blaðið - 30.08.2006, Qupperneq 26
38
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blaöið
HVAÐ FINNST ÞER?
Kemur Akraborgin aftur?
„Afogfrá. Hins vegarer faögóð viðskiptahuginyhd fyrir
framkvæmdaglaða einstaklinga að bjóða upp á skemmti-
siglingar milli Akraness og Rcykjavíkur. "
Gísli S. Einarsson,
bæjarstjóri á Akranesi
Á fundi samgöngunefndar í gær var ræddur sá möguleiki
að taka upp strandsiglingar að nýju til að draga úr álagi
á þjóðvegum landsins. Áætlunarferðir Akraborgarinnar
voru lagðar nlður eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð.
Smáborgarinn
Á brimbretti með flugdreka
Anna María Torfadóttir er hefur
mörg áhugamál. Hún er kennari í
Austurbæjarskóla, þolfimikennari
og líka mikil ævintýramanneskja.
Anna lagði stund á þolfimikenn-
aranám í Danmörku fyrir tíu árum
og segir að mikill áhugi á dansi og
heilsusamlegu líferni hafi orðið til
þess að þetta nám varð fyrir valinu.
Þegar tími gefst leggur Anna Mar-
ía líka stund á margs konar ævin-
týramennsku, meðal annars kletta-
klifur og „paragliding" sem felst í
því að það er gengið á fjöll með svif-
væng og svo er annaðhvort hlaupið
niður hlíðarnar þar til fólk tekst á
loft eða stokkið fram af fjalli.
„Það fer eftir því hvað maður er
hugaður hvort maður stekkur fram
af eða ekki, en það að geta farið í
fjallgöngu og mega svo bara svífa
niður finnst mér alveg æðislegt.“
„Ég er líka mikil sjóbrettaáhuga-
manneskja og út frá því hef ég far-
ið í það að stunda „kite-surfing“.
Þetta gerði ég nú í sumar þar sem
ég dvaldist á Spáni í fimm vikur
„Kite-surfing“ gengur út á það að
maður fer með bretti út á sjó og
er svo dregin áfram af eins konar
flugdreka sem kallast kraftdreki í
þessu tilfelli. Þetta virkar alveg eins
og flugdreki á þann hátt að maður
nýtir vindinn til að draga sig áfram.
Mér finnst mjög gaman að stunda
íþróttir þar sem spennan felst í
því sem náttúran hefur fram að
færa. í þessum íþróttum er maður
aldrei með neinn mótor sem gefur
kraftinn, heldur koma þeir allir frá
náttúrunni. í „kite-surfing“ er fólk
jafnvel að takast á loft og fljúga á
brettunum yfir sjónum sem er mjög
skemmtilegt," segir Anna og hlær.
Hvað stendur svo til að gera í
vetur?
„Ég er að fara að kenna eins kon-
dans-þolfimi tíma í World Class
sem innihalda salsa spor og fleira
’æmmtilegt. Svo langar mig líka
mikið til að fara eitthvað um jólin
til að stunda „kite-surf“ og helst ein-
hvern dans í leiðinni. Þetta krefst
þess að ég þarf að fara eitthvað mjög
sunnarlega þannig að Suður-Afríka
er inni í myndinni. Sonur minn
verður hjá pabba sínum næstu jól
og í stað þess að hanga án hans yf-
ir hangikjötinu þá finnst mér það
skemmtilegri tilhugsun að fara
eitthvað suður til að dansa og sigla,
eða fljúga á brimbretti," segir þessi
skemmtilega ævintýramanneskja
að lokum.
margret@bladid. net
Ævintýramanneskjan Anna María Torfadóttir
Stundar brimbrettasiglingar með flugdreka, klífur fjöll og
svífursvo fram af þeim. Þess á milli kennirhún börnum í
Austurbæjarskóla og þolfimi í World Class. BiaM/FMi
UNG OG FALLEG
Fyrir nokkrum árum kvörtuðu
menn sáran undan því að meðal-
aldurinn á Alþingi væri í hærra lagi
og ungt fólk ætti ekki nógu marga
fulltrúa á þeirri ágætu samkomu.
Stjórnmálaflokkarnir brugðust
greinilega við gagnrýninni því
að eftir síðustu þingkosningar
fylltist steinhúsið við Austurvöll af
ungum og upprennandi stjórn-
málamönnum sem margir hverjir
voru nýskriðnir út úr háskóla.
Það sama var uppi á teningnum
í kosningum til borgarstjórnar nú
í vor. Allir flokkarnir stilltu upp ung-
lingum framarlega á lista, jafnvel
í oddvitastöðu. Þetta var ungt og
myndarlegt fólk sem brosti fallega
og kom vel fyrir. Draumatengda-
sonurinn eða -dóttirin.
