blaðið - 30.08.2006, Page 15

blaðið - 30.08.2006, Page 15
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 SKOÐUN I 27 Viðhorf Skiljum við Framsókn Sjálfstæðismenn eiga ekki að festast í götóttu neti við Framsókn- arflokkinn. Næsta ríkisstjórn þarf að rétta af þjóðarskútuna með aðferðum sem þekkjast ekki í her- búðum Framsóknar. Vantraust sjálfstæðismanna á Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur á ekki að neyða þá til áframhaldandi samvinnu við spillta örflokkinn Framsókn. Bankamenn og auðmenn hafa leikið hér of lausum hala með Val- gerði Sverrisdóttur sem viðskipta- ráðherra. Þeir hafa nú komið af stað verðbólgu en kenna um lélegri hagstjórn ríkisstjórnarinnar! Það hentar þeim núna. Valgerður Sverrisdóttir ákvað að dansa við auðmenn þjóðarinnar, reyndar líkt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði. Almenningur horfir á tilþrifin á dansgólfinu með betliaugum og sumir dans- herranna telja sig geta sýnt stjórn- völdum í tvo heimana og hafa dóm- stólana í vasanum. Sjálfur forsetinn lætur glepjast af gleðskapnum og sér til þess að málgögn herranna geti ótruflaðir sagt frá afrekum þeirra. Viljum við þetta, sjálfstæðismenn? Frjálshyggjuformúlan segir að menn skuli keppa án hjálpartækja einstakra ráðherra, þingmanna og lögmanna. Siðferðisbrestur í við- skiptum skal fordæmdur en ekki verðlaunaður í Hæstarétti. Hvar standa frjálshyggjufor- ingjar Sjálfstæðisflokksins I dag? Víst er, að þeir hafa verið rægðir og leitast hefur verið við að rýja „Framsóknar- flokki verður komið frá völdum.” Jónána Benediktsdóttir þá trausti. Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru þeir ráðherrar, sem hafa þorað að gagnrýna að- ferðir forkólfa viðskiptalifsins, en þau hafa talað fyrir daufum eyrum framsóknarráðherra og stjórnarandstöðunnar. Að hlusta á raddir almennings Sjálfstæðismenn hafa i valdatíð sinni komið á því frjálsræði sem hér ríkir í efnahagsmálum og al- þjóðaviðskiptum. Þeir hafa leyst úr læðingi öfl sem ættu að koma öllum til góða. Það er kristaltært og sést á fylgi flokksins að enginn stjórnmálaflokkur á íslandi býr yfir jafnmikilli þekkingarbreidd, hæfileikum, áræðni og heiðaleika og Sjálfstæðisflokkurinn. Sú hagsæld, sem hér ríkir, á eftir að koma allri þjóðinni til góða, en það mun því aðeins ganga eftir ef forpokuðum Framsóknarflokki verður komið frá völdum. Fram- sóknarmenn ráða ekkert við ráðu- neytin sín og eru ekki nægilega hugrakkir til þess fara gegn fá- mennum hagsmunahópum. Þeir sem ekki hlusta á raddir al- mennings tapa íkosningum. Fólkið fer einfaldlega annað. Or því að Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz komust ekki til valda í Framsókn- arflokknum hefur dánarvottorðið verið skrifað og nú á aðeins eftir að stimpla það.. Ekki óttast fýluna í Framsóknl Ýmsir íhaldsmenn í Sjálfstæð- isflokknum auk Morgunblaðsins leggja sig fram um að styggja ekki framsóknarmenn, því þeir fara í fýlu við minnstu gagnrýni. Þegar framsóknarmenn fara í fýlu endist hún kynslóð fram af kynslóð. Þeir hætta að heilsa, neita að hitta fólk og gleðjast við það eitt að sýna vald sitt. Það er til mikils að vinna, Sjálf- stæðismenn, að óttast ekki fýluna í Framsókn! Hægristefna okkar er ekki orsök þeirrar misskiptingar sem þjóðin býr við heldur dauf- heyrn framsóknarmanna og stjórn- arandstöðunnar. Er ekki í lagi að viðurkenna það að við vorum illa gift? Völdum ekki fallegustu stelp- una á ballinu! Höfundur er athafnakona í Reykjavík. Sérstakur heiðursgestur Hinn árlegi stórdansleikur Milljónamæringanna verður í Súlnasal á Hótel Sögu laugardaginn 2. september. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð 2.000 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Up|j|singar í síma 525 9950 Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og RaggWjarna. 'jt

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.