blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006
blaðið
llla gengið um Margireru ósáttir
við vinnubrögð Landsnets og segja
fyrirtækið hafa gengið mjög illa um.
Meðal annars hefur þurft að fella tré
víða vegna tínustæðanna og ekki má
rækta á þeim svæðum um ókomna
framtið.
Lagning raflinustasða á Austurlandi:
Tré rifin fyrir raflínur
I.um.iu MMm'iLmcu lljAriclfoT CMImM I i
EEzgzszs
Ml °U>< M.' 16» .V* fcnla .- p«&i< .C fcfUul V» -- ctt. iMI.
Uh- fcfc.rt 1 Inc Uu c-b. |,M<ciH.Mðuf^|%.IU-U. -Cl 1 l-ljll.HI,,.*.,
ÍSS ■ Frétt Blaðsins miðviku-
uJ-ICíu "í daginn 13. september.
i-V ’ \ -^^".Mjifgir óiáttir vegná rafiínulagna Landsnets á Austurlandi: * 1 ÉjV ^
Skilja eftir sig sviðna jörð
Tugmilljóna tjón íbúanna Bent á fleiri línuleiöir Of kostnaöarsamt
bent hafi verið á aðrar leiðir fyrir
línustæðin.
;,Á þessum svæðum á Austur-
landi átti að taka línuna á stórum
köflum í jörð og taka kostnaðinn út
í raforkuverðinu. Það væru hreinir
smámunir,” segir Hjörleifur. „Línu-
leiðin var kærð á sínum tíma til
umhverfisráðherra en sáralitlar
leiðréttingar fengust út frá því.
Hjá Landsvirkjun virðist svo vera
veggur þegar komið er að lagningu
raflína neðanjarðar og þeimleiðum
hafa þeir hafnað algjörlega.”
Þorgeir bendir á að aðrar línu-
leiðir hefðu lengt línuna mjög
mikið og líklega farið á jarðir ann-
arra. Einnig hefði sú framkvæmd
verið alltof kostnaðarsöm og óttast
var um keðjuverkun um landið.
Hann tekur hins vegar undir gagn-
rýnina um að raflínustæðin séu
ekki mikil prýði á landinu.
Illa gengið um
Margir íbúar hafa gagnrýnt
vinnubrögð Landsnets og saka fyr-
irtækið um að ganga mjög illa um
þau landsvæði sem það fór um. Bæj-
arstjóri Fljótsdalshéraðs, Eiríkur
Björn Björgvinsson, segist ósáttur
við að Landsnet hafi ekki lagt
fram áætlun um mótvægisaðgerðir
vegna línustæðanna.
„Við óskuðum eftir því að dregið
yrði úr línuáhrifunum en ráðherra
úrskurðaði gegn þessu. Lands-
virkjun, nú Landsnet, hefur ekki
komið enn með skýringar á því
hvernig staðið verði að mótvægisað-
gerðum vegna línustæðanna,” segir
Eiríkur.
Þorgeir ítrekar að fram-
kvæmdum sé ekki lokið og því
sé ekki enn komi tími til að fyrir-
tækið gangi frá eftir sig. í sama
streng tekur forstjórinn.
„Ég er ekkert undrandi á því að
spjöll verði á landsvæði við slíka
framkvæmd og að sjálfsögðu
munum við bæta slíkt. Öll spjöll á
landareigninni sem hafa hugsan-
lega orðið verða lagfærð í samráði
við núverandi eigendur.”
Elsti skógur landsins felldur
Á stórum svæðum þurfti að fella
tré undir h'nustæðin, meðal annars
í elsta skógræktarverkefni landsins.
Jón Loftsson, skógræktarstjóri ríkis-
ins, segist einfaldlega þurfa að bíta
í hið súra epli og í megindráttum
sætti hann sig við framkvæmdina.
„Við fengum í staðinn bætur en
megum ekki rækta neitt þarna um
ókomna tíð og það þykir okkur
slæmt,” segir Jón. „Við verðum "
bara að bíta í það súra epli og í meg- —
indráttum sættum við okkur við
þetta.”
