blaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 16
blaðið 16 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 ÞEIR SÖGÐU BETRA HUMMUS? Hvemig skyldu menn sjá framtíð íslands þegar hér 33 verða þúsundir súnní- og sjítamúslima, auk annarra þúsunda fólks afframandi kynstofnum?” HALLDÓR JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR SKRIFAR UM FRAMTÍÐ fSLANDS f MORGUBLAÐINU I GÆR. — NÝR ÚTFLUTNINGSATVINNUVEGUR í BURÐARLIÐNUM? Mætti ég þá heldur stinga upp á því að við sendum J J Ögmund Jónasson úrlandi?” BJÖRN INGI HRAFNSSON, BORGARFULLTRÚI FRAMSÓKNARMANNA, GERIR HUGMYNDIR ÖGMUNDAR UM HVERNIG MEGIAUKA JÖFNUÐ A ÍSLANDI AÐ UMTALSEFNI A HEIMASÍÐU SINNI BJORNINGI.IS. Samfylkingin 1 Suðurkjördæmi: Tveir sterkir nýliðar Tveir nýliðar komu sterkir inn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- urkjördæmi og skutust upp fyrir tvo sitjandi þingmenn flokksins. Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn var Björgvin G. Sigurðsson, þriðji þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæm- inu, í fyrsta sæti. Næst komu þau Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjar- fulltrúi úr Árborg, í 2. sætinu, og Róbert Marshall, fyrrum frétta- maður og forstöðumaður NFS, í þriðja sætinu. Þingmennirnir Lúðvík Berg- vinsson, sem skipaði 2. sæti á lista Samfylkingar fyrir síðustu kosn- ingar, og Jón Gunnarsson, sem var í 4. sætinu, komu næstir í þriðja og fimmta sæti. Björgvin G. Sigurðsson Leiddi list- ann þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn Mjótt var á munum og því gat staðan enn átt eftir að breytast. Oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í síðustu kosn- ingum, Margrét Frímannsdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. mmnnnwWTt ■ ■ Gúmmívinnustofan , SPdekk ™« POIAR VETRARDEKK JEPPLINGADEKK POLAR RAFGEYMAR GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.qummivinnustofan.is Opið: Mán - fös 8-18 • Lau 9-15 Námskeið um notkun varnarefna við eyðingu meindýra Námskeiö um notkun varnarefna viö eyðingu meindýra verður haldið dagana 23. og 24. nóvember 2006. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að starfa sem meindýraeyðar. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Landbúnaðarháskóla Islands á Keldnaholti, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 30.000,-. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst eða eigi síðar en 15. nóvembertil Umhverfisstofnunar á sérstöku umsóknareyðublaði sem verða send til umsækjenda samkvæmt beiðni. Umsóknareyðublað og dagskrá námskeiðsins má einnig nálgastá heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Upplýsingar eru veittar hjá Umhverfisstofnun í síma 591 2000 UST Umhverfisstofnun ■ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hagsmuni launafólks hafa verið borna fyrir borð þegar frjáls för launafólks var leyfð. „Það koma kannski tugir manna til vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki og fara inn á strípuðum töxtum og jafnvel neðar en það.“ ■ Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, segir vandamál hafa fylgt frjálsu flæði erlends launafólks hingað til lands eftir lagabreytingu 1. maí síðastliðinn. Hann segir að nýta hefði átt frekar þann mannauð sem fyrir er í landinu. FRETTAVIÐTAL STEFNA STJÓRNMÁLAFLOKKA Fjölgun erlendra starfsmanna Vildum ekki stíga skrefið til fulls Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingiþjorg@bladid.net Um fimmtán þúsund erlendir ríkisborgarar eru við störf hér á landi. Allt árið í fyrra voru þeir að jafnaði um níu þúsund. Mest er fjölgunin frá nýjum aðildarlöndum Evrópusambandsins, austantjald- slöndunum, en gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls 1. maí síð- astliðinn. Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, tekur undir orð varaformanns flokksins, Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar, um að vandamál hafi skapast vegna breytinganna. Hvaða vandamál blasa við? Það eru vandamál tengd starfs- mannaleigunum. Það er þörf á að banna það fyrirbæri. Það er heldur ekkert eftirlit með vinnuafli eins og áður þegar fólk var með vinnusamn- inga. Nú kemur fólk bara hingað og leitar sér að vinnu. Við vitum ekki endilega hvaða fólk þetta er. Hefði verið hœgt að fara aðra leið? Þingflokkur Frjálsly nda flokksins varaði við þessu í vor. Við töldum að það væri rétt að fara varlega í þessu máli. Við gátum haft fyrirvara á frjálsri för launafólks til 2011 ef við vildum. Það var óskynsamlegt að stíga þetta skref í einu lagi. Hverju hafið þið helst áhyggjur af? Það var ekki síst til að vernda rétt- indi þeirra útlendinga sem þegar eru komnir til landsins sem við töldum rétt að halda fyrirvaranum. Ég þekki vel aðstæður í fiskvinnsl- unni á Vestfjörðum. Þar hafa útlend- ingar starfað í 20 ár. Sumir hafa sest hér að og eru orðnir íslenskir ríkis- borgarar. Þeir eru búnir að kaupa sér fasteignir hér og hafa gert ráð fyrir að geta unnið í fiskvinnslu- fyrirtækjunum eins lengi og þeir vilja. Þegar óheft flæði vinnuafls kemur inn verða hagsmunir þessa fólks fyrir borð bornir. Það koma kannski tugir manna til vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki og fara inn á strípuðum töxtum og jafnvel neðar en það. Þetta á ekki bara við þá sem starfa í fiskvinnslunni, heldur einnig þá sem eru í þjónustugeir- anum og starfa á spítölum. Óttist þið ekki skerta atvinnu- möguleika Islendinga vegna þessa? Hér hefur svo sem alltaf verið smávegis atvinnuleysi. Við höfum hvatt til atvinnuþátttöku eldri borg- ara og öryrkja með því að taka upp svokallað frítekjumark svo að bætur skerðist ekki. Samkeppnisstaða þessa fólks yrði reyndar líka erfið- ari ef hingað kæmi flæði fólks sem ynni á lágmarkskjörum og þar fyrir neðan. Málið var afgreitt á þingi þegar þensluástand var. Það á eftir að koma niðursveifla. Málflutningur ykkar hefur verið túlkaðursem hrœðsluáróður. Hver eru viðbrögð þín við slíkum ummœlum? Það er alveg rétt að vara við mögu- legum afleiðingum þessa frjálsa flæðis vinnuafls. Við vöruðum líka við þessu í umræðunni á Alþingi í vor. Það gerðu líka verkalýðsfélög víða um land. Þau vöruðu við því að þau gætu ekki haft það eftirlit sem þau vildu með aðbúnaði og öðru á vinnustöðum. Þvi miður var ekki orðið við óskum þeirra. Hvað leggið þið til að verði gert? Ég tel að við getum ekki snúið til baka gagnvart þeim ríkjum sem þegar er búið að samþykkja. Hins vegar þarf að skoða málin eins vel og hægt er og reyna að hafa áhrif á það að hér sé virkt eftirlit af hálfu verkalýðsfélaga, atvinnurekenda og Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir vandamál. 5,5% Danmörk ísland 8,4% Erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði Erlendir ríkisborgarar á vinnumarkaði 2005

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.