blaðið


blaðið - 30.08.2006, Qupperneq 14

blaðið - 30.08.2006, Qupperneq 14
blaðið Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Arog dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Traust og siðferði Undraskjótur vöxtur íslensks viðskipta- og fjármálalífs hefur verið þjóðfélaginu öllu mikil lyftistöng, en á sama tíma hefur það valdið ýmsum áhyggjum, einmitt vegna þess hve hratt þessar breytingar hafa orðið. Lím samfélagsins er traust manna á meðal og hið sama á við um viðskiptalífið, en á það kann að hafa hallað. I hinu nýja íslenska hagkerfi eru leikreglurnar ekki öllum ljósar, skjótfenginn gróði sumra hefur valdið öðrum uggi í brjósti og gegnsæi á markaði er hér einatt fremur gruggugt. Starfsemi banka og fjármálafyrirtækja hefur til dæmis þanist svo hratt út að Fjármálaeftirlitið hefur ekki fylgt henni eftir og draga má í efa að það hafi styrk til þess að veita nauðsynlegt aðhald. Fjármálaeftir- litið getur þannig ekki á nokkurn hátt keppt við bankana um bestu sér- fræðingana á því sviði og bestu starfsmennirnir, sem þar eru þjálfaðir innan dyra, eru keyptir út af þeim sem þeir eiga að vera að fylgjast með. Er það eðlilegt eða heilbrigt fyrir íslenskt fjármálalíf? Á sama hátt má efast um það að Kauphöllin hafi afl og efni til þess að fylgjast nógsamlega með fyrirtækjum, sem þar eru skráð á markað. Almenningshlutafélög eiga að vera háð afar ströngum reglum, svo allur almenningur geti treyst því, að hann hafi jafngreiðan aðgang að upp- lýsingum um stöðu þeirra og sérfræðingar fagfjárfesta eða innherjar. Á dögunum bar það hins vegar við, að öllum að óvörum og án nokkurra afkomuviðvarana, tilkynnti ein af máttarstoðum íslensks viðskiptalífs um að 1.500 milljóna króna tap, þvert ofan í allar væntingar. Algert að- gerðaleysi Kauphallarinnar bendir til þess að hún sé ekki í stakk búin tii þess að halda reglu í sínum húsum. Undanfarna mánuði hafa dómstólar ítrekað komist að þeirri niður- stöðu að stjórnendur almenningshlutáfélaga megi sækja sér fé að láni í sjóði þeirra, nota það til þess að kaupa eignir, sem þeir selja svo aftur til fyrirtækisins með hagnaði án þess að eigendurnir, hluthafarnir, verði nokkurs vísari en hagnaður þeirra verður minni en ella fyrir vikið. Þetta telja dómstólarnir að séu venjuleg viðskipti og ósaknæm. Verður því trúað að slíkur trúnaðarbrestur milli stjórnenda og eigenda fyrir- tækja sé viðtekin venja í íslensku viðskiptalífi? Ef íslenskt viðskiptalíf á að dafna og þroskast verður það að njóta trausts, bæði á markaði og í samfélaginu öllu, en það vinnst ekki ef uppi eru ríkar efasemdir um viðskiptasiðferðið. Eins og fyrrgreind dæmi sýna er langur vegur frá að það gerist af sjálfu sér eða fyrir tilstilli veik- burða stofnana, sem kunna að vera háðar málsaðilum. Löggjafinn þarf að skakka leikinn. Andrés Magnússon Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur MARKISUR Dalbraut 3,105 Reykjavík * Nánarí upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar www.markisur.com 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blaöiö PnAm /\r og SVo. V'i SEGÍ^li ^KKÍ \ EiWU SíNWíJflKK'1, \trM mVUR tén muKiu 1 L'ETJpiMGU. ) Að gæta varðanna Tillögum Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um stofnun leyniþjónustu eða öryggislög- reglu af einhverju tagi hefur verið nokkuð illa tekið. Málið er þó ekki svona einfalt og auðvitað verður að eiga sér stað vitleg og alvarleg umræða um starfsemi lögregl- unnar í landinu, leynilega og aðra, hver sem í dómsmálaráðuneytinu situr hverju sinni. Þetta verðurskuldar yfirgrips- mikla umræðu enda málaflokkur sem snertir öryggi borgaranna annars vegar og friðhelgi okkar hins vegar. Lögreglustarfsemi af þessu tagi er alltaf umdeilanleg og til að hún gangi upp þarf að tryggja lýðræðislegt aðnaid með henni. Eftirlit þjóðkjörinna full- trúa með starfsemi sem gengur eðli málsins samkvæmt að firið- helgi einkalífsins. Það er kjarninn og grundvallaratriðið. Það er alltaf álitamál að veita heimildir til hlerunar og tregða stjórnvalda við að aflétta leynd- inni af gögnum um hlerarnir og njósnir íslenskra stjórnvalda á dögum kalda stríðsins er ekki beint meðmæli með slíkri starfsemi. Lýðræðislegt aðhald I nýsamþykktum lögreglulögum er sem frægt er að finna ákvæði um að við embætti ríkislögreglu- stjóra starfi greiningardeilair til að meta áhættu og sinna grein- ingu á því, sem tengist alþjóðlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi og hryojuverkastarfsemi. Með lögunum fékk íslenska lögreglan svipaðar lögheimildum og slíkar leyniþjónustur í öðrum ríkjum. Gott og vel. Vissulega þurfti skýra löggjöf um jafnviðkvæma starfsemi. Lýð- ræðislegt aðhald með starfseminni er hinsvegar grundvallaratriði til að hún komi til greina að mínu mati. Á það bentum við þingmenn Björgvin G. Sigurösson Samfylkinjgarinnar ítrekað í alls- herjanefndinni þegar málið var þar til meðferðar. Aðhald á borð við trúnaðarbunda þingnefnd sem Alþingi kysi beint. Samfylkingin hefur talað fyrir því að sérstök þingnefnd sinni pesskonar eftirliti, ekki síst komi til auknar heimildir til eftirlits- starfsemi með borgurunum. Starf- semi sem alltaf mun vera á gráu svæði gagnvart mannréttinaum og friðhelgi einkalífs. Spurn- ingin er alltaf sú hvar á að draga mörkin. Án slíks aðhalds frá löggjaf- anum kemur leyniþjónusta í þess- ari mynd ekki til álita að mínu mati og því greiddi ég atkvæði egn greiningardeildinni í vor egar Alþingi afgreiddi málið. Kaldastríðsnjósnir Ég nefndi að stjórnvöld neituðu að aflétta leynd af grófum brotum í formi njósna og hlerana á vinstri mönnum á tímum kalda stríðsins. Þessu hefur t.d. Ragnar Aðalsteins- son, mannréttindalögmaður, mót- mælt harðlega og bent á að það sé einsdæmi að stjórnvöld skuli ekki aflétta leynd á slíku og gera málið upp. Þetta er pólitískt hneyksli. Hneyksli vegna þess að þarna var hlerunum beitt gegn pólitískum andstæðingum í peim tilgangi að klekkja á þeim. Alþingi átti í vor og á enn að mínu mati að skipa rann- sóknarnefnd sem færi ítarlega yfir málið. Upplýsi opinskátt um um- fang og tilgang símhlerannana og hverjir voru hleraðir. Geri hreint líkt og stjórnvöld á hinum Norð- urlönaunum hafa gert á síðustu árum í sambærilegum málum. En aftur til framtíðar en þangað á þetta mál að vísa og tengist þannig umræðunni um leyniþjón- ustuna hans Björns. Hver á að gæta varðanna? Hver á að hafa ertirlit með leynistarfsemi á borð við hler- anir og njósnir á almennum borg- urum? Lýðræðislegt eftirlit verður að koma til. Til dæmis þingkjörin nefnd sem er bundin trúnaði ein- sog ég nefndi áðan og um þetta þarf umræðan að snúast eigi við- unandi niðurstaða að nást. Þó ekki væri nema að koma á fót lýðræðis- legu eftirliti með þeirri starfsemi sem nú er stunduð af þessu tagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar I Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Lesa má um það ( slúðurbloggnum Orðinu á götunni (ordid.blog.is) að Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra,hyggistsækjast eftir endurkjöri á Alþingi næsta vor. Að þessu kemst höfundurinn eftir textarannsóknir á vef ráðherrans (bjorn.is) og þykir mikil tíðindi, en nokkuð er síðan Björn sagði samstarfs- mönnum sínum frá því að hann hygðist halda áfram og var frá því greint á s(ðum Blaðsins á sínum tíma. En Orðið á götunni er einnig á því aðfyrrirrennari Björns, Sólveig Pétursdóttir, hafi komist að sams konar niðurstöðu, en sem kunnugt er hafa konur íSjálfstæðisflokknum í Reykjavík af því áhyggjur að þær verði ekki nógu margar á listanum næsta vor. Höfundur Staksteina í Morgunblaðinu víkur að þeirri heiftarlegu hríð, sem stjórnarandstaðan hefur gert að Valgerði Sverrrisdóttur, utanríkisráðherra, síð- ustu daga, vegna meintrar leyndarhyggju hennar og pukurs á dögum hennar í iðnaðarráðuneytinu. Finnst höfundi Staksteina það merkilegt, að ofurbloggar- inn Össur Skarphéðinsson telji að Valgerður hafi reynt að halda sprungum leyndum fyrir Samfylkingunni, enda hafi hann heimildir fyrir því að einhverjir forystumenn Samfylkingar- innar hafi baðað sig í þessum sömu sprungum. Össur beið vitaskuld ekki boðanna með að svara þessum ásökunum, en það gerir hann ýtarlega á vef sínum (ossur.hexia.net). Klippari les á vef Morgunblaðsins að Þórður Már Jóhannesson, fyrrver- andi forstjóri Straums-Burðaráss, telji líklegt að erlendir bankar komi senn inn á innlendan bankamarkað með því að gerast kjölfestufjárfestir í íslenskum banka eða að erlendur banki yfirtaki (s- lenskan banka. Jafnframt telur hann ekki ólfk- legtað íslenskur banki fari úr íslensku kauphöll- inni og skrái sig ytra. Þetta sagði Þórður Már á morgunfundi hjá nýju bestu vinum sínum í Glitni. Á markaðnum staldra menn mjög við þessi orð og telja að maður af hans kalíberi segi slíkt ekki út í loftið. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.