Þorgeir bendir á að þrátt fyrir
línustæðin þá sé ýmislegt hægt að
rækta innan beltisins en slíkt þarf
að vera innan hæðartakmarka.
Þannig geti bændur verið með græð-
linga og beitt búfénaði á svæðið.
Landsvirkjun
bauð smán-
arbætur fyrir
jarðirnar.
Sigurður Arnarsson
Grunnskólakennari
Wð munum taka
til eftir okkur.
Þorgeir J. Andrésson
Skrifstofustjóri
Landsnets
Forkastanleg vinnubrögð
Sigurður Arnarsson grunnskóla-
kennari er verulega ósáttur við
framferði Landsnets. „Ef ég ber
saman sölu jarða og eigna allt í
kring, jarða sem voru í eðlilegri
fjarlægð frá rafmagnslínunum, þá
er ljóst að tap mitt hleypur á tugum
milljóna. Ég gerði athugasemdir
strax þegar þetta var kynnt, löngu
áður en til framkvæmda kom,”
segir hann.
Sigurður sendi fyrstu athuga-
semdir sinar til Landsvirkjunar og
þaðan voru þær sendar til umhverf-
isráðuneytisins. Hann bendir á að
erfitt hafi verið fyrir ráðuneytið að
bregðast við, því upplýsingar frá
Landsvirkjun hefðu verið rangar.
Uppfyllir öll lög
Þórður skilur hins vegar ekkert
í gagnrýni Sigurðar og segist vera
með gögn í höndunum sem sanni
mál sitt.
„Fullyrðingar Sigurðar fá ekki
staðist. Ég er með skjalfest gögn
í höndunum sem segja umrædda
húseign vel fyrir utan hættumörk.
Framkvæmdin uppfyllir því öll
lög og reglur um fjarlægð frá íbúð-
arhúsnæði,” segir Þórður. „Lands-
net fjallaði um allar athugasemdir
sem bárust eins og gert er ráð fyrir
í matsferlinu og var tekið tillit til
þeirra á viðunandi hátt.”
Gafst upp
Sigurður er síður en svo sáttur
við viðbrögð forstjórans og vinnu-
brögð Landsnets almennt. Að-
spurður segir hann að á endanum
hafi hann gefist upp og ekki nennt
að standa í þrasi við Landsvirkjun.
„Landsvirkjun bauð mér smánar-
bætur fyrir landið og ég harðneitaði
þeim. Þess í stað hótuðu þeir því að
taka landið eignarnámi og þá fengi
ég ekkert,” segir Sigurður. „Þetta
væri svipað því að ég myndi banka
upp á hjá einhverjum, segjast borga
viðkomandi smáræði fyrir húsið og
síðan skyldi viðkomandi gjöra svo
vel og hypja sig burt.”
Sigurður segir þáverandi iðnað-
arráðherra, Valgerði Sverrisdóttur,
hafa veitt heimild til eignarnáms
á sínum tíma þannig að Lands-
virkjun mátti samkvæmt því taka
eignina mína án bóta. „Til þess
að geta tekið eign eignarnámi
þarf slíkt að þjóna almannahags-
munum. Ég get ekki séð hvernig sú
staðreynd að selja einu erlendu risa-
fyrirtæki rafmagn þjónar almanna-
hagsmunum,” bætir Sigurður við.
Ekki benda á mig
Samkvæmt heimildum Blaðsins
eru margir íbúar einnig ósáttir við
viðbrögð sveitarfélagsins og segja
fulltrúa þess hafa verið of upptekna
af kokteilboðum Landsvirkjunar.
Eiríkur bæjarstjóri segir íbúana
hafa haft mörg tækifæri til að gera
athugasemdir því þetta hafi farið í
gegnum fjögur skipulagsferli. Það
hafi hins vegar verið úrskurður þá-
verandi iðnaðarráðherra sem gerði
útslagið.
„Við gátum ekki unnið gegn
úrskurði iðnaðarráðherra og því
var framkvæmdaleyfi fyrir Hnu-
stæðunum veitt. Ráðherra hafði
veitt eignarnámsheimild á þessu
stigi og það ferli var ekki hægt að
Kostnaðinn við
línuna íjörðu
átti að fella inn i
raforkuverðið.
