blaðið

Ulloq

blaðið - 13.01.2007, Qupperneq 4

blaðið - 13.01.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 1- blaðið SLOKKVILIÐIÐ UMONNUNARGREIÐSLUR MOSFELLINGUR ARSINS INNLENT Utköll aldrei fleiri Sjúkrabílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út 22.884 sinnum árið 2006 og hafa útköll aldrei verið fleiri. Útköll árið 2005 voru hins vegar 21.477. Eldsútköll á svæðinu á liðnu ári voru hins vegar 1.440 talsins, tæplega fjögur útköll á sólarhring. A sama tíma og fæðingarorlof Foreldrar sem eignast alvarlega veikt eða fatlað barn geta nú sótt um umönnunargreiðslur strax frá fæðingu þess. Áður var einungis hægt að sækja um þessa aðstoð eftir að fæðingarorlofi lauk sem gat verið eftir að þarnið varð eins árs. Hjalti Ursus valinn „Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og heiður," segir Hjalti „Úrsus" Árnason, kraftlyftinga- og kvikmyndagerðarmaður. Hjalti varfyrir skömmu útnefndur Mosfellingur ársins 2006 en það er bæjarblaðið Mosfellingur sem veitir viðurkenninguna. Heiðurstitilinn fékk Hjalti meðal annars fyrir störf sín í þágu kraftlyftinga hér á landi sem og fyrir mynd sína um Jón Pál Sigmarsson. Geir H. Haarde, forsætisráðherra: Evran ekki á dagskrá „Menn hafa talað af dálitlu ábyrgð- arleysi um þessi mál og það er ekki æskilegt að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega í þessari umræðu tali þannig,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Mikil umræða hefur skapast um stöðu krónunnar eftir að Straumur-Burðarás fjárfesting- arbanki tilkynnti fyrir áramót að hann hygðist færa bókhald og reikninga framvegis í evrum. Þá telja menn auknar líkur á því að Kaupþing vilji færa eigið fé úr krónum yfir í evrur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, hefur í kjölfarið sagt að krónan væri ónýtur gjaldmiðill og þá hefur Vaígerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra sagst vilja skoða upptöku Menn hafa talað af dálitlu ábyrgðarleysi. Geir H. Haarde forsætisráðherra evrunnar hér á landi. Geir segir ekki á dagskrá að taka upp evruna þar sem slíkt krefðist þess að fsland gengi í Evrópusam- bandið. „Því fylgja þvílikir ókostir að mínum dómi og það er ekkert á dagskrá. Fyrir utan að það er margra ára ferli. Ef það eru vanda- mál í efnhagsmálum hér á fslandi um þessar mundir eða sveiflur þá verðum við að bregðast við þeim með öðrum hætti heldur en að tala um þetta svona.“ Eldri borgarar 60+ ^ Byrjendur 30 kennslustunda byrjenda- námskeið. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með reglulegum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa að nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til að skrifa texta og prenta, nota Internetið sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 23. janúar og lýkur 13. febrúar á Akureyri og í Reykjavík. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. 'fy Framhald I 30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri meðferð tölvupósts. Kennsla hefst 22. janúar og lýkur 12. febrúar á Akureyri og í Reykjavík. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. TÖLVUSKÓLINN WWW.TSK.fS SKOLI0TSK.1S SCARi FTT J< Kynferðisleg misnotkun á heyrnarlausum börnum: Gátu ekki tjáð sig um ofbeldið Lengi þaggað niður ■ Fjöldi leitar aðstoðar ■ Litið alvarlegum augum ! Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Heyrnarlaus börn, bæði stúlkur og drengir, voru misnotuð kynferðis- lega í skóla og á heimilum sínum fyrir nokkrum áratugum, sam- kværht könnun sem Félag heyrnar- lausra hefur látið gera með stuðn- ingi félagsmálaráðuneytisins. Um þriðjungur heyrnarlausra, sem þátt tóku í rannsókninni , kveðst hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun. Gerendur voru bæði heyrn- arlausir og heyrandi. „Þetta hefur lengi verið þaggað niður en er að koma upp á yfir- borðið núna. Heyrnarlausum var lítið trúað þegar þeir fóru að greina frá þessu,“ segir Berglind Stefáns- dóttir, aðstoðarskólastjóri Hlíða- skóla og fyrrverandi formaður Fé- lags heyrnarlausra. Það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem kennarar fóru að nota tákn- mál í samskiptum við heyrnarlaus börn. Foreldrum hafði verið ráðlagt að nota það ekki í samskiptum við börn sín og gátu börnin því ekki tjáð sig við þá um það sem var að ger- ast. „Börnin notuðu hins vegar tákn- mál sín á milli sem lærst hafði frá einni kynslóð til annarrar," segir Berglind. Áður var talið ráðlegt að senda heyrnarlaus börn í heimavist sem sett var á laggirnar í gamla Heyrnleysingjaskólanum. Um 1970 var flutt í Vesturhlíðar- skóla en heimavistin þar var ekki lögð niður fyrr en um 1980. Flest atvikin áttu sér stað innan veggja þessara skóla. Vesturhlíðar- skóli var sameinaður Hlíðaskóla fyrir nokkrum árum þar sem heyrn- arlausum börnum hafði fækkað. Heyrnarlaus börn í Hlíðaskóla eru nú 22. 1 samfélagi heyrnarlausra eru um 280 manns. Um 160 eru á lista í Fé- lagi heyrnarlausra og svöruðu tæp- lega 60 prósent þeirra sþurningum sem sendar voru til þeirra vegna rannsóknarinnar sem efnt var til í kjölfar tveggja dóma. Annar var kveðinn upp yfir heyrnarlausum manni fyrir tveimur árum vegna kynferðisbrota gegn eigin börnum. Sjálfur hafði hann verið misnotaður kynferðislega á heimavist Heyrnleys- ingjaskólans. Hinn var kveðinn upp yfir starfsmanni Vesturhlíðarskóla sem misnotaði fimm heyrnarlausar stúlkur. „f kjölfar þessara dóma hefur verið stöðugur straumur fólks til Félags heyrnarlausra. Ráðinn var starfsmaður í hálft starf til að taka á móti fólkinu sem komið hefur til að leita sér hjálpar. Það verður að Það verður að klára þessl mál Berglind Stefánsdóttir, aðstoöarskólastjóri Hlíðaskóla. klára þessi mál sem hafa legið í þagnargildi svo lengi,“ leggur Berg- lind áherslu á. Félagsmálaráðuneytið skoðar nú tillögur Félags heyrnarlausra um aðgerðir í ljósi niðurstöðu rannsókn- arinnar. Magnús Stefánsson félags- málaráðherra sagði í gær að loknum ríkisstjórnarfundi að það hefði verið fjallað um málið á fundinum. Það væri litið mjög alvarlegum augum. Sagði hann gögn um það skoðuð alvarlega. ! ! Fleiri vilja byggja álver við Þorlákshöfn: Norsk Hydro sýnir áhuga Norska álfyrirtækið Norsk Hydro hefur óskað eftir upplýsingum um Þorlákshöfn og nágrenni með tilliti til álframleiðlsu í sveitarfélaginu Ölfusi. Búist er við fulltrúum fyrir- tækisins til Þorlákshafnar á næstu vikum til að skoða aðstæður. Starfsmaður Norsk Hydro á fs- landi, Bjarne Reinholdt, átti fund með Kjartani Ólafssyni, formanni atvinnumálanefndar Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, og Þorvarði Hjaltasyni, framkvæmdastjóra sam- takanna, í desember síðastliðnum. „Á þeim fundi afhentum við honum umbeðnar upplýsingar sem hann kom svo til höfuðstöðvanna í Noregi. Innan skamms er von á full- trúum fyrirtækisins á íslandi til Þor- lákshafnar til viðræðna við SASS og bæjaryfirvöld í Ölfusi en það er okkar að ákveða tímasetninguna og ég vænti þess að þeir sæki okkur heim fljótlega," segir Kjartan við fréttablaðið Sunnlenska í gær. Arctus, félag í eigu Jóns Hjaltalíns Magnússonar, hefur fengið úthlutað lóð vestan byggðarinnar í Þorláks- höfn með það fyrir augum að reisa þar álver. \ N \js 1 Q MYND EFTIR BRIAN D E PALMA, LEIKSTJÓRA SCARFACE O G THE UNTOUCHABLES KOMIN í BÍÓ smfífífA^ bíú

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.