blaðið - 02.11.2006, Side 18

blaðið - 02.11.2006, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞÉR? li folk folk@bladid.net Var þetta Norðurlands- skjálftinn? „Já, þetta var náttúrlega skjálfti á Norðurlandi en ég vona að það verði ekkert meira úr þessu." Rágtiar Stefánsson, j urðs kj á Iftafræ ðitigur Jarðskjálfti upp á 4,5 á Richter mældist í gærvið Flatey á Skjálfanda. Fleiri tugir eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið. Ragnar Stefánsson býr fyrir norðan og varð hressilega var við skjálftann. HEYRST HEFUR... Launagreiðslur frá KSl til íslenskra fótboltakvenna eru naumt skammtaðar eins og greint hefur verið frá í fréttum að undanförnu. Knattspyrnu- samband fslands hefur haft minna í launaum- slögum kvenna en karla. Margir hafa hvatt KSI til að gera þar bragarbót á, en sjái þeir ekki að sér þá mæla femínistar með því að fólk borgi sérstakan góðverka-að- gangseyri inn á landsleiki kvenna- landsliðsins. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að íslenskar fótboltakonur segi sig úr KSÍ og stofni sitt eigið samband. Þá gætu þær staðið að eigin tekjuöflun og selt inn á leiki enda hefur það sýnt sig að þær geta trekkt vel að á leiki með þokkabrögðum í auglýsinga- herferðum. Þó benda forkólfar KSÍ á að það dugi ekki til. Getraunir á netinu eru vinsælar um þessar mundir. Á dög- unum stóð Gettu betur-kappinn Stefán Pálsson fyrir getraun á vefsíðu sinni undir yfirskriftinni Kannastu við kauða þar sem fólk átti að reyna að geta upp á nöfnum þekktra einstaklinga. Sumum fannst fullmikil karllægni í leik Stefáns og ekki leið á löngu áður en annarri getraun var hleypt af stokkunum á annarri síðu undir yfirskriftinni Kannastu við kerlu. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir lætur ekki heldur sitt eftir liggja og blés um daginn til bókmenntaget- raunar á bloggsíðu sinni. Þar er Þórunn Hrefna á heimavelli, enda lagði hún stund á bókmenntafræði í háskólanum á sínum tíma og er vel að sér um ýmsa jöfra íslenskra bókmennta, ekki síst meistara Megas og Þórberg Þórðarson. •• ' ‘ fgg | ■/ ■■ f Hamborgarasósa Þú þekkir bragðið og eggjalaus gerir gcefumuninn VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is Veit aldrei hverju maður á von á -4-, Strembið starf Björgunarsveitarkonan Sóley Ein- arsdóttir segir að leit geti tekið mjög iangan tíma og menn viti aldrei fullkomnlega hverju þeir eigi von á. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir fjáröflun um þessar mundir undir yfirskriftinni Neyð- arkall frá björgunarsveitunum og bjóða félagar til sölu svokallaðan Neyðarkall sem er lítil eftirlíking af björgunarsveitarmanni. Starf í björgunarsveit höfðar ekki síður til neyðarkvenna en neyðarkarla og ein þeirra sem hefur tekið virkan þátt í slíku starfi er Sóley J. Einars- dóttir sem er í útkallshópi á björgun- arskipinu Ásgrími. Hún er búin að starfa í sjóbjörgun- arhópnum í tæpt ár og hefur þegar þurft að fara í fjögur útköll. „Það tekur náttúrlega á en sem betur fer hefur maður ekki enn þá komist i kynni við mjög alvarlega hluti. Hvert útkall er undirbún- ingur fyrir það,“ segir Sóley og bætir við að hún þurfi alltaf að vera í viðbragðsstöðu því aldrei er að vita hvenær næsta útkall kemur. „Leit getur staðið yfir mjög lengi og maður veit í raun og veru aldrei fullkomlega hverju hægt er að eiga von á. Oft gefst lítill tími til að taka sig til þegar útkallið kemur og þá þarf útbúnaðurinn að vera tilbúinn til að grípa hann með sér. Maður lendir sem betur fer ekki á hverjum degi í slíku en hugsar út í þetta ef maður fer til dæmis út úr bænum um helgar,“ segir Sóley. Leit er mjög krefjandi, bæði lík- amlega og andlega, og er björgun- arsveitarfólk því oft undir miklu álagi. „Það skiptir máli að halda sér ágætlega rólegum og hafa skipulag á hlutunum. Þegar farið er í útkall skiptir miklu máli að fólk sé þjálfað í sem flestu þannig að hver og einn geti hlaupið í störfin," segir Sóley og bætir við að mikilvægt sé að björg- unarsveitarmenn æfi reglulega til að vera betur undir það búnir að tak- ast á við raunverulegar aðstæður. eftir Jim Unger 12-20 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 förnum vegi Hefurðu gert símaat? Anton Andrésson, nemi „Já, þegar ég var yngri. Ég hringdi í einhvern mann og þóttist þekkja hann." Stefán Stefánsson, banka- starfsmaður og Sóley Sigurð- ardóttir „Já, fyrir frekar löngu síðan.“ ívar Orri Aronsson, nemi „Já, ég gerði síðast símahrekk fyrir einhverjum árum síðan.“ Kristinn Páll Teitsson, nemi „Já, það hefur komið fyrir. Ekkert nýlega samt, bara þegar ég var Helgi Tómasson, nemi „Já, fyrir löngu síðan.“ Hvað meinarðu með að tíminn sé búinn?

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.