blaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 20
-t Eilífar afsakanir Guðna Já, alltaf er hann Guðni Ágústsson að afsaka fjárútlát þessarar skattpíndu þjóðar til landbúnaðarins. Nú síðast í Blaðinu í dag, 4. nóvember. I þessari grein hældist hann yfir för sinni og fleiri manna til Bandaríkj- anna (á okkar kostnað), og dásemdum íslenskra landúnaðarafurða, þar í búð. Ég hef svo sem ekkert út á gæði þessara vara að setja, nota sjálf ekki mjólkuraf- urðir lengur (svona 98%) af ótta við hið kröftuga vaxtarhormón, sem ég trúi að auki líka vöxt krabbameinsfruma, en borða lambakjötið af og til, þó æ sjaldnar eftir að tók upp nýja stefnu í matarvali. En það sem ég sé eftir, er að vera að fórna okkar fátæklega háfjalla- gróðri í kjötframleiðslu til útflutnings 1 stórum stíl. Hvað með þessa útlend- inga sem vilja hafa allt upp á borðinu í sambandi við framleiðsluna; dýra- vernd, hreinleika og fleira? Hvað með GRÓÐURVERND? Myndu þeir ekki missa matarlystina ákjötinuþviarna, allir þessi réttlætismenn Guðs í henni Ameríku, ef þeirr vissu hverju við værum að fórna? Ha? Ég segi, hingað og ekki lengra. Það er miklu meira Sölumaður óskast Lifandi og skemmtilegt starf í nýrri verslun sem sérhæfir sig svefn- og hvíldarhúsgögnum. Verður að hafa góða þjónustulund og jákvætt viðhorf. Reynsla af sölumennsku er æskileg. L LIR HM\LD LÚR • HLIÐASMÁRI 1 • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 • WWW.LUR.IS • LUR@LUR.IS Aldrei að víkja Óhætt er að segja að umræðan um umhverfismál verður nú kraftmeiri með hverjum mánuðinum sem líður. Líklegt má heita að ef vitund fólks um mikilvægi umhverfisverndar hefði verið komin á það stig sem hún er nú, hefði Kárahnjúkavirkjun aldrei orðið að veruleika. Eða hvað? Á þeim tíma sem þessi örlagaríka ákvörðun var tekin var barist harðar á þingi um hana en um flest önnur mál; í fjölmiðlum, á baráttufundum stórum og smáum, sumum agnarsmáum, sbr. varð- stöðu listamanna við Alþingishúsið í öllum veðrum! - alls staðar var bar- ist en engu að síður var verkefnið keyrt í gegn. Álþingismenn sem börðust gegn þessum virkjunaráformum voru orðnir nokkuð móðir eftir slaginn og fannst í flest skjól fokið eftir maraþon-umræður og fjölda at- kvæðagreiðslna þar sem meðal ann- ars var felld tillaga frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um Kárahnjúkafram- kvæmdina. Enginn þingmaður Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar eða Frjálslynda flokks- ins studdi þessa tillögu. Enginn. Á flokksþingi VG skömmu síðar - eftir að framkvæmdirnar voru hafnar - var ráðið frá því að sam- þykkja tillögu sem Kristján Hreins- son, skáld, var helstur talsmaður fyrir þess efnis að ekki væri of seint að hætta við. Þótti mörgum sem þetta væri sem að berja höfðinu við steininn. Þegar rifjuð er upp andstaðan gegn stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi - eða væri nær að segja baráttan fyrir náttúruvernd - vilja stundum gleymast þeir sem voru í mestri eldlínu. Mögnuð var frásögn þriggja einstaklinga í Morgunblað- inu 3. nóv. sl. í prýðilegri umfjöllun blaðsins, undir fyrirsögninni, Illt að vera á annarri skoðun. Þetta eru Karen Erla Erlingsdóttir, Þórhallur Þorsteinsson og Skarphéðinn G. Þórisson, allt kunnir náttúruvernd- arsinnar. I viðtölum við þau kemur Núþarfað y&Wf' ö/ása til sóknar- baráttu gegn -HllivL stóriðjusinnum. Umrœðctn Ögmundur Jónasson fram hvílíkri framkomu og viðmóti þau þurftu að sæta - nokkuð sem vart getur flokkast undir annað en ofsóknir. Þessir einstaklingar og ýmsir fleiri hafa sýnt lofsverðan kjark og úthald. Síðan líður tíminn. Fram- kvæmdum er fram haldið og það rennur upp fyrir sífellt fleirum hvílíkt óráð stefndi í og hvílík verð- mæti væru í húfi. Þótti mörgum þá sem þeir gjarnan hefðu viljað „Lilju” Kristjáns Hreinssonar, skálds, kveðið hafa! En stenst það að ekki hefði orðið af Kárahnjúkavirkjun miðað við þá afstöðu sem nú er uppi með þjóð- inni? Á það er til einn mælikvarði og hann er hvort stjórnvöld muni kom- ast upp með að eyðileggja jökulárnar í Skagafirði. Það er mælikvarðinn. Nú þarf að blása til sóknarbar- áttu gegn stóriðjusinnum sem sýnt hafa með verkum sínum að þeir eira engu þegar stóriðjan er annars vegar. Það er gott til þess að vita að til er fjöldinn allur af skeleggu baráttufólki sem unnir sér engrar hvíldar í þessum slag. Eitt aðdáunar- vert dæmi þar um er vefsíðan gras- agudda http://www.grasagudda.is . Þetta er tiltölulega ný vefsíða. Þar er hvergi gefið eftir. Eg óska jökul- ánum í Skagafirði til hamingju með Náttúruverndarsamtökíslands.gras- aguddu.is, Náttúruvaktina, http:// www.natturuvaktin.com/ , Ómar, Andra Snæ og alla hina... sem standa vörð um íslenska náttúru. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs í Reykjavík. <vcp^ PÓSTURINN 20 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 blaðiö Wléi Pantanasími 530 40 20 INNNES EHF. Fossaleyni 21,112 Reykjavík App COu en nóg að framleiða kindakjöt ofan í okkur og gesti okkar og ekki skrokk til viðbótar... nema að hann komi úr beit- arhólfi. Þá að kúnum. GÁ dásamar afurðirnar þeirra, sérstaklega litinn á smjörinu, hann sé svo flottur. Auk þess miklast hann yfir verði á skyri í fínu búðinni (sjálfsagt flutningskostnaður, tollar, aðflutningsgjöld og skattar), í samanburði við það sem við borgum hér. Hrædd er ég um, að það háa verð skili sér nú ekki til bænda hér og sá góði maður gleymir að við höfum borgað okkar skyr tvisvar. Fyrst með beingreiðslum og svo við búðarborðið. Ekki þekki ég til verksmiðjukúa, GÁ lætur í veðri vaka að þær éti hvorki gras né hey, en ég veit að allar aðrar kýr í heiminum bíta gras eins og þær íslensku og það mikið, mikið lengur á ári, vegna hagstæðs veðurs. Og þær fá að sjálfsögðu hey yfir köldustu vetr- armánuðina. Líka kornfóður, eins og íslensku kýrnar. „Útlenskt og eitrað“, eins og sumir segja. Það að basla enn við að reyna að selja þessar blessaðar landbúnaðarvörur til útlanda er ekk- ert nema kostnaður fyir skattgreið- endur og ég hef aldrei heyrt að bændur hafi grætt á þessu. Nei, nú er komið nóg af óþarfa fjárútlátum í kindur og kýr. Snúum okkur heldur að því að nota peningana í afmælisgjöf til Landgræðslunnar á næsta ári, þegar hún fagnar 100 ára afmæli. Allir lands- menn myndu græða á því, ekki hvað síst bændur. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Bílstjórar Margrét Jónsdóttir Útkeyrsludeild óskar eftir starfsfólki til framtíðarstarfa í útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu, á minni sendibílum. Unnið er á tvískiptum vöktum sem skiptast vikulega, aðra vikuna frá kl. 07.30-16.55 og hina vikuna frá kl.16.30-22.15. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: • Bílpróf í gildi í minnst 2 ár (fullnaðarskírteini) • Hreint sakavottorð • Stundvísi, snyrtimennska og góð þjónustulund Umsóknum skal skilað til: Islandspóstur hf. Póstmiðstöð Stórhöfða 32 110 Reykjavík Merkt: Bílstjórar Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts: www.postur.is Er aldrei nægi- lega mikið upp í landbún- aðinn mælt? Umrœðan

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.