blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 26
3 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 blaðið ferðalög ferdalog@bladid.net Allt getur gerst - Þaö er varhugavert að ferðast án þess að vera meö ferðatryggingu. Það er aldrei að vita hvað getur gerst og þvi er best að fara varlega. rauða húsið Rafmagnslaust í Rauða húsinu Eyrarbakka Á laugardagskvöldum i vetur verða rafmagnslausir tónleikar i Norðursal Rauða hússins ó Eyrarbakka, með nokkrum af fremstu tónlistarmönnum landsins Matreiöslumeistarar okkar hafa sett saman sérstak- lega girnilegan matse&il, sem stendur tónleikagestum til boða. Þú einfaldlega hringir núna í 483 3330 og pantar þér rafmagnslaust borð í Rauða húsinu - og nýtur kvöldsins með fróbærum tónlistarmönnum í einstakri og rafmagnslausri nólægð. 23. september: ■ Valgeir Guöjónsson, Stuðmaður, Spilverksmaður og húmoristi af guðs nóð leikur og syngur af fingrum fram. 7. október: ■ Ellen Kristjónsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja fegurstu og eftirminnilegustu perlur Ellenar. 14. október: ■ Guölaug Dröfn syngur meðal annars lög hinnar dáðu Evu Cassidy. 21. október: ■ KK flytur sín þekktustu lög sem þú vaknar yfirleitt með á heilanum á hverjum morgni, og nokkur fleiri í viðbót. 28. október: ■ Kristjana Stefáns, hin dáða jazzsöngkona okkar sunnlendinga, flytur okkur i hæstu hæðir og leyfir okkur að vera þar. 4. nóvember: ■ Hinar einu og sönnu Borgardætur, Andrea Gylfa, Ellen Kristjáns og Berglind Björk mála Eyrarbakka rauðan, ásamt Eyþóri Gunnarssyni, og hvorki Bakkinn né gestir munu verða samir á eftir. Matseöill: frá kl. 20.00 stundvíslega. ■ sjávarréttasúpa rauða hússins ■ langeldaður lambaskanki og islenskur humar eöa: ■ stórlúöusteik og humarhali ■ heimalagaöur konfektbiti með jarðaberjum og rjóma ■ kaffí Kr. 5.900,- pr.mann Mikið framboð haustferða Dublin og Barce- lona vinsælust Barcelona er vinsæll áfangastaður á haustin enda falleg borg. Falleg Þrátt fyrir að sumrinu sé lokið er ekki þar með sagt að fólk hætti að ferðast. Svokallaðar haustferðir hafa löngum verið vinsælar og ljóst er að framboð ferðaskrifstofa er mjög mikið. Flestar ferðirnar eru farnir upp úr október og allt fram í byrj- un desember. Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Plúsferða, segir að það sé ekki lengur svo að fólk fari sérstakJega í verslunarferðir og fylli margar ferðatöskur af jólagjöf- um. Hins vegar er meira um að far- ið sé til að upplifa borgina og njóta lífsins. „Dublin er alltaf rosalega vinsæl á haustin og hefur verið það mjög lengi. Ég skil það fullkomlega enda er það flottur staður og þar er heilmikið af góðum veitingastöðum og öðru.“ Prag er vinsæl borg Bjarni Hrafn Ingólfsson, markaðs- stjóri Heimsferða, segir að vinsældir haustferða séu stöðugar enda eru alltaf einhverjir hópar ásamt ein- staklingum sem-vilja ferðast á haust- in. „Með okkur fer fólk til Barcelona, Prag, Búdapest, Kraká, Ljúblíana og Rómar og það er mjög vel bókað í flestar ferðir. Það er einna vinsælast að fara til Barcelona og hún er vin- sæl allan ársins hring. Við bjóðum upp á flug þangað alla mánuði ársins nema desember, janúar og febrúar. Barcelona er flott og yndisleg borg. Prag er líka mjög vinsæll áfangastað- ur en hann varð vinsæll fyrir um sex árum. Það má segja að Prag sé eins og London og Kaupmannahöfn, það er hægt að fara þangað aftur og aftur. Það er ennþá styttra síðan við byrjuðum að bjóða upp á ferðir til Kraká og þær eru meira og minna uppseldar en þannig hefur það alltaf verið. Við byrjuðum með Ljúblíana í fyrra og það seldist upp en við bjóð- um upp á fleiri ferðir þangað í ár.“ Jólaferð til Lúxemborg Plúsferðir buðu líka upp á ferðir til Ljúblíana í fyrra og samkvæmt Laufey voru þær ferðir mjög vinsæl- ar. „Eins buðum við upp á ferðir til Varsjár í fyrra en þær ferðir vöktu mikla athygli og fólki fannst mjög gaman. I ár förum við til Zagreb í Króatíu í fyrsta skipti en það er mjög skemmtileg borg. Madrídar-ferðirn- ar eru líka mjög vinsælar og þær selj- ast alltaf upp,“ segir Laufey og bætir við að í nóvember verður farin jóla- ferð til Lúxemborgar. „í þeirri ferð er takmarkið ekki endilega að versla heldur meira að upplifa jólastemn- inguna, skoða jólamarkaði og fara í vínsmökkunarferð." svanhvit@bladid.net Týndur farangur Þrátt fyrir að ferðlög eigi að vera ánægjuleg geta óhöppin oft gerst og eitt það hvimleiðasta er að týna far- angri. Það er ekki einungis pirrandi að týna farangri heldur getur það á stundum komið sér sérstaklega illa, ef til að mynda ferðaleiðbeiningar, heimilisfang og nafn hótels og aðr- ar upplýsingar eru í ferðatöskunni. Alltaf er hægt að kaupa ný föt í stað þeirra sem týnast en það er heldur flóknara þegar um er að ræða myndavél, minniskort með fjölskyldumyndum og aðra per- sónulega muni. Sem betur fer er ýmislegt sem ferðalangar geta gert til að reyna að koma í veg fyrir að farangur týnist. Aðalatriðið er vit- anlega að vera með góðan merki- miða sem er vel festur á. Bestu merkimiðarnir eru huldir að hluta til og þannig er hægt að vernda upp- lýsingarnar. Merkja töskuna vel Það er líka mjög gott að hafa sömu upplýsingar og eru á merkimiðanum á áberandi stað innan í töskunni, ef ske kynni að merkimiðinn týndist. Eins er nauðsynlegt að hafa ferða- áætlun á góðum stað svo starfsfólk flugvalla geti auðveldlega fundið eig- anda töskunnar, ef það reynist nauð- synlegt. Gott er að merkja töskuna á áberandi hátt þannig að enginn taki hana í misgripum af færibandinu, það má til dæmis setja litaðan borða á töskuna eða líma upphafsstafina á töskuna með lituðu límbandi. Að sama skapi er nauðsynlegt að eiga mynd af töskunni til að sýna starfs- fóíki flugvallarins ef hún skyldi týnast. Skrifaðu niður nákvæmlega hvað er í töskunni um leið og þú pakkar niður. Skildu eftir afrit af listanum heima, ef ske kynni að þú þyrftir að krefjast bóta. Áberandi Gott er að merkja farang- urinn á áberandi hátt svo enginn taki hana í misgripum af færibandinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.