blaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 15
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 15
Umsvifamikil aðgerð Frelsishreyfingar garðálfa:
Lögreglan komin á sporið
Umferðaróhöpp:
Fimm stungu
af frá slysstað
Mbl.is Um helgina voru 47
umferðaróhöpp tilkynnt til lög-
reglunnar í Reykjavík en nær öll
voru þau minniháttar. í fimm
tilfellum stungu þeir sem ollu
umferðaróhöppunum af.
Tæplega þrjátíu ökumenn voru
teknir fyrir hraðakstur. Þeir sem
hraðast óku voru stöðvaðir á Suð-
urlandsvegi og Vesturlandsvegi.
Þá var einn ökumaður stöðv-
aður í Hraunbæ en bíll hans
mældist á tvöföldum leyfilegum
hámarkshraða.
Hryðjuverkaréttarhöld:
Vilja 38.000
ára fangelsi
Mbl.is Spænskir saksóknarar ætla
að krefjast meira en 38.000 ára
fangelsisdóms yfir þeim sem
ákærðir hafa verið vegna hryðju-
verkaárásanna í Madrid árið
2004 við réttarhöldin á næsta
ári. Dómskrafan verður hluti af
skýrslu sem saksóknarinn Olga
Sanchez skilar landsdómstólnum
síðar í þessari viku.
Búist er við því að Sancez krefj-
ist hörðustu refsingarinnar yfir
sjö þeirra sem grunaðir eru um
að hafa verið í lykilhlutverki. 191
lét lífið í árásunum, en hundruð
særðust og örkumluðust varan-
lega. Sanchez krefst þrjátíu ára
dóms fyrir hvert morð og 18 ára
dóms fyrir hverja morðtilraun,
sem samtals yrðu 38.490 ár.
Valdimar L. Friðriksson:
Ég kem aftur
„Ég kem aftur.” Þetta sagði
Valdimar Leó Friðriksson alþing-
ismaður sem hafnaði í 14. sæti
í prófkjöri
Samfylkingar-
innar í Suðvest-
urkjördæmi.
Valdimar, sem
gafkostásér
í 3. sæti, vildi
að öðru leyti
ekki tjá sig um
úrslitin.
Gunnar Svavarsson, forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar,
lenti í 1. sæti, alþingismennirnir
Katrín Júlíusdóttir og Þórunn
Sveinbjarnardóttir í 2. og 3. sæti,
Árni Páll Árnason lögfræðingur
í 4. sæti og Guðmundur Stein-
grímsson, blaðamaður og tónlist-
Lögreglan í Limousin-héraði
í Frakklandi hefur fundið sjötíu
og níu garðálfa sem var stolið á
miðvikudag.
Stuldurinn var liður í herferð
Frelsishreyfingar garðálfa í Frakk-
landi (fr. Front de Libération des
Nains de Jardin) en samtökin berj-
ast fyrir því að garðálfar verði frels-
aðir úr einkagörðum og leyft að
standa frjálsum í skógum landsins.
í síðasta mánuði fundust 86 garð-
álfar í öðrum skógi í héraðinu.
Frelsishreyfing garðálfa er al-
þjóðahreyfing og er talið að með-
limir hennar séu nokkur hundruð.
Frelsishreyfingin er sérstaklega
atkvæðamikil í Frakklandi, Kan-
ada, Bandaríkjunum og á Ítalíu.
Hreyfingin byggir á þeirri grund-
vallarforsendu að garðálfar, rétt
eins og menn, hafi ófrávíkjanlegan
rétt til frelsis og að það sé siðferð-
islega rangt að hafa þá til skrauts
í görðum. Hreyfingin skiptist í
fjölda arma sem beita mismunandi
aðferðum í baráttu sinni. Sumir
eru gagnrýndir fyrir of mikla
hörku í aðgerðum sínum og hafa
til að mynda garðálfavinir á Ítalíu
verið harðlega gagnrýndir fyrir að
brjóta þá garðálfa sem þeir nema
á brott í leyfisleysi. Garðálfavinir
telja að stórt skref hafi verið stigið
í baráttunni fyrir frelsun garðálfa
þegar verndarsvæði fyrir þá var
opnað í Lucca í Tuscany-héraði á
Italíu árið 1999.
„ÞAÐ ÆTTIA0 SETJA ÞIG Á HEIMSMINJASKRÁ'
Þessi bok er ekki um bleika
flamingófugla. Þessi bók er um
útvarpsmanninn E sem lendir í
óvæntum og allsvakalegum
hremmingum enir að hafa gefið
út sína fyrstu bók.