blaðið - 28.12.2006, Side 9
blaðið FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006
VINNUVÉLAR I 29
KAtSEB
KYNNING
Kaeser loftpressa
Þekkt vörumerki og nú
loksins fáanlegt á Islandi.
Impex hefur sölu á Kaeser loftpressum:
Loksins komin
almennileg loftpressa
Impex tók í september síðast-
liðnum við umboði fyrir þýsku dís-
ildrifnu Kaeser loftpressurnar. Ka-
eser er mjög þekkt merki í Evrópu
en hefur hingað til ekki verið til
sölu á íslenskum markaði. Úr þessu
mun nú verða bætt segir Finnbogi
Pálsson hjá Impex og segir að Ka-
eser loftpressurnar þyki með þeim
allra flottustu sem eru í boði á mark-
aðnum í dag. „Fólk fær mikil gæði
fyrir peninginn og þær standast hik-
laust samanburð við hliðstæð tæki.“
Kaeser fyrirtækið hefur sérhæft
sig í að framleiða eingöngu loft-
pressur og hluti tengda framleiðslu
og meðhöndlun á lofti. Pressurnar
eru mörgum kostum búnar. Til að
mynda eru þær léttari en sambæri-
legar loftpressur á markaðnum. Þær
hafa sérstaklega öflugt kælikerfi
sem gerir það að verkum að þær
ráða vel við stöðugt og mikið álag og
sjálfvirkt afísingarkerfi, Antiofrost,
kemur í veg fyrir vandamál vegna ís-
ingar í lofti. Pressurnar eru allar bein-
drifnar, loftskrúfan er tengd beint
við mótor, sem þýðir betri orkunýt-
ingu og minna viðnárn eða „meira
loft fyrir færri hestöfl” fyrir utan að
færri slithlutir þýðir færri bilanir.
Mikið er lagt upp úr að fækka
mögulegum bilunum og til að
mynda er eldsneytistankurinn úr
hálfgegnsæu plasti þannig að auðvelt
er að sjá eldsneytismagnið. Plastið
er „heitt efni” sem þýðir lágmarks-
rakamyndun í kulda og það tærist
ekki sem útilokar ryðmyndun og
hættuna á óhreinindum í eldsneyti
vegna þess. Pressurnar eru allar án
rafeindabúnaðar og stjórnborðið er
án lykils og einstaklega einfalt og
auðskiljanlegt, engir týndir lyklar
eða brotnir svissar. Pressurnar eru
allar með þjófavörn þannig að litlar
líkur eru á því að óprúttnir aðilar
geti sett í gang eða stungið af með
pressuna dýrmætu.
Finnbogi segir að einn stærsti
kosturinn við Kaeser loftpressurnar
sé sá að þær séu óvenju hljóðlátar
og uppfylli auðveldlega ströngustu
reglugerðir CE um hávaðamörk og
mengun. „Ég hef haft augastað á Ka-
eser í mörg ár og er ekki í neinum
vafa um það að Kaeser merkið
muni falla vel í kramið hjá viðskipta-
vinum mínum.“
Að lokum bætir hann við: „Loks-
ins geta menn keypt sér almenni-
lega loftpressu.“
Topcon 3D GPS til sýnis og sölu á Komatsu PC290LC-8.
Komiö, prófið og sannfœrist.
Leltlð upplýsinga hjá Unnstelnl,
Kraftvélum Dalvegi 6-8 Kópavogl
í slma 535-3500 eða 840-1566.
)' KRAFTVÉIAR
Kraftvélar ehf. - Dalvegi 6-8 - 201 Kópavogl
Slmi 535 3500 - Fax 535 3501 - www.kraftvelar.is
Auglýsingasímlnn er
510 3737
Velar og þjonusta bjóöa einstakt verö
á Yuchai beltagröfum sem gildir aðeins
til áramóta.
Gröfurnar eru til í ýmsum útfærslum
og með búnað frá þekktum gæðamerkjum:
• Perkins mótor
• Cummins mótor
• Toshiba glussakerfi
• SB hallaskóflur og glussa hraðtengi
• Bridgestone belti
Yuchai beltagröfurnar henta mjög vel fyrir mismunandi
aðstæður og eru til í ýmsum stærðum: 1,5 tonn, 1,8 tonn,
3 tonn, 5,8 tonn, 8,1 tonn og 13,5 tonn.
Komdu í Vélar og þjónustu og kynntu þér verðið frekar.
Verðið gildir einungis til áramóta eða á meðan birgðir endast.
belfíUcha'
Vj'fe' : •
■■■■■'■■ "-m
VÉLARPJÓNUSTA
Járnhálsi 2 • 101 Reykjavík • Sími 580 0200 • www.velar.is
Ir