blaðið - 30.08.2006, Page 16

blaðið - 30.08.2006, Page 16
28 • MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blaðið veiði veiði@bladid.net Virtu bráö Dreptu aldrei meira en þú neytir, lærðu að veiöa og sleppa ef þú skyldir þurfa á þvt að halda og það kemur að því, er heilræði af vefnum Flugur.is Þúsundir felldir og veiði eykst Veioi á ref hefur fario vaxandi síöustu ár. Fyrir ellefu árum voru 3.677 refir skotnir en árið 2004 voru þeir 6.326, sem er um 70 prósenta auking. Á árunum 1994 til 1997 náðust frá 3.535 til 3.927 refir. Eftir það hefur veiddum dýrum fjölgað, voru 4.509 árið 1999, 5.403 árin 2000, jafnmörg árið eftir en 5.675 árið 2002 og síðan 6.326 árið 2004. Hagstofan hefur ekki tölur yfir veidda refi árið 2003 eða 2005. Veiði á mink hefur einnig aukist. 6.341 voru drepnir fyrir tíu árum, 7.703 árið 1999 og 8.289 fyrir tveimur árum. Laxar í Elliðaá Laxveiði í Elliðaá í Reykjavík hefur verið nokkuð jöfn síðustu ár. Milli fjögur hundruð og fimm hundruð hafa veiðst árlega, utan ársins 2004 þegar 645 laxar veiddust. Fyrir tveimur árum var einnig skráð að 35 löxum hafi verið sleppt, en samkvæmt skrán- ingum hjá Hagstofunni hafði að- eins þremur verið sleppt árinu á undan og engum fram að því. Frændur felldu tarfa skammt frá Valþjófsstaðarfjalli Veiddu þrjú hreindýr og grilluðu steik í lok dags Frændurnir, Sigurður T. Valgeirsson og Guðlaug- ur Þór Þórðarson alþing- ismaður, hafa oft farið saman á hreindýraveiðar enda áhugasamir veiðimenn. Báðir voru þeir með veiðileyfi á tarfa á svæði 2. Gistu þeir hjá Há- koni Aðalsteinssyni, skógarbónda á Húsum. Aðeins einn dagur fór í að ná törfunum og gengu veiðarn- ar þvi mjög vel fyrir sig. Með þeim frændum var faðir Guðlaugs, Þórð- ur Sigurðsson, en hann felldi hrein- kú á sama svæði. Þórður er yfirleitt með þeim frændum á hreindýra- veiðum. Tarfurinn sem Guðlaugur Þór felldi vóg 95 kíló og var tekinn á ii2 metra færi með Jalonen 6,5*284, með Nosler Partition i25gramma kúlu. Tarfurinn sem Sigurður felldi var 89 kíló og tekinn á 91 metra færi með Steyr Mannlicher / Scout cal 243, Sierra 100 gramma SP kúlu. Báðir tarfarnir voru felldir við Hóls- ufs skammt frá Valþjófsstaðarfjalli. Leiðsögumaður var Einar Axlesson úr Fljótsdalnum. í lok dags grilluðu þeir góða steik í blíðviðrinu enda nóg til af kjöti og nutu félagsskap- arins eftir að hafa gert að öllum dýr- unum. Ekki ólíklegt að jólasteikin í ár verði af törfunum tveimur eða kúnni sem Þórður felldi. Róbert Schmidt Með fallegan tarf Guðlaugur Þór Þórðarson með 95 kílóa tarf F0RD EXPLORER LIMITED 4,6 '04 Ek.36 þ. V.3,600,- Flottur Bfll HYUNDAISANTAFE11/02 Ek.28 þ.Sjálfsk. V.2,250,- SUBARU LEGACY STW SJÁLFSK. 08/02 Ek.60 þ.km. DR.kúla S/V.Dekk V.1S50,- Æ m NISSAN PATR0L ELEGANCETDI38" SJÁLFSK 08/03 Fk.45 h.km V.4.3 T0Y0TAAVENSISS0LNEW 1,8 04/03 SJÁLFSK.Ek.63 þ.km 'SíloMuznátuícviáMt SrtUcljiCVCqí 46 S * ’Z&JuSWOQl ISUZU TROOPER 3,0 TDIABS 35" 7 MANNA 09/99 Ek.125 þ.km V.1,550,- GÓÐUR BÍLL Tæplega þriggja punda kúkableyja Alfreð Logi Ásgeirsson, sem er fimmtán mánaða gamall, fór með pabba sínum í veiðiferð í Litluá í Kelduhverfi í sumar. Þegar sá stutti þurfti að gera stórt var brugðist bratt við og skipt í einum grænum. Faðir hans, Ásgeir Guðmunds- son, tók föðurhlutverkið alvarlega og lagði frá sér flugustöngina á árbakkann og skipti glaður á syni sínum sem lá yfirvegaður í grasinu og horfði upp í himininn. „Já, þetta er bara ósköp eðlilegur hlutur og partur af uppeldinu að hafa synina með í veiðina óg það er bara enn skemmtilegra að skipta á tveggja til þriggja punda kúka- bleyju á árbakkanum,,, sagði Ásgeir og brosti breitt. „Eitt sinn þegar ég gekk með Al- freð Loga á handlegg og var með stöngina í hinni, línan úti og allir í góðu skapi, þá fékk ég óvænt fisk á. En þá var sá stutti settur í skyndi- pössun til að ég gæti landað fiskn- um. Þetta er líf mitt og yndi og syn- ir mínir fá gott og heilbrigt uppeldi þar sem útiveran og veiðieðlið fær að njóta sín,“ sagði Ásgeir. Róbert Schmidt Bleyjuskipti á bakkanurr Asgeir og Alfreð Logi i bleyjuskiptum á árbakkan- um við Litluá i Kelduhverfi. Leyfi fyrir veiði Umhverfisstofnun heldur nám- skeið aðra hverja viku í Reykjavík út nóvember fyrir þá sem vilja veiðikort. Einnig verða haldin nám- skeið víða um land. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar stendur að á síðasta ári hafi um 700 manns sótt veiðikortanám- skeið á vegum Umhverfisstofn- unar og um 600 manns sóttu skotvopnaleyfisnámskeið. Hyggist menn sækja skotvopnaleyfisnám- skeiðið er umsóknin um nám- skeiðið hins vegar háð samþykki lögreglunnar. Næsta skotvopnanámskeið verður 7. til 9. september. Bóklegt fyrstu tvo dagana en verklegt þann síð- asta. Næsta veiðinámskeið verður þann sjötta.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.