blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöið UTAN ÚR HEIMI PAKISTAN Friöarviðræður hefjast á ný Pakistanar og Indverjar hafa komið sér saman um að hefja friðarviðræður á ný en þær hafa legið niðri í þrjá mánuði í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á samgöngu- kerfi Mumbai í sumar. Viðræðurnar hefjast í Nýju-Delí 13. nóvember. Of sterkir til að tapa Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að styrkur bandaríska hersins sé þvílíkur að hann tapi aldrei í átökunum við uppreisnar- og hryðjuverkamenn í írak. Hann sagði pólitískar lausnir binda enda á skálmöldina. JAPAN Umræða um kjarnorkuvopn Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, lýsti því yfir í gær að ekki væri óeðli- legt að Jaganar ræddu um kosti þess og galla að koma sér upp kjarnorku- vopnabúri. Jafnframt að stjórnvöld ætluðu ekki að koma sér upp slíkum vopnum. Umræður um varnar- og öryggismál Japans hafa verið áberandi í kjölfar kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. TliSÖLU... SMÁAUGLÝSINGAR Hvalveiðar við ísland: Úrelt lög og fáir markaðir ■ Verslun með langreyð takmörkuð ■ Hvalur hf. ekki með einkarétt á hvalveiðum við ísland Hvalur 9 kom á miðin í gærdag Getur fangað allt að 10 hvali í einni ferð. Stefnt á að veiða eina langreyði íþetta skiptið. Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Allir þeir sem geta uppfyllt skilyrði um réttan búnað og tæki geta hafið hvalveiðar að sögn Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra. Aðeins útgerðarfyrirtækið Hvalur hf. uppfyllir öll þau skilyrði í dag en ráðherra útilokar ekki að fleiri íslensk skip gætu hafið veiðar að uppfylltum þessum skilyrðum. Erf- itt gæti reynst fyrir íslendinga að flytja út langreyðarkjöt þar sem CITES-samningurinn um alþjóða- verslun með villtar dýra- og plöntu- tegundir setur langreyði á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Nýtt frumvarp í vetur „Við setjum þau skilyrði að menn hafi til að bera þann búnað og þau tæki og skip sem geti tryggt að þetta fari fram með sem bestum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra. „Það er augljóst að það er bara eitt skip í dag sem getur uppfyllt það varðandi langreyðina. Varðandi hrefnuveiðar þá erum við að tala um þau hrefnuskip sem voru að veiða í vísindaskyni í sumar.“ Ríkisstjórn íslands ákvað á þriðju- daginn að gefa út veiðileyfi á 9 lang- reyðar og 30 hrefnur vegna hval- veiða í atvinnuskyni. Með því batt ríkisstjórnin enda á nærri tuttugu ára gamalt hvalveiðibann. Að sögn Einars vannst ekki tími til að uppfæra lagaumhverfi í kringum hvalveiðarnar áður en banninu var aflétt. Hann gerir ráð fyrir því að frumvarp þessa efnis verði lagt fram síðar í vetur. „Laga- umhverfið í kringum hvalveiðarnar er gamalt. Ég stefni hins vegar að því að leggja fram frumvarp í vetur þar sem þetta lagaumhverfi verður sett í nútímalegri búning.“ Fáir markaðir Að mati vísindanefnda Alþjóða- hvalveiðiráðsins og Norður-Atl- antshafssjávarspendýraráðsins eru um 26 þúsund langreyðar í miðju Norður-Atlantshafi. Veiðar á þeim hafa þó verið takmarkaðar und- anfarin ár og aðeins stundaðar af Grænlendingum og þá fallið undir svokallaðar frumbyggjaveiðar. f CITES-samningnum sem yfir 170 þjóðir hafa undirritað er lang- reyður skilgreind sem dýr í útrým- ingarhættu og öll verslun verulega takmörkuð og háð ströngum skil- yrðum. CITES-samningurinn nær yfir 5 þúsund dýr og rúmlega 2 þús- und plöntutegundir. Örfá lönd skrifuðu undir samn- inginn með þeim fyrirvara að hann næði ekki til hvalkjöts, þar á meðal