blaðið - 02.11.2006, Side 31

blaðið - 02.11.2006, Side 31
blaöiö FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 39 Magnesíum fyrir stressaða Skortur á magnesíum hefur áhrif á varnir líkamans gegn alls kyns umhverfisáreiti og umhverfishljóðum. Þannig getur hröð umferð, og hávær tónlist verið meira truflandi fyrir fólk sem skortir þetta efni en aðra. Til að hressa upp á magnesíummagnið í líkamanum er gott að fá sér hnetur, þurrkaða ávexti, sardínur, grænt salat og heilkorn. heilsa Lofnarblóm Lofnarblómaolía er góð fyrir alla þá sem eiga erfitt með að festa svefn og slaka á. Lofnarblóm er þekkt fyrir að vera róandi, gott gegn leiða, hreinsandi og uppbyggjandi. Nokkrir dropar í baðvatnið til að auka á ró- andi áhrif baðsins. Gott er einnig að láta olíu í bómull og láta hana gufa upp á ofninum, þá verður andrúmsloftið einkar róandi og slakandi. heilsa@bladid.net Svefninn er góður Góður svefn er gulls ígildi og jafn mikilvægur heilsunni óg hollt mata- ræði og hreyfing. Það eru þó margir sem láta svefninn sitja á hakanum og fá ekki nægan svefn. Svefn er mældur bæði í magni og gæðum og talað er um að sjö tíma svefn á nóttu sé ráðlagður dagskammtur eða næt- urskammtur fyrir fullorðna. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á gæði svefnsins og gott að hafa það í huga fyrir þá sem finnst þeir ekki rísa út- hvíldir úr rekkju að morgni. ■ Áfengi hefur áhrif á djúpsvefn- inn og veldur því aö þú vaknar fyrr, áöur en þú ert úthvíldur. ■ Kaffi, te, kóka kóla og súkkulaði hafa áhrif á svefngæðin og best er að sleppa þessum gleðigjöfum seinnihluta dags. ■ Streita veldur sumum erfiðleik- um með að festa svefn og þeir sofa órólega. Gott er að nota tónlist til að slaka á og gott ráð er að skrifa niður það sem er að angra þig og leyfa þér síðan að sleþpa áhyggjun- um alla vega fram á morgun. ■ Sjónvarpsgláp. Það hefur ekki góð áhrif á svefninn að horfa á hryllingsmynd eða æsispennandi sjónvarpsefni rétt fyrir svefninn. Þeir sem eiga erfitt með að festa svefn ættu einnig að iáta æsi- spennandi reyfara eiga sig. ■ Nammi. Sælgæti sem hækkar blóðsykurinn og vekur líkamann er ekki gott fyrir svefninn. Betra er að fá sér hollan bita eins og banana eða mjólk. ■ Umhverfið hefur líka mikið að segja um gæði svefns. Svefnher- bergið á að vera griðastaður og það er ýmislegt hægt að gera svo að það þjóni hlutverki sínu til fulls. Hitastigið í svefnherberginu á að vera um 20 stig og alltaf á að sofa við opinn glugga og huga að því að gott loft sé í herberginu. Það er mikilvægt að hafa dimmt í herberginu þar sem minnsta Ijósglæta hefur áhrif á framleiðslu líkamans á melatóníni sem er efni sem viðheldur góðum svefni. Best er að herbergið sé málað í róandi litum og að það sé ekki yfirhlaðið af dóti og drasli sem truflar hugann. ■ Sjónvörp og tölvur eiga alls ekki heima í svefnherbergjum. Slík raf- magnstæki eru truflandi og gefa frá sér rafsegulbylgjur sem hafa slæm áhrif á svefninn og að sofna við sjónvarp virkar truflandi og kemur í veg fyrir að þú sofnir. Hlaupastingur Margir kannast við að hafa feng- ið hlaupasting þegar þeir eru úti að skokka. Hægt er að komast hjá því að fá hlaupasting með því að passa að borða ekki of mikið eða of lítið áður en hlaupið er. Það er gott ráð að borða einn banana hálftíma áður en hlaupið er. Hlaupastingur gerir einnig vart við sig ef öndunin er ójöfn, það getur því verið gott ráð að hugsa um öndun og anda í takt við skrefin sem eru tekin, anda inn þrjú skref og anda út þrjú skref. Ef stingurinn gerir vart við sig er gott að beygja sig fram og hægja á hlaup- unum og ganga á meðan verkurinn líður hjá. Aldrei er góö vísa of oft kveðin Eins og allir vita þá er það líkam- anum nauðsynlegt að drekka 8 glös af vatni á dag. Vatnsskortur hraðar á öldrunareinkennum líkamans og heilinn virkar ekki eins vel, melting- in fer úr jafnvægi og húðin springur og þornar. Það er ekki bara nauðsyn- legt að drekka nóg vatn fyrir innri líffærin heldur skiptir það miklu máli fyrir húðina sem er stærsta líffæri mannslíkamans. Þurr húð virkar grófari og er oft viðkvæmari. Kannanir hafa einnig sýnt að það er fylgni á milli rakastigs húðar og einbeitingar, því þurrari húð þeim mun erfiðara á fólk með að einbeita sér. Ásamt því að drekka nóg vatn er mikilvægt að nota rakakrem á húðina. NOBLAUCH + Sstel + WeiDdorr mw vffomtn t 5ALMON OIL CAPSULES OMEGA 0 FATTY ACID5 120 Kap^ein Fjölskylda af fjörefnum - m.a. vítamín með ávaxtabragðl 20% kynningarafsláttur 2. nóvember til 9. nóvember Fæst í: Arbæjarapóteki, Garðsapótek, Lyfjavali Alftamýri, Lyfjavali Hæðasmára, Lyfjavali Mjódd, Lyfjaver og Rimaapóteki. «Ha. , adoPhaþma m*- % fiOKoC-h jLA ■ ABOPHARA adoP| " jp® 'A JWwwWw

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.