blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006
blaðið
Peter Sellers telst í hópi
frægustu gamanleik-
ara 20. aldar. Þótt hann
hafi venjulega þótt
stórskemmtilegur á
hvíta tjaldinu var hann
fremur óskemmtilegur í einka-
lífi, afar mislyndur og erfiður í
umgengni.
Hann fæddist árið 1925. For-
eldrar hans voru farandleikarar og
honum tókst aldrei að mynda var-
anleg vináttubönd við önnur börn
vegna stöðugra flutninga. Hann
var einkabarn foreldra sinna og
móðir hans dekraði hann ákaft.
Þrettán ára gamall hætti Sellers í
skóla og fékk vinnu í leikhúsi hjá
móðurbróður sínum við tiltekt og
seinna sem ljósameistari. Frá þeim
tíma vissi hann að hann vildi verða
leikari.
Fyrstu sporin á frægðarbraut
Árið 1951 kvæntist hann ástr-
alskri leikkonu, Anne Hayes. Hann
krafðist þess að hún hætti að vinna
og hún gekk að þeim kröfum. Hjón-
bandið entist í ellefu ár en reyndist
eiginkonunni erfitt því Sellers var
ekki auðveldur í sambúð, kröfu-
harður, afbrýðisamur og dyntóttur.
Hjónin eignuðust tvö börn sem Sell-
ers sinnti lítið.
Sellers vakti verulega athygli
fyrir vel heppnaða útvarpsþætti
með Spike Milligan og Harry Sec-
ombe og þeir félagar skemmtu
iðulega á sviði. Þeir nutu sérstakra
vinsælda meðal yngri kynslóðar-
innar sem hafði dálæti á fárán-
leikahúmor þeirra. Fyrsta góða
kvikmyndahlutverk Sellers var í
myndinni The Ladykillers og eftir
það lék hann í hverri myndinni á
fætur annarri. Hann öðlaðist gríð-
arlegar vinsældir fyrir túlkun sína
á lögreglumanninum seinheppna
Clouseau í myndunum um Bleika
pardusinn, en fyrsta myndin var
gerð árið 1963 og sú síðasta árið
1978.
Milli heimsog helju
Hjónabandi hans lauk eftir að
eiginkona hans gafst upp á framhjá-
höldum hans. Sellers hitti sænska
leikkonu Britt Ekland og bað
hennar eftir ellefu daga kynni. Hún
tók bónorði hans en sagði seinna
að hún hefði ekki verið ástfangin
af honum heldur full lotningar
vegna frægðar hans. Sellers var 38
ára gamall og Britt 21 árs þegar þau
giftust. Þegar þau höfðu verið gift
í 46 daga fékk Sellers hjartaáfall.
Hann var fluttur á gjörgæslu þar
sem hann fékk annað hjartaáfall.
Honum var ekki hugað líf. Dagblöð
og tímarit höfðu hraðar hendur og
hófu að skrifa minningargreinar
um leikrann og feril hans. Öllum
til furðu hjarnaði hann við. Heilsa
Peter
hans varð aldrei söm og áður og
hann varð að nota gangráð.
Lifað í hlutverkum
Þeim sem þekktu Sellers bar
saman um að hann hefði ekki getað
lifað öðruvísi en í hlutverki. Hann
tók ætíð á sig það gervi sem hann
lék í kvikmynd. Hann varð per-
sónan, ekki bara á hvíta tjaldinu
heldur einnig í hinu daglega lífi.
Þetta gerði eiginkonum hans erfitt
fyrir því þær urðu sífellt að laga sig
að nýrri persónu.
„Þegar ég hef lokið við að leika
hlutverk finnst mér ég vera týndur,"
sagði hann eitt sinn. Hann var mik-
ill dulhyggjumaður, sannfærður
um að vera úr öðrum heimi fylgdi
sér og verndaði. „Þetta er mjög ein-
kennilegt, að sumu leyti er þetta
eins og bölvun,“ sagði hann við
vin sinn. „Fólk sem hefur reynt
að leggja stein í götu mína hefur
orðið fyrir alls kyns skakka-
föllum. Ég trúi því ekki að ég sé
sérstök manneskja en ég veit að
það fer illa fyrir fólki sem er sér-
staklega vont við mig. Það er mjög
einkennilegt."
Peter Sellers Þótt hann hafi venju•
tega þótt stórskemmtilegur á hvita
tjaldinu var hann fremur óskemmti-
legur i einkalífi, afar mislyndur og
erfiður i umgengni.
Greiðslukjör
í allt að 36
mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræðingur með
réttindi til sjónmælinga og
linsumælinga
§ Gleraugað
Bláu húsin við Faxafen
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavik
Sími: 568 1800
Fax: 568 2668
gleraugad@simnet.is
www.gleraugad.is