fsland, Noregur og Japan. Flest lönd hafa þó samþykkt samninginn án fyrirvara. Einar segist ekki óttast að samn- ingurinn hindri útflutning á lang- reyðarkjöti. „Við skrifuðum undir þennan sáttmála með fyrirvara hvað hvalategundirnar varðar. Okkur er þó ljóst að ýmis þau ríki geta ekki flutt það inn vegna þess að þau undirrituðu sáttmálann án fyrirvara." Hágæða LCD veggsjónvörp KYNNINGARVERÐ Takmarkað magn 20" 32" 37" 42" Kr. 46.990,00 Kr. 89.990,00 Kr. 144.990,00 Kr.249.990,00 Öll verð miðast við staðgreiðslu - Veggsfestingar innifaldar í verði - 2ja ára ábyrgð Hafið samband í síma 561 9200 Er jeppinn tilbúinn fyrir veturinn? All Terrain 31" 14.990,-stgr. 33" 16.990,-stgr. 35" 17.996,-stgr. Gerið verðsamanburð margar stærðir Seltjarnarnesi erna' KT verslun Akureyri Njarðarnesi S.466 2111 Vagnhöfða23 - Sími 590 2000 Jónfna gegn DV Útgefendur DV hafa hafn að sáttatillögu í málinu og segjast standa Ivið sína frétt. Tillagan innihélt afsökunar- beiðni og bætur en nú mun reyna á máiið fyrir dómstólum. Samsettmynd Mál Jónínu Benediktsdóttur gegn DV: DV stendur við sína frétt „Sáttatillögu stefnanda var ekki tekið. DV stendur við sína frétt og því hefur ekki náðst sátt í málinu,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og verjandi DV. Hann bendir á að viðtekin venja sé meðal lögmanna að ræða sáttir í málum. Jón undr- ast að sáttaviðræður málsaðila séu gerðar að fjölmiðlamáli og segir ekki skipta máli hver hafi fyrstur komið fram með tillögu til sátta. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu, telur það einmitt skipta máli að verjandi hafi lagt fram fyrstu sáttatillögu enda sýni það fram á að þeir meti sína stöðu slæma. „Að því gefnu að þeir lögðu fram fyrsta sáttatilboð, sem innihélt af- sökunarbeiðni og bætur, er ljóst að þeir gera sér grein fyrir að þessi blaðamennska fór út fyrir öll mörk. Að þeir hafni síðan gagntilboði og ætíi að standa við sína frétt er ein- DVstendurvið n I sína frétt og því hefur ekki náðst sáttí málinu Jón Magnússon, lögmaður 365 Ljóstaðþeir gerasérgrein fyríraðþessi biaðamennska er út fyrir ðll mörk Hróbjartur Jónatanson, lögmaður kennilegt," segir Hróbjartur. Báðir lögmennirnir undirbúa sig fyrir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá dómstólum. „Hvort farið hafi verið yfir leyfileg mörk um tjáning- arfrelsi verður nú fjallað um fyrir dómi,“ segir Hróbjartur. Norskir Grænfriðungar: Undrast hvalveiðar Hvalveiðar íslendinga munu draga úr komu erlendra ferða- manna til landsins að sögn Martins Normans, talsmanns Grænfriðunga í Noregi. „Ég þekki sjálfur nokkra sem nú þegar hafa hætt við.“ Martin segir ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda hafa komið sér verulega á óvart og hann dragi i efa að hún þjóni hags- munum almennings á íslandi. „Kristján Loftsson hefur haldið því fram að það sé markaður fyrir hvalkjöt. Norskir hvalveiði- menn geta hins vegar ekki selt kjötið." Kristján Loftsson: Næg spurn eftir hvalkjöti „Ég hef engar áhyggjur af því að geta ekki selt kjötið enda er næg eftirspurn á markaðinum,“ segir Kristján Loftsson út- gerðarmaður. „Ef það gengur síðan vel að selja þá hljóta þeir að verða hlynntir hvalveiðum.” Kristján segir norska starfs- bræður sína ekki hafa lent í vanda með að selja kjötið. Önnur ástæða sé fyrir því að kvótinn hafi ekki verið að fullu nýttur í ár. „Af þeim þúsund hrefnum sem kvótinn náði til voru um 400 við Jan Mayen. Þangað er langt að sigla og allra veðra von. Þá setti olíuverð strik í reikninginn.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.