blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 21
blaðið
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 21
Embættismaður Reykjavíkurborgar
svarar fyrir iðnaðarráðherra
í kjölfarið á nýskipan raforku-
mála hefur verð til notenda í þeim
hluta raforkukerfisins sem ekki býr
við fasta verðsamninga, þ.e. svoköll-
uðum samkeppnishluta, hækkað
gríðarlega og eru dæmi um tugpró-
senta hækkun en í þeim hluta eru al-
mennir notendur og iðnfyrirtæki.
Þetta eru ekki einungis fullyrð-
ingar þess sem ritar þessar línur
heldur hafa samtök á borð við ASf,
Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra, Fjórðungs-
þing Vestfirðinga og forsvarsmenn
Bændasamtaka fslands ályktað um
geysilega hækkun á rafmagnsverði
til almennra notenda. í skýrslu iðn-
aðarráðherra sjálfs um raforkumál-
efni sem rædd var á Alþingi fyrr á
þessi ári segir ennfremur á bls. 25:
„Eins og sjá má á mynd 2.5. er raf-
orkuverð til iðnfyrirtcekja miðað
við samanburðarlöndin og er það
breyting frá því sem verið hefur
á síðastliðnum árum.“ Þess ber
að geta að viðmiðunarlöndin voru
Norðurlönd ásamt Bretlandi, Frakk-
landi og Þýskalandi.
Það hlýtur að vera umhugsunar-
efni fyrir venjuleg íslensk iðnfyrir-
tæki að á sama tíma og fréttir ber-
ast af því að stóriðjufyrirtæki ætli
að taka sig upp frá Noregi og setja
sig niður á íslandi vegna helmingi
lægra raforkuverðs greiði minni
fyrirtækin, svo sem bakarí, sem
eiga að vera í svokölluðu samkeppni-
sumhverfi sambærilegt eða jafnvel
hærra verð en i Noregi.
Það er athyglisvert að í þeirri
umræðu sem fram hefur farið um
JRaforkan
hækkaði um
tugi prósenta
þrátt fyrir
200 milljóna
niðurgreiðslu
É^^ríkisins
Umrœðan
Sigurjón Þórðarson
hækkun rafmagnsverðs til almenn-
ings og iðnfyrirtækja hafa stjórn-
málamenn úr röðum stjórnarflokk-
anna ekki treyst sér til að verja stefnu
sína heldur látið embættismann
Reykjavíkurborgar svara fyrir þá
hækkun sem orðið hefur. Það segir
í sjálfu sér meira en margt annað
um veika stöðu stjórnarflokkanna,
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í
málinu.
Forstjóri Orkuveitunnar Guð-
mundur Þóroddsson fullyrðir í við-
tali við Blaðið 13. október að verð
hafi ekki hækkað síðan lög um sam-
keppni á raforkumarkaði tóku gildi
en stuttu síðar í sömu frétt segir
hann að rétt sé að raforkuverð hafi
hækkað þegar sömu lög tóku gildi
og mátti þá skilja að það væri vegna
niðurgreiðslu á flutningi á raforku
út á land.
Ef eitthvað væri til í framan-
greindum fullyrðingum forstjórans
þá hefðu bændur og þeir sem hita
hús sín með raforku ekki séð tugpró-
senta hækkun á raforkureikningum
sínum, miklu frekar lækkun. Það
varð gífurleg hækkun þrátt fyrir að
ríkisvaldið hafi veitt rúmlega 200
milljóna króna aukalegar greiðslur
úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á raf-
magni til húshitunar. Það var gert til
að slá á mestu óánægjuna með þær
gríðarlegu hækkanir sem fylgdu um-
ræddum skipulagsbreytingum.
Stundum eru hækkanir á raforku-
verði til bænda og minni iðnfyrir-
tækja réttlættar af stjórnarliðum
með því að með nýrri skipan eigi allir
raforkunotendur að sitja við sama
borð. Sú samræming á greinilega
stundum við og stundum ekki þar
sem ríkisstjórnin ákvað til dæmis síð-
asta vor að fiskeldisfyrirtæki fengju
sérstakan afslátt af raforkuverðinu
umfram önnur fyrirtæki.
Aðalatriði þeirrar umræðu sem
fram þarf að fara er hvaða verðbrey t-
ingar hafa orðið í þeim hluta raf-
orkukerfisins sem ekki er í föstum
samningum síðan ný raforkulög
tóku gildi en það er ekki ljóst. Sömu-
leiðis þarf að fara fram umræða um
hvers vegna rninni iðnfyrirtæki, svo
sem bakarí, greiði hærra orkuverð
í nágrannaríkjunum á meðan stór-
iðjan á íslandi greiðir lægra verð
fyrir orkuna.
Framangreindar fullyrðingar for-
stjórans eru augljóst merki þess að
fara þarf rækilega ofan í saumana á
því að verð hafi hækkað óeðlilega á
minni iðnfyrirtæki og neytendur.
Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins
xv.OUNVEÐLIMUR
Nú hefur fjölgað í GOTTA-fjölskyldunni.
Gotta-mysingur með karamellubragði kœtir alla krakka
mysíng1^