blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006
blaöiö
HVAÐ MANSTU?
1. Hver er höfuðborg New York-ríkis?
2. Hver er herra Rokk?
3. Á hverju stendur Venus við fæðingu sína í málverki Botticellis?
4. Hvað hét hin trygga eiginkona Ódysseifs?
5. Yfir hverju var Jón Sigurðsson forseti?
GENGi GJALDMIÐLA
Svor: KAUP SALA
CÖ Q. • Bandaríkjadalur 70,27 70,61
.3 IO CL Cö ’o> r-f -T- >Q _cg Sterlingspund 131,79 132,43 m
Nto C 5 ro Dönsk króna 11,916 11,986 mm mm
> c: o. « c cz 0 c Norsk króna 10,741 10,805 »
ra (o ^ 3 q} ^ ^ ” .E E Sænsk króna 9,673 9,729 mwm mmm
< '= 03 ^ v— —3 C/3 LTJ -Q Evra 88,92 89,42
Össur Skarphéðinsson:
í forsvari fyrir
þingflokknum
Á þingflokksfundi Samfylk-
ingarinnar í gær var Össur
Skarphéðinsson, fyrsti þing-
maður fyrir Reykjavík norður,
kjörinn þingflokksformaður.
Eins og fram hefur komið
hyggst Margrét Frímannsdóttir,
fráfarandi formaður, láta af
þingstörfum í vor. Jón Gunn-
arsson, þingmaður flokksins í
Suðurkjördæmi, hefur þegar lýst
því yfir að hann hyggist sækjast
eftir efsta sætinu í kjördæminu
sem Margrét skilur eftir sig en
þeir Björgvin G. Sigurðsson og
Lúðvik Bergvinsson segja að
yfirlýsinga sé að vænta frá þeim
innan tíðar um þeirra áform.
Eltak sérhæflr sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóöum mcsta úrval
á íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafdu samhand
Sfðumúla 13, simi 588 2122
www.eltak.is
<• .. i —
Ummæli Benedikts XVI páfa um íslam:
Ólga þrátt fyrir afsökun
■ Blendin viðbrögö við afsökunarbeiðni páfa ■ Al-Kaeda boðar heilagt stríð gegn páfa og Vesturlöndum
Þrátt fyrir að Benedikt XVI páfi
hafi beðist afsökunar á ummælum
sinum í síðustu viku um tengsl of-
beldis og íslams og leiðtogar á Vestur-
löndum og í hinum íslamska heimi
hafi hvatt til stillingar er mikil ólga
meðal múslíma. 1 ræðu í síðustu
viku vitnaði páfi í býsanskan keisara
frá 14. öld, Manúel II Palaeologus,
en hann sagði að allt það sem hafi
komið frá Múhameð spámanni hafi
verið illt. Islamskir klerkar hafa
fordæmt ummælin og segja þau til
marks um nýja krossferð kristinna
manna gegn íslam. Mótmæli hafa
farið fram víða um heim og sérfræð-
ingar í málefnum kaþólsku kirkjunar
telja að ummælin hafi rekið fleyg í
samskipti hins kristna og íslamska
heims, en forveri Benedikts á páfa-
stóli, Jóhannes Páll, hafði lagt mikla
áherslu á að bæta þau samskipti.
Þrátt fyrir mikla ólgu hefur ekki
borið mikið á ofbeldi á hendur
kristnum mönnum í hinum ís-
lamska heimi. ítölsk nunna var myrt
af byssumanni í Sómalíu um helgina
og er talið að morðið megi rekja til
reiði vegna ummæla páfa. Einnig
var ráðist á nokkrar kirkjur á Vest-
urbakkanum í Palestínu um helgina.
Viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa
hafa verið blendin en kirkjuleiðtog-
inn sagðist vera miður sín vegna
þeirra ofsafengnu viðbragða sem
þau hafa fengið og ennfremur að þau
endurspegli ekki skoðanir sínar á ís-
lam. Talsmaður klerkastjórnarinnar
í íran sagði að afsökunarbeiðni páfa
væri ekki fullnægjandi og hvatti trú-
arleiðtogann til þess að viðurkenna
að honum hafi orðið á mistök. Aðrir
islamskir leiðtogar hafa tekið afsök-
unarbeiðnina gilda.
Sterkustu viðbrögðin við um-
mælum páfa komu frá leiðtogum
Al-Kaeda-hryðjuverkanetsins í Irak.
I gær birtist tilkynning frá Al-Ka-
eda þar sem páfa og Vesturlöndum
er hótað dómsdegi og heilögu stríði
sem muni standa yfir þangað til ís-
lam hafi lagt undir sig heimsbyggð-
ina. I tilkynningunni er kristnum
mönnum hótað að það eina sem bíði
þeirra sé val á milli íslamstrúar eða
dauða. Einnig hefur borið á hörðum
mótmælum meðal almennings í írak
og voru meðal annars brúður af páf-
anum brenndar í borginni Basra í
gær.
Vatíkanið hefur beðið erindreka
sína í hinum íslamska heimi að
funda með stjórnmála- og trúarleið-
togum til þess að útskýra afstöðu
páfans gagnvart íslam. Einnig hafa
þeir verið beðnir um að sýna þeim
ræðuna í heild sinni en talsmenn
Vatíkansins segja að ummæli páfa
um íslam hafi verið algjörlega
tekin úr samhengi og afbökuð. En
þrátt fyrir afsökunarbeiðni páfa
og tilraunir Vatíkansins til að út-
skýra raunverulega afstöðu hans
gagnvart íslam telja margir að páfi
hafi unnið mikinn með skaða með •
orðum sínum. Rithöfundurinn
Marco Politi, rithöfundur og sér-
fræðingur í málefnum Vatíkansins,
skrifaði í dagblaðið La Republica að
Benedikt páfi hafi skaðað áratuga
starf forvera síns í því að bæta sam-
skipti á milli trúarbragðanna. Politi
segir að erfitt verði íyrir Benedikt
að bæta þann skaða sem hann hefur
unnið. Gian Enrico Ruscani, pró-
fessor við háskólann í Tórínó, segir
að páfinn hafi ekki einungis skaðað
samskipti kristinna manna og músl-
íma heldur hafi hann einnig grafið
undan virðingarstöðu páfastóls á
Vesturlöndum.
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
SKiPTIBORÐ
HiÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVÁL AF SKIPTIBORÐUM
Arnar og Bjarki byggja á Akranesi:
Tvíburaturnar rísa á Skaganum
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@bladid.net
Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir standa að byggingu
tveggja íbúðablokka á Akranesi.
Byggingarnar tvær rúma 40 íbúðir
og verða í Hagaflötum, nýju hverfi
Akraneskaupstaðar.
Að eigin sögn þykir þeim vænt um
að taka þátt í uppbyggingu sinnar
heimabyggðar og sjá tækifæri í því
að fjárfesta á fasteignamarkaði
Akraneskaupstaðar.
„Við þekkjum okkar heimabæ,”
segir Bjarki Gunnlaugsson og
er bjartsýnn á vöxt og uppgang
uppeldisstöðvanna.
Þeir bræður hafa aukið umsvif
sín á fasteignamarkaði upp á síð-
kastið og nýbyggingarnar á Akra-
nesi eru aðeins lítill hluti fram-
kvæmda þeirra. Bræðurnir láta
einnig til sín taka i miðbæ Reykja-
víkur og á næstunni munu þeir
opna veitingastað og skemmtistað
á tveimur hæðum í félagi við þá fé-
laga Kormák og Skjöld, kennda við
Ölstofuna.