Hjörleifur Guttormsson
Náttúrufræðingur
Tekið viðunandi
tillit til allra
athugasemda.
Þórður Guðmundsson
Forstjóri Landsnets
stöðva,“ segir Eiríkur. „Úrskurður
ráðherra er hið æðsta lögformlega
ferli og við teljum okkur hafa teygt
okkur eins langt og hægt var innan
ramma laganna.”
Ekkert samsæri
„Tilviljun réð því hvernig jörðin
kom upp í hendur okkar,” segir Ey-
mundur Sigurðsson, núverandi eig-
andi jarðarinnar sem Sigurður stóð
i deilum út af. Athygli vekur að
Eymundur er fyrrum starfsmaður
Landsnets og tók jafnframt þátt í
að meta rafsegulmengun í umhvef-
ismati fyrir Landsvirkjun. Hann
segist treysta eigin niðurstöðum.
„Þetta er yfirþyrmandi í sjón en
engar sannanir liggja fyrir um
hættur af þessum sökum,” segir
Eymundur.
Þórður forstjóri tekur undir með
Eymundi og dregur úr hættunni
sem kann að stafa af raflínunum.
„Skiljanlegt er að fólk hræðist há-
spennulínur og ég geri alls ekki lítið
úr þvi. Hins vegar er engin hætta af
þessum línum, hvorki hávaða- né
rafsegulmengun.” segir Þórður.
Stálístál
íbúarnir segja bæturnar sem
bjóðast of lágar en Landsnet segir
þær of háar. íbúarnir kvarta yfir
litlum stuðningi Fljótsdalshéraðs
en bæjarstjórinn segist hafa gert
allt sem hann gat til að styðja íbúa
sveitarfélagsins. Fyrrum starfs-
maður Landsnets fékk jörð á góðu
verði og forstjóri fyrirtækisins seg-
ist skilja ótta almennings við há
spennulínurnar en ekkert sé samt
að óttast.
Margir eru ósáttir vegna við-
skipta við Landsnet, dótturfyrir-
tæki Landsvirkjunar. Fyrirtækið
lagði raflínustæði á Austurlandi
sem eiga að veita álverinu á Reyðar-
firði rafmagn. Gagnrýnin snýst að
mestu leyti um bótagreiðslur fyrir-
tækisins en íbúarnir vilja fá hærri
bætur fýrir jarðir sínar en Lands-
net er tilbúið til að borga og því er
málið á leið fyrir dómstóla.
Jón Júlíusson, bóndi á Mýrum
II, er ósáttur við þær bætur sem
Landsnet bauð vegna raflínustæðis
á jörð hans. Hann lætur ekki vel af
samskiptum sínum við Landsnet
og segir ótrúlegt hversu lágt þeir
meti þær jarðir sem falla undir
línustæðin.
„Við töldum, og margir fleiri, að
jörðin myndi lækka töluvert í verði
við þessar framkvæmdir og því
mótmæltum við þeim bótum sem
Landsnet bauð í upphafi,” segir
Jón. „Landsnet vildi ekki sætta sig
við þessa hækkun og því fer málið
fyrir dómstóla.”
Of háarbætur
Forstjóri Landsnets, Þórður Guð-
mundsson, er ósammála og hafnar
því með öllu að greiddar hafi verið
smánarbætur vegna framkvæmd-
anna. Hann segir bæturnar hins
vegar mjög rausnarlegar að mati
fyrirtækisins. Skrifstofustjóri fyr-
irtækisins, Þorgeir J. Andrésson,
bætir því jafnframt við að í raun
séu bæturnar of háar. „Okkur finn-
ast bæturnar of háar því að heild-
argreiðslurnar til hvers og eins
samræmast ekki okkar viðmiðum.
Dómkvödd matsnefnd nær von-
andi einhverri lendingu í málinu á
næstunni,” segir Þorgeir.
Kostnaðurinn smámunir
Hjörleifur Guttormsson nátt-
úrufræðingur lýsir vonbrigðum
sínum með það hvernig staðið var
að framkvæmdunum og ítrekar að
Trausti
Hafsteinsson
Skrifar um umdeild
Taílínustæði