi gert aðstæður enn erfiðari. Hulda Björk var barnláus en lætur eftir sig danskan sambýlismann. Árekstur í Kína: Hundur undir stýri Kínversk kona varð valdur að árekstri eftir að hún leyfði hundinum sínum að taka við stjórn bílsins. Atvikið átti sér stað í borginni Hohhot en konan sagðist hafa ákveðið að prófa að leyfa hundinum að stýra eftir að hún tók eftir því hvernig hann hnipraði sig saman við stýrið. Leyfði hún þá hundinum að stýra en hún sá um bensíngjöfina og bremsuna. Örskömmu síðar óku ökufélagarnir á bíl en blessunar- lega urðu engin meiðsli á hvorki fólki né hundum. Misgóðar nýbyggingar ■ Erlendir verkamennjrieð misgóða fagþekkingu .. ■ Dæmi unftugmilljóna tjón ÍxaÍáí Nýbyggingar á höfuð- borgarsvæðinu Dæmi fjm um lélegan frágang vegna mikils hraða á markaði |Sp| 11 \ Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Sífellt fleiri leita til Húseigendafélagsins vegna galla í nýbyggingum. Sigurður Helgi Guð- jónsson, hæstaréttarlögmanns og formanns Húseigendafélagsins, segir nýtt gallamál koma á borð félagsins á nánast hverjum degi. Dæmi eru um að kaupendur á nýbyggingum hafi orðið fyrir tugmilljóna tjóni vegna lélegs frágangs á nýbyggingum. Mik- ill hraði á byggingamarkaði sem og íjöldi erlendra verkamanna með mis- góða fagþekkingu er talin vera helsta ástæða vandans. Handónýtt kerfi „I uppgangstímanum hafa margir misgóðir aðilar staðið í húsbygg- ingum og komið hefur í ljós að þeir hafa skilað frá sér lélegum fast- eignum," segir formaður húsfélags í einu af nýju hverfum Reykjavíkur. Hann kaus að koma ekki fram undir nafni þar sem hann taldi slíkt geta skaðað hagsmuni eigenda íbúða í húsfélaginu. Félagið hefur um árabil staðið í lagaferlum eftir að í ljós komu fjöl- margir gallar á frágangi byggingar- innar. Hleypur tjónið á tugum millj- á hverjum ' ' Siguröur Helgi ^ Guöjónsson, formaöur i Húseigendafólagsins óna en verktakinn sem byggði húsið varð gjaldþrota. Að sögn formanns húsfélagsins standa fasteignakaupendur oft mjög illa þegar kemur að göllum í nýbygg- ingum og þá segir hann hið opinbera eftirlitskerfi hafa brugðist. „Þegar á hólminn er komið stendur fólk mjög illa. Fólk reiðir sig á að embætti bygg- ingafulltrúa sé starfhæft og það séu gerðar úttektir á nýbyggingum og farið eftir byggingareglum. Reynsla mín er hins vegar sú að kerfið er gjörsamlega handónýtt. Það standa ýmsir hlutir i byggingareglugerð sem að byggingafulltrúi gerir ekki einu sinni tilraun til að fylgja eftir.“ Ný mál á hverjum degi Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, segir gallamálum út af nýbyggingum hafa fjölgað umtalsvert að undanförnu en félagið aðstoðar bæði einstaklinga og húsfélög við að leita réttar sins. „Það er nánast á hverjum degi sem ný mál koma á borð til okkar. Þau eru af öllum stærðum og gerðum. Smágallar, frágangsatriði og svo stærri mál sem varða burðarþol og hljóðeinangrun svo einhver dæmi séutekin.“ Sigurður segir margar ástæður liggja að baki vandans og nefnir m.a. þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu. „1 þessu óðagoti og látum sem hafa verið í byggingariðnaðinum að und- anförnu þá lætur eitthvað undan. Það er þannig að ef þú ert með mörg verkefni og lítinn tíma þá vinnur þú verkefni verr en ella. Þá hafa sumir bent á að þarna eru komnir inn er- lendir verkamenn sem eru ekki með nógu góða fagþekkingu og eru ekki vanir að vinna á íslenskum nótum.“ Að sögn Sigurðar er réttur fast- eignakaupanda augljós þegar um galla á nýbyggingum er að ræða. Hann segir hins vegar gjaldþrot verktaka geta valdið vandræðum þegar kemur að skaðabótum vegna slíkra galla. Þá á hann ekki von á því að ástandið lagist fyrr en markaður- inn róast. „Það er vonandi að þetta lagist af sjálfu sér þegar hægir á. Þá fara menn kannski að vinna betur og vanda sig meira." Á förnum vegi Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Viktoría Alexeeva, nemi Þeir eru margir, en þessa stundina er það Rockstar: Supernova. Hafsteinn Gunnar Hauksson, nemi Seinfeld er besti sjónvarpsþáttur allra tíma. Árni Ingason Það eru fréttirnar. Anna Garðarsdóttir, nemi Rockstar: Supernova er góður, en svo er Fótboltakvöld líka skemmtilegt. Arnar Kári Axelsson, nemi Lost. Ég bíð spenntur eftir næstu seríu. Árásarmaður íslendings: Gaf sig fram við lögreglu Lögreglan í Kaup- fram við lögreglu og verið mannahöfn hefur hand- vA , ; iu . sá hinn sami og lögreglu tekið manninn sem hrinti g., U hafði grunað um verkn- íslendingi í veg fyrir járn- ■ ]jífö£SBBm aðinn. Maðurinn kemur brautarlest á Norreport- já ■£ ‘ fyrir dómara í dag þar stöðinni um helgina. í sem í Ijós kemur hvort að frétt danska blaðsins ||? hann verði úrskurðaður Politiken kemur fram " í gæsluvarðhald fyrir til- að maðurinn hafi sjálfur gefið sig raun til manndráps. NÝR VALKOSTUR Á FLUTOINGAMAUKAÐNIJM transport toll- og flutningsniiðlun ehf Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is 0 Helðsklrt íJ: Léttskýiaðái^ Skýiað Alský|að«Íi-L,Rignlng,lltllsháttar^ríi‘Rignlng.4S^,'Súld - Sn)ókoma^2-. i Slydða'í&i. Sn)6él Skúr Úiú'jjlí' Algarve 30 Amsterdam 15 Barcelona 27 Berlín 17 Chicago 19 Dublin 15 Frankfurt 15 Glasgow 15 Hamborg 18 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 18 London 15 Madrid 31 Mallorka 29 Montreal 13 New York 19 Orlando 24 Osló 18 París 19 Stokkhólmur 21 Vín 17 Þórshöfn 11 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.