blaðið - 28.12.2006, Síða 16

blaðið - 28.12.2006, Síða 16
36 I ViNNUVÉLAR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaöiö 4 Mack trukkar: Stærsti vörubílafram- leiðandi Bandaríkjanna Það er fátt amerískara en stór og mikill trukkur sem æðir um einmanalega þjóðvegi með farm sinn. Af öllum trukkum í Banda- ríkjunum þá er bara einn sem er hægt að kalla kóng þjóðveganna og það er Mack. Mack trukkarnir eiga sér langa og mikla sögu því fyrirtækið getur rekið sögu sína aftur til ársins 1890. Það ár hóf Jack Mack störf hjá Falle- sen & Berry í New York, fyrirtæki sem sérhæfði sig í að smíða vagna og kerrur. Þremur árum seinna hafði Jack, ásamt bróður sínum Augustus, keypt verksmiðjuna. Þá var tekin sú ákvörðun að færa sig úr þeim bransa að smíða vagna og kerrur og bræðurnir fóru að prófa sig áfram með bílaframleiðslu. Um aldamótin voru bræðurnir komnir á fulla ferð og sendu frá sér fyrsta vel heppnaða bílinn sinn, 40 hestafla, tuttugu manna stræt- isvagn sem keyrði um almennings- garð í Brooklyn með ferðamenn. Mack bræðurnir komu fram með margar nýjungar í bílabransanum, sem sumar hverjar eru enn við lýði í dag svo sem að hafa stýrishúsið Mack trukkur úr fyrri heimsstyrjöldinni Hjálpaði við að festa Mack nafnið í sessi. fyrir ofan vélina til að auka útsýnið orðið stærsti framleiðandi þyngri fyrir bílstjórann. Árið 1990 er Mack trukka í Norður-Ameríku. ^ AFLVÉLAR Fyrirliggjandi: Snjótennur frá Beilhack Slitblöð frá Scana o.fl. Snjókeðjur frá RUD Vélburstar og strá Bretar keppa á vörubílum: Ekki bara vinnuvélar Það eru ekki margir sem tengja saman þunga trukka og kapp- akstur, þetta tvennt virðist við fyrstu sýn ekki passa ýkja vel saman. Þó er það staðreynd að úti í hinum stóra heimi keppa menn á kappakstursbrautum á stærðarinnar trukkum. í Bret- landi er starfrækt akstursíþrótta- samband sem einblínir einvörð- ungu á trukka. Þessi samtök halda fjölmargar keþpnir á hverju ári og taka menn þetta ekki síður alvarlega en hina vei þekktu Formúlu 1. Með- fylgjandi myndir eru teknar úr hinum ýmsu keppnum breskra ökuþóra.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.