blaðið - 02.11.2006, Page 30

blaðið - 02.11.2006, Page 30
3 8 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 blaöió Nicorette Fruitmint Nýtt bragð sem kemurá óvart Nicortrtte nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar rtíykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem btístum árangrí skal ávallt fylgja leiöbeíningum í fylgisríðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve míkið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeím. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgíseðli. í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúöarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þorf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstööuga versnandi hjartaöng, aivarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóöfall eiga ekki aö nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaóar konur og konur meó barn á brjósti eiga ekki aö nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjaó er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauösynlegt getur verið að lesa hann síðar. Handhafi markaösleyfis: Pfizer ApS. Umboð á íslandi: Vistor hf., Horgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is *Tilboðsverö 2006 Dragtir kr 7990 Rýmum til fyrir jólavörum, allt að 50% af völdum vörum i nokkra daga konan Konur vinna meira en fá minna Konur leggja fram 66 prósent af vinnuafli heimsins en uppskera einungis 11 prósent af tekjunum fyrir vinnuframlag sitt. i konan@bladid.net Athafnakona „Það erad kannski öðruvísi að vera kona i viðskiptum en kart og konur þurfa að sanna sig meira út á við en karlar. En hvað rekstur varðar þá fer velgengni eftir persónu- leikanum, ekki kyninu," segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir í Oasis og Habitat sem er komin átta mánuði á leið. Ingibjörg Þorvaldsdóttir er komin átta mánuði á leið Fjölskyldan númer eitt, tvö og þrjú Ingibjörg Þorvaldsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur látið til sín taka í verslunarrekstri á Islandi og verið verslunareig- andi í meira en sjö ár. Ingibjörg byggði upp Oasis-verslanirnar á ís- landi sem hún seldi síðastliðið vor en hún rekur nú fimm Oasis-versl- anir í Danmörku. Nú í haust festi hún kaup á Habitat-versluninni á Islandi sem hún rekur ásamt eigin- manni sínum, Jóni Arnari, og það eru spennandi tímar framundan. „Það er í mörgu að snúast þessa dagana. Dagurinn er yfirleitt ekki nógu langur til að klára verkefnin sem liggja fyrir. Við erum að færa búðina í aðra mynd og markmiðið er að taka inn allt sem Habitat hef- ur upp á að bjóða. Ég sé einnig um markaðs- og kynningarmál fyrir verslunina þannig að það er nóg að gera en mér finnst þetta gaman og vinnan er einnig áhugamálið mitt,” segir Ingibjörg. „Það fer alltaf partur af deginum í að sjá um reksturinn á Oasis-versl- ununum sem við rekum í Dan- mörku en við hófum þann rekstur fyrir tveimur árum og rekum þar fimm verslanir.” Ingibjörg segir að það sé aðeins erfiðara fyrir hana núna að reka verslanir í öðru landi þar sem hún sé komin átta mánuði á leið. „Ég stekk ekki upp í flugvél eins og ég var vön en við erum með gott fólk sem vinnur fyrir okkur úti og síðan eru samskipti svo auðveld í dag þannig að þetta gengur mjög vel.“ Ingibjörg segir að það sé kannski öðruvísi að vera kona í viðskiptum en karl og að hún finni fyrir því að konur þurfi að sanna sig meira út á við en karlar. „En hvað rekstur varð- ar þá fer velgengni eftir persónuleik- anum, ekki kyninu.” Ingibjörg og Jón Arnar eiga einn son og nú er annað barn á leiðinni. Ingibjörg segir að það geti verið snú- ið að sameina vinnu og fjölskyldu. „Sonur okkar hefur fengið að vera mikið með okkur. Við vorum í Danmörku í heilt ár að byggja upp verslanir þar og þá fékk hann að vera mikið með okkur. Við skiptum líka með okkur verkefnum og reyn- um alltaf að hætta á milli fjögur og fimm á daginn og förum þá frekar aftur að vinna eftir að sonurinn er sofnaður, ef við þurfum þess.Við er- um líka að vinna að því að safna að okkur góðu fólki svo að við getum haft meiri tíma fyrir fjölskylduna,” segir Ingibjörg en hún bætir því við að fjölskyldan sé alltaf númer eitt og hennar aðaláhugamál. Hún segir jafnframt að hamingjan felist í því að eiga góða að sem maður elskar og treystir og að vera sáttur í einkalífi og starfsframa. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að eiga góða að svo að hitt geti gengið upp.” Ingibjörg byrjaði ung að vinna í Sautján-verslunum en hún var þrettán ára þegar hún byrjaði að vinna þar. „Ég lærði mjög mikið á þeirri vinnu og var verslunarstjóri í Sautján áður en ég keypti Oasis. Það var unnið í öllum fríum og eftir skóla. Ég tel það mikilvæga reynslu fyrir unglinga að kynnast atvinnulífinu. Það er Iíka mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og halda ekki að ein- hver annar geti gert hlutina betur en maður sjálfur. Mér hefur reynst best að láta vaða með þær hugmynd- ir sem ég hef trú á og veit að ég get framkvæmt,” svarar Ingibjörg þeg- ar hún er beðin um að gefa einhver góð ráð sem reynst hafa henni vel i lífinu. Aöferöir til að efla hamingjuna í hjónabandinu Bókin Hjónaband og sambúð er komin út hjá JPV útgáfu. Bókin byggir á vinsælum hjónanám- skeiðum sem séra Þórhallur Heimis- son hefur haldið undanfarin 10 ár. í bókinni er fólki bent á nýjar aðferðir til að efla hamingjuna í sambúðinni og ekki veitir af í dag þegar um 40 prósent hjónabanda enda með skilnaði. í bókinni tekur Þórhallur fyrir þau mál sem einna helst brenna á sambúðarfólki í dag, eins og tímaleysið, stressið, fram- hjáhöldin, peningamálin, kynlífið og margskonar ósætti og bendir á leiðir út úr vandanum. Bókin er samin út frá íslenskum aðstæðum og í henni er að finna fjölda verk- efna og aðferða sem lesendur geta nýtt sér í sínu hjónabandi. Bókin er ætluð öllum sem eru í sambúð eða á leið í sambúð, óháð aldri, kyn- hneigð, þjóðfélagsstöðu og trú.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.