Það verður að viðurkennast að
þessir ungpólitíkusar eru upp til
hópa frekar einsleitir og óáhuga-
verðir. Það er ekki nóg að vera
Það verður að viður-
kennast að þessir ung-
pólitíkusar eru frekar
einsleitir og
óáhugaverðir.
ungur og fallegur ef maður hefur
ekki sjálfstæða skoðun og getur
ekki komið fyrir sig orði nema í
gömlum klisjum. Það hefur ekkert
upp á sig að setja á sig bindi og
þykjast vera fullorðinn ef maður
hefur engar nýstárlegar og frum-
legar hugmyndir.
Það skýtur á vissan hátt
skökku við hversu óáhugaverðir
og hugmyndasnauðir ungu stjórn-
málamennirnir okkar eru. Maður
hefði þvert á móti haldið að ungt
fólk gæti leyft sér að vera frumlegt
og storka gömlu kempunum.
Þó að þeir láti gjarnan í sér
heyra hefur því miður lítið kveðið
að þessum ungu og fallegu stjórn-
málamönnum okkar og enginn
þeirra getur talist sérstaklega
eftirminnilegur. í fljótu bragði sér
maður engan tilvonandi Össur,
Steingrím J eða Davíð í þessum
hópi.
Hugsanlega eru þeir í stjórn-
málum vegna pólitískrar rétthugs-
unar urn að á framboðslistum
verði að vera viss breidd. Nema
þeir séu þarna bara upp á punt.
Þetta er náttúrlega myndarlegt
fólk sem tekur sig vel út á vegg-
spjöldum og auglýsingum og
hvað er meira við hæfi þar sem
kosningar nú til dags eiga meira
skylt við fegurðarsamkeppnir en
stjórnmál.
SU DOKU tainaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
4 8 6 9 3
8 4 2 7
9 5 1
3 5
6 3 7
7 2 5 6
9 2 7 1 4
2
3 4 7 6 9
8 4 5 6 1 2 7 9 3
7 9 6 3 8 5 4 1 2
1 2 3 4 7 9 5 6 8
9 3 8 2 4 6 1 7 5
2 6 1 5 9 7 8 3 4
5 7 4 8 3 1 9 2 6
6 8 9 7 5 3 2 4 1
4 1 2 9 6 8 3 5 7
3 5 7 1 2 4 6 8 9
11-2 <D Jim Unger/dist. by United Media, 2001
Hann sagði þetta aldrei! Ég sá varir þínar hreyfast.
HEYRST HEFUR...
Fregnir um að Gunnar
Smári Egilsson, forstjóri
Dagsbrún-
ar, léti þar
af störfum
komu ekki
öllum á óvart.
Stórfeng-
legt tap á
fjölmiðla- og
fjarskiptafyr-
irtækinu var af þeirri stærð-
argráðu að ljóst mátti heita
að sækja þyrfti nýja vendi.
Innan úr Dagsbrún heyrist að
það hafi verið Gunnar Smári
sjálfur, sem stakk upp á því,
að hann yfirgæfi samkvæmið
og einbeitti sér að því að stýra
Dagsbrun Mediafond, en svo
skal hann heita, nýi fjárfest-
ingasjóðurinn að baki Nyheds-
avisen í Danmörku...
að fellur hins vegar í skaut
Árna Pétri Jónssyni að
taka til í Dagsbrún og það
skjótt. Árni
Pétur þykir
hafa staðið
sig vel við
rekstur Og
Vodafone og
nú á hann að
koma sömu
festu á í fjöl-
miðlahluta Dagsbrúnar. Þar
nýtur hann þess sjálfsagt líka
að tengjast einstökum verkefn-
um og deildum í fjölmiðlafa-
brikkunni í Skaftahlíð ekki,
en þar hafa mæst stálin stinn
að undanförnu...
Talið er að hinn nýi forstjóri
muni þegar taka til við
niðurskurð og sparnað. Hvísla
menn um að DV verði slegið
af innan tíðar, enda er það nú
aðeins prentað í um 13.000 ein-
tökum og seld eintök nokkru
færri. Hefur Páli Baldvini
Baldvinssyni ekki hafa tekist
að finna blaðinu
nýtt erindi sem
helgarblað og
telja menn að
nýtt blað Reynis
Traustasonar
munigeraþví
enn erfiðar fyrir,
en stefnt er á útgáfu þess í
október...
Stóra spurningamerkið er
hins vegar sett við Nýju
fréttastofuna (NFS). Hún
hefur reynst dýrari í rekstri en
að var stefnt, en áhorfið hefur
látið á sér standa ef undan eru
skildir þeir dagskrárliðir, sem
eru í samsýningu með Stöð 2.
Fyrir vikið þykir mönnum lít-
ið hafa unnist, þó þeir Róbert
Marshall og félagar á NFS
þyki um margt
hafa gengið vel
við að koma á
nýjum vinnu-
brögðum við
gerð sjónvarps-
frétta. Hefur
sú hugmynd komið upp að
sjálfstæð útsending NFS verði
aflögð, en NFS muni áfram
starfa sem verktaki við gerð
fréttaefnis og skyldra þátta
fyrir Stöð 2. Island í bítið og Is-
land í dag muni því lifa ásamt
Silfri Egils og hugsanlega tóri
Pressan áfram sem afleysing
fyrir Silfrið...
andres.magnusson@bladid.net