blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006
í kvikmyndinni Star Wars: A New Hope kallar leikarinn
Mark Hamill sem leikur Luke Skywalker nafn leikkonunnar Carrie Fisher í einu atriði þar
sem hann á i raun aö vera að kalla nafn persónunnar sem hún leikur, Leiu prinsessu.
Matthew McConaughey í Titanic
Upphaflega átti leikarinn Matthew McConaughey að leika
hlutverk Jacks Dawsons í kvikmyndinni Titanic. Leikstjórinn
James Cameron krafðist þess hins vegar að Leonardo DiCa-
prio fengi hlutverkið og fékk það í gegn að lokum.
Kynin kjósa
kvikmyndir
Hér eru topp tíu bestu kvikmyndir
sögunnar að mati kvikmyndaunnenda.
Á fyrri listanum eru bestu myndirnar
aö mati kvenna og á seinni listanum
eru þær myndir sem karlmenn kusu
sem þær þestu. Á listunum er að finna
margar af sömu myndunum en þó
er nokkur munur á og gaman að sjá
hvaða myndir það eru sem komust
ekki inn á báða listana.
The Shawshank
Redemption (1994)
. The Lord of the Rings:
The Return of the... (2003)
The Lord of the Rings:
The Fellowship of... (2001)
4. Schindler's List (1993)
i. The Lord of the Rings:
The Two Towers (2002)
6. Fabuleux destin d'Amélie
Poulain, Le (2001)
7. The Godfather (1972)
8. The Usual
Suspects (1995)
9. Rear Window (1954)
10. Star Wars (1977)
KARLMENN KJÓSA:
1. The Godfather (1972)
% 2. The Shawshank
| Redemption (1994)
3. The Godfather:
| Part II (1974)
4. Pulp Fiction (1994)
5. Buono, il brutto,
il cattivo, II (1966)
6. Star Wars: Episode V -
The Empire Strikes... (1980)
7. Casablanca (1942)
8. The Lord of the Rings:
The Return of the... (2003)
9. Shichinin no
samurai (1954)
10. Star Wars (1977)
að ná þessu
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem fer með hlutverk hinnar yfirveguðu lög-
reglukonu Elínborgar í kvikmyndinni Mýrin, sér myndina í fyrsta sinn
á morgun ásamt meðleikurum sínum í myndinni. ,,Það hefur enginn
séð myndina nema Baltasar," segir Ólafía og er full tilhlökkunar. Ólafía
segir skemmtilegan móral hafa myndast á tökustað með góðu fólki
og nokkrir dagar hafi verið ansi langir og kaldir eins og tíðkist við kvik-
myndatökur. „Við vorum þrjú: ég, Björn Hlynur og Ingvar, sem vorum
að leika í leikhúsinu líka í Pétri Gaut og mér fannst svolítið smart að
bruna á milli staða í hasar og tímaþröng. Við vorum að frá morgni til
10 minútur í átta, en sýningar hófust klukkan átta. Manni finnst maður
svolítið æðislegur að ná þessu.”
Hvernig týpa er Elínborg í Mýrinni?
Elinborg er róleg, mannleg og yfirveguð. Hún vill gera hlutina í réttri
röð og ekki ana að neinu. Á meðan er Erlingur meira að gera hlutina í
þeirri röð sem honum hugnast, skítt með að fá leyfi, og fer ekki alveg
eftir reglum og þá er Elínborg í því að halda honum á mottunni.
Uppáhaldskvikmynd:
Ég leita eftir myndum sem koma við mig. Mér finnst Breaking the
Waves vera algert meistarastykki og á hana fór ég tvisvar sem ég geri
ekki oft. Þetta er hjartaskerandi mynd og efnistökin góð.
Hver er munurinn á ieikhúsi og kvikmyndum?
Það er rosalega ólíkt og varla hægt að bera það saman. Á sviði ertu
með svo góðan tíma til að koma þér inn í hlutverkið meðan ég hef ekki
lent í þvi að æfa mikið fyrir kvikmyndir. Það er náttúrlega vinna við að
koma sér í hlutverkið en ég myndi vilja æfa meira fyrir tökur.
Hvaða hlutverk í kvikmynd þykir þér vænst um?
Lísu í Perlu og svínum í leikstjórn Óskars Jónassonar sem er mitt
stærsta hlutverk í bíómynd.
Hvað er næst á dagskrá?
Ég er að fara að frumsýna leikritið Stórfengleg í næstu viku í Þjóðleik-
húsinu í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Stórfengleg fjallar um Wöndu
Florence Foster Jenkins en hún var fræg fyrir að syngja ofboðslega
illa. En hefur bara verið svona rosaleg bjartsýnismanneskja að hún lét
ekkert aftra sér. Einar Örn í Sykurmolunum sagði oft að það væri ekki
spurning um að geta heldur gera og helmingur af öllu því sem er gert
er einmitt þannig.
Diddú hefur verið að hjálpa mér við sönginn og ég skal bara viöur-
kenna að þetta hefur bara verið þrælerfitt. Þaö er bæði erfitt að syngja
og erfitt að syngja illa. Hún Wanda valdi sér líka ekkert einföldustu
aríurnar, það eru Næturdrottningin og Bjölluarían, og allar eru þær
sungnar á háu tónunum. Ég er hreint eins og sprungin blaðra eftir
æfingarnar. Ég er að fara að leika í mynd Sólveigar Anspach í vor og er
núna að hitta Þorstein Guðmundsson, Styrmi og Jón Gnarr vegna und-
irbúnings á annarri kvikmynd. Mér fannst eins og ég hefði fengið haþp-
drættisvinning þegar þeir hringdu í mig því þeir eru svo skemmtilegir.
SfflfWB—
dista@bladid.)
mmmmm
Vænt^ijil^t
20. október Mýrin
Erlingur mætir í bíó
Loksins er ein stærsta íslenska kvikmynd
seinni ára á leiðinni í kvikmyndahúsin.
Myndin er byggð á samnefndri metsölu-
bók Arnalds Indriðasonar og er án efa
mörgum (slendingum að góðu kunn.
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
Handrit: Arnaldur Indriðason (saga)
Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson,
Ágústa Eva Erlendsdóttir, Björn Hlynur
Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Ekkert aldurstakmark
20. október The Guardian
Hetjur hafsins
Frá leikstjóra kvikmyndarinnar The
Fugitive kemur kröftug spennumynd með
þeim Ashton Kutcher og Kevin Costner í
aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ungan
pilt sem fer í þjálfunarskóla amerísku
strandgæslunnar og er talin gefa raunsæja
mynd af störfum gæslunnar. Kvikmynda-
unnendur hafa margir likt The Guardian
við myndir á borð við Top Gun og An
Officer and a Gentleman en myndin er þó
sögð öllu spennuhlaðnari en þær.
Leikstjóri: Andrew Davis
Handrit: Ron L. Brinkerhoff
Aðalhlutverk: Kevin Costner,
Ashton Kutcher
Ekkert aldurstakmark
Ymsir aukahlutir
Snúningsdiskur
SKEIFAN 3E-F ■ SÍMI 581-2333 ■ FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
K 5.80 M Plus
K 6.80 M Plus
Vinnuþrýstingur:
20-125 bör
Vatnsmagn:
450 Itr/klst
Lengd slöngu: 7,5 m
Stillanlegur úöi
Túrbóstútur + 50% g
Sápuskammtari “ 0
■*»
Vinnuþrýstingur: 20-135 bör
Vatnsmagn: 530 Itr/klst
Túrbóstútur + 50%
Lengd slöngu: 9 m
Sápuskammtari
Stillanlegur úöi
K 7.85 M Plus
K 7.80 M Plus
■ Vinnuþrýstingur
20-150 bör
■ Stillanlegur úöi
■ Sápuskammtari
Vinnuþrýstingur:
20-150 bör
Vatnsmagn:
550 Itr/klst
Stillanlegur úöi
Sápuskammtari
Túrbóstútur + 50%
12 m slönguhjól
■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst
■ Túrbóstútur + 50%
■ Lengd slöngu: 9 m
Hroðalegir trúðar
Trúðar hræða úr mörgum liftórun, ekki sist í
kvikmyndum. Sumir eru þó hræðilegri en aðrir og
algjörlega i sérflokki þegar kemur að þvi að skjóta
fólki skelk í bringu.
The Clown, SPAWN
SPAWN er ein versta tilraun
sem gerð hefur verið til að
færa góða teiknimyndasögu í
búning kvikmyndar. Illmennið
heitir einfaldlega The Clown
eða trúðurinn. Trúðurinn er
sendiboði djöfulsins, eða
Malebogia, og er leikinn
af grínleikaranum John
Leguizamo, Söguþráðurinn er
endaleysa af hreinu rugli en
mögulega er hægt að hlæja að
ilia leiknum atriðum og hrylla
sig yfir Leguizamo sem hinum
vonda, svikula trúði.
The Joker, BATMAN
JÓKERINN, er líklega einn
frægasfi trúður kvikmynda-
sögunnar. Það er ekkert dap-
urlegt eða sérlega dularfullt
við Jókerínn. Hann er svalur
og sjálfsöruggur og þvf ekki
dæmigerður trúður. Hann er
orðheppinn og kaldhæðinn
moröingi með stórundarlegt,
kaldrifjað bros sem Jack Nic-
holsson gæðir lífi í mynd Tims
Burtons. Frammistaða hans
er með ólikindum meistaraleg
og hans vegna er það þess
virði að horfa á myndina.
SHAKES THE GLOWN
Hér gefst fólki tækifæri til
að sjá trúða lemja látbragðs-
leikara í myndinni SHAKES
THE CLOWN. Shakes, sem er
leikinn af Bobcat Goldthwait,
er drykkjusjúkur trúöur sem
reynir að heilla hug og hjarta
konu einnar. I myndinni er
dreginn upp heimur þar sem
trúðar eru hópar grófra und-
irmálsmanna sem hanga á
börum og eru með dóna- og
drykkjulæti. Adam Sandler og
Robin Williams leika í auka-
hlutverkum.
Pennywise, IT
Tim Curry leikur trúðinn
PENNYWISE af mikllli snilli
i mynd eftir sögu Stephen
Kings, IT. Pennywise er
djöfull sem í gervi trúðs hrellir
og pyntar hóp ungmenna í
smábæ I Maine. Myndin var
upphaflega sýnd í sjónvarpi
í tveimur hlutum og sló þá
í gegn og þykir standast
tímans tönn.
Crazy Aliens, KiLLER CLOWNS FROM OUTER SPACE
Trúðarnir í KILLER CLOWNS eru í raun og veru geimverur sem fyrir tilviljun líta út eins og trúðar.
i/opnin sem þeir myrða jarðarbúa með líta út fyrir að vera sakleysislegir aukahlutir trúða, til að
mynda skrímsla-poppkorn, drápsrjómakökur, og byssur sem skjóta kæfandi kandiflossi. Nokkrir
unglingar taka sig saman og keyra um í ísbíl í tilraun til að stöðva myrk áform þeirra. Þessi mynd
hefur skapað sér sess sem költmynd meðal unga fólksins og það er vel þess virði að horfa á hana.