blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 11
b blaðiö MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 v œil/j & | Samningur um lækkun lyfjaverðs: Endurskoðun tefst vegna sumarfría Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Endurskoðun lyfjaverðs í samræmi við samkomulag milli heilbrigðisráðu- neytis og Félag íslenskra stórkaup- manna tefst um einn mánuð vegna sumarleyfa. Að sögn Páls Péturssonar, formanns lyfjagreiðslunefndar, munu fyrirhugaðar verðbreytingar því fær- ast aftur til 1. október en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær færu í gegn um næstu mánaðamót. „Þetta er gert af hagkvæmnisástæðum. Það hefur hreinlega ekki unnist tími til að klára málið vegna sumarleyfa,“ segir Páll. Árið 2004 gerðu Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, og Fé- lag íslenskra stórkaupmanna með sér samning þar sem stefnt var að því að lækka lyfjaverð í heildsölu á íslandi. Markmiðið var að lyfjaverð hér yrði sambærilegt við meðalverð annars staðar á Norðurlöndum. Samkomu- lagið átti að koma til framkvæmda ,Frestað af hag- kvæmnis- ástæöum" Páll Pétursson, formaður lyfjagroiðslunefndar í fjórum áföngum og sá síðasti um næstu mánaðamót. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra í febrúarmánuði síðastliðnum við fyrirspurn Ástu Möller, alþingismanns, um lyfjaverð í heildsölu skilaði samningurinn um 17% lækkun í heildsöluverðmæti á fyrsta ári. Þá lækkaði smásöluverð- mæti um 14% á sama tíma. Að sögn Páls er ekki að vænta mik- illa verðlækkana við næstu endur- skoðun. „Það verða ekki stórfelldar breytingar á verði. Verðmismunur milli íslands og Norðurlanda á þeim frumlyfjum sem við erum að skoða er ekki mikill. f sumum tilfellum eru lyf ódýrari hér og það er því ekki stórt skref sem verður tekið núna.“ AAambó Tjútt Freestyle Footloose Salsa BrúÖarvals Barnadansar Samkvæmisdansar SérnámskeiÖ fyrir hópa Nýjustu tískudansarnir Börn - Unglingar - FullorÖnir Ýmis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskeiöa. DANSSKÓU Jóns Peturs og Köru Dansráö íslands | Faglæröir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is » í dag og á morgun fimmtudaginn 31.ágúst að Bæjarlind 14-16 Verslunin Völusteinn Hættir Allt verður að seljast Ótrúleg tilboð á fallegri föndurvöru, vefnaðarvörum sem og öllum öðrum vörum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.