blaðið - 28.12.2006, Síða 3

blaðið - 28.12.2006, Síða 3
blaðið FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 VINNUVÉLAR I 23 Öðruvísi fegurðarsamkeppni: aursti Benz landsins valinn Nýverið opnaði Askja fullbúna þjónustumiðstöð fyrir Mercedes- Benz atvinnubíla við Skútahraun 2 í Hafnarfirði. Við það tilefni var slegið til mikillar hátíðar þar sem gestum bauðst meðal annars að aka Benz bifreiðum. En það sem vakti þó mesta athygli var að haldin var fegurðarsamkeppni fyrir Mercedes-Benz atvinnu- bifreiðar. Keppt var í þremur mismunandi flokkum og sigur- vegarar í hverjum flokki fyrir sig voru verðlaunaðir. Síðan var skorið úr um það hver af þremur sigurvegurunum þótti eiga feg- ursta Benzinn og að lokum stóð Óskar Haukur Gíslason frá Jök- ulfelli ehf. uppi sem sigurvegari með Actros dráttarbíl sinn. Fegurðarsamkeppnir hjá bílum eru ekki óalgengt fyrirbæri og því er við hæfi að skoða nánar nokkrar bifreiðar sem hafa unnið sér það til frægðar að vera taldar fagrar kerrur ein- hvers staðar í heiminum. Sturlaugur & Co Taka við umboði fyrir Astra Sturlaugur & Co. gengu ný- verið frá samningum við ítalska fyrirtækið Astra. Astra framleiðir meðal annars hinar svokölluðu búkollur og vörubíla sem vinna við mjög erfið skilyrði hjá verktökum. Búkollurnar frá Astra eru nú þegar orðnar vel þekktar hér á Islandi og í hugum margra eru þær að verða táknmynd stórframkvæmdanna við Kárahnjúka. Umboðið fyrir Astra-bílana er mjög mikill fengur fyrir Sturlaug & Co. og Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri hjá fyrirtækinu, segir að sú reynsla sem komin sé nú þegar á þessa bíla hér heima segi að hér séu einstaklega góðir bílar á ferðinni. „Impregilo er búið að framkvæma allt á Kárahnjúkum á bilum og trukkum frá Astra. Þeir hafa verið með um 50 trukka í vinnu nú í þrjú ár og reynslan af þeim hefur verið alveg í sérflokki." Öflugar vinnuvélar Sturlaugur & Co. hafa fengið umboð fyrir Astra-búkollur og vörubíla. Áratuga frábær reynsla af NEW HOLLAND vinnuvélunum á íslandi eru bestu meðmælin! & NEW HOLLAND Eigum fyrirliggjandi ún/al af stórvirkum vinnuvélum sem og fjölvirkum smávélum - Veldu vél sem hentar þlnu verki! Malarvagnar Fiskislóð 14 101 Reykjavlk Slmi. 551 4680 www.sturlaugur.is STURLAUGUR & CO Langendorf S\

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.