blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006
blaðið
INNLENT
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
Lögheimili í frístundabyggð bönnuð
Dvöl í húsnæði sem byggt er á svæði sem
skipulagt er sem frístundabyggð getur ekki talist
ígildi fastrar búsetu. Skráning lögheimilis í slíku
húsnæði verður því óheimil samkvæmt nýju frum-
varpi félagsmálaráðherra um frístundabyggð.
REYKJAVÍK
Keyrt á tvo vegfarendur
Keyrt var á tvo gangandi vegfarendur í gær.
Þann fyrri á mótum Kringlumýrar og Miklu-
brautar og hinn seinni á mótum Reykjahlíðar og
Miklubrautar. Vegfarendurnir slösuðust ekki
alvarlega en umferð tafðist eitthvað.
REYKJAVÍK
Efling þjónustu við aldraða
Ritað var undir viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða
fyrir eldri borgara í Reykjavík í gær. Byggja á 3.800 fer-
metra þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni og
80 til 10 öryggis- og þjónustuíbúða og um 100 þjónustu-
íbúða ásamt 1.100 fermetra þjónustukjarna við Sléttuveg.
Lögmaöur Mjólku ósáttur við ráðherra:
Guðni úr takti við
raunveruleikann
Hróbjartur Jónatansson, lög-
maður Mjólku, gerir athugasemdir
við málflutning Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra í Kast-
ljósi Sjónvarpsins þann 16. obtóber.
Þar hélt Guðni því fram að Mjólka
byggi við jafnræði gagnvart
öðrum mjólkurvinnslustöðvum.
Hróbjartur segir málflutning ráð-
herrans sýna að hann sé úr takti
við raunveruleikann.
„ítarleg álitsgerð Samkeppnis-
eftirlits um samkeppnishömlur
í mjólkuriðnaði og ályktun eftir-
litsins um brot Osta- og smjörsöl-
unnar gegn Mjólku sýna svo ekki
verður um villst að það er ekki jafn-
ræði með fyrirtækjum í íslenskum
mjólkuriðnaði,“ segir Hróbjartur.
Umdeild ráðning Umhverfisstofnunar:
Ráðherra ætlar
ekki að beita sér
■ Skylda að auglýsa ■ Hugsanlega brot á jafnréttislögum
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
.Umhverfisráðherra sér ekki ástæðu
til að skoða þetta mál sérstaklega á
þessu stigi máls. Við vonumst til þess
að málið verði leyst farsællega innan
stofnunarinnar," segir Einar Svein-
björnsson, aðstoðarmaður umhverf-
isráðherra, um umdeilda ráðningu
Umhverfisstofnunar í embætti fag-
stjóra nýverið. Staðan var eingöngu
auglýst innanhúss og tveir sem sóttu
um. Sá sem ráðinn var hafði aðeins
unnið í mánuð hjá stofnuninni og
hafði ekki þá menntun sem tilskilin
var í hæfniskröfum.
„Það er ekki rétt stjórnsýsla að ráðu-
neytið skipti sér af málinu að svo
stöddu. Hins vegar fellur stofnunin
undir stjórnsýslulögin hvað
varðar auglýsingar í emb-
ætti,“ segir Einar.
Kynjasjónarmið
ráða ferðinni
Margrét María
Sigurðardóttir,
framkvæmda-
stjóri Jafnrétt-
isstofu, segist
ekki hafa
kynnt sér
málið sérstak-
lega. „Við alla
ráðningu eiga
kynjasjónar-
mið að ráða ferð.
Þá skiptir einnig
mál hvernig kynja-
hlutfall fagstjóra er
fyrir hjá stofnuninni,”
segir Margrét María. „í
þessu sambandi þarf að
skoða hvort jafnréttislögin
hafi verið brotin.”
21.okt
Eiga að auglýsa
Helgi Hjálmtýsson, um-
sjónarmaður Starfatorgs
fjármálaráðuneytisins,
segir enga formlega
eftirlitsskyldu vera
til staðar. „Starfa-
torgið er stofnað
til að auðvelda
auglýsingar í op-
inberum geira
og öll störf eiga
að vera auglýst
inni á torginu.
Þetta er stofnað
til að framfylgja
reglugerð um aug-
lýsingar á störfum
á vegum ríkisins,”
segir Helgi. „Reglu-
gerðir gera ráð fyrir
því að allar stofnanir eigi
að auglýsa og viðkomandi
stofnun verður að bera ábyrgð
á því ef það er ekki gert.”
Smurþjónusta
Alþríf
Rafgeymar jW v
Dekkjaþjónusta
www.hassQ.is
Mundu eftir oð finno besta verðið dður en N haupir dehk!
Car-rental / Bílaleiga
Vetrardekk - Heilsarsdekk -nagladekk - loftboludekk
Betri